Fara í efni

Ytra mat Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2111010

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Sigrún, leikskólastjóri, gerir grein fyrir umsókn um ytra mat á leikskólanum í Stykkishólmi.
Nefndin samþykkir erindið, sem er að Leikskólinn í Stykkishólmi sæki um þátttöku í ytra mati Menntamálastofnunar árið 2022, sbr. Lög nr. 910/2008 um leikskóla og gildandi reglur um mat og eftirlit.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Sigrún, leikskólastjóri, gerði á 187. fundi skóla- og fræðslunefndar grein fyrir umsókn um ytra mat á leikskólanum í Stykkishólmi.

Skóla- og fræðslunefndi samþykkti að Leikskólinn í Stykkishólmi sæki um þátttöku í ytra mati Menntamálastofnunar árið 2022, sbr. Lög nr. 910/2008 um leikskóla og gildandi reglur um mat og eftirlit.

Lögð eru fram drög að umsókn ásamt auglýsingu menntamálastofnunnar varðandi málið.
Bæjarráð samþykkir að leikskólinn í Stykkishólmi sæki um að vera með í þátttöku á ytra mati leiksskóla hjá Menntamálastofnun.

Skóla- og fræðslunefnd - 189. fundur - 18.01.2022

Leikskólinn í Stykkishólmi sótti um, undir lok síðasta árs, þáttöku á ytra mati hjá Menntamálastofnun. Lagt er fram svar Menntamálastofnunar þar sem leikskólanum er þakkaður sýndur áhugi en ekki reyndist unnt að verða við umsókninni að þessu sinni.
Nefndin lýsir ánægju með umsóknina og hvetur til þess að reynt verði aftur á næsta ári.
Getum við bætt efni síðunnar?