Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

187. fundur 10. nóvember 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
 • Björn Sverrisson (BS) formaður
 • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Gissur Arnarsson varamaður
 • Jón Einar Jónsson aðalmaður
 • Björn Ásgeir Sumarliðason (BÁS) varamaður
Starfsmenn
 • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
 • Elísabet Lára Björgvinsdóttir skólastjóri leikskóla
 • Karín Rut Bæringsdóttir áheyrnarfulltrúi helgafellssveitar
 • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
 • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
 • Ragnar Ingi Sigurðsson fulltrúi kennara grunnskóla stykkishólms
 • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
 • Ólöf Edda Steinarsdóttir
Fundargerð ritaði: Jón Einar Jónsson ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skóla- og fræðslunefnd vill fyrir hönd Stykkishólmsbæjar þakka Nönnu Einarsdóttur fyrir áratuga störf við leikskólann í Stykkishólmi, en hún hefur nýlega látið af störfum þar eftir að hafa starfað þar frá 17 ára aldri.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla, deildarstjóri fer yfir starfsemi skólans.
Framlagt.

3.Starfsemi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer

Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, kemur til fundar við skóla- og fræðslunefnd og fer yfir þá sérfræðiþjónustu, t.a.m. talmeina- og sálfræðiþjónustu, sem FSSF býður Leikskólanum og Grunnskólanum í Stykkishólmi og verklag sem snýr að úthlutun tíma þjónustunnar.
Sveinn svaraði spurningum um skiptingu heimsókna talmeinafræðings og sálfræðings milli sveitarfélaga, en miðað við nemendafjölda eru heimsóknir þeirra í Stykkishólm tiltölulega fáar. Lögð eru fram tölvupóstsamskipti milli leikskólans og Sveins um málið.

4.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 4. október sl.
Framlagt.

5.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynna fyrir skóla- og fræðslunefnd tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði.
Húsnæðisnefndin telur að það myndi alltaf vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður.

Spurt var um nýtingu á sérkennslustofum, t.d. textílmenntastofu o.fl. Svörin voru á þá leið að með innanhúss tilfæringum (sem voru til skoðunar í ýmsum útgáfum) yrði alltaf eitthvað eða einhverjir út undan.

Nokkrar umræður urðu um málið en afgreiðslu var frestað. Bent er á að sem fyrst þurfi að funda með kjörnum fulltrúum, starfsmönnum og skólanefnd, og að næsti fundur nefndarinnar er í desember og er helgaður málefnum grunnskóla.

6.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárnar hvað varðar skólastarfsemi fyrir sitt leyti.

7.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Fyrir Skóla- og fræðslunefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun hvað varðar skólastarfsemi fyrir sitt leyti.

8.Ytra mat Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer

Sigrún, leikskólastjóri, gerir grein fyrir umsókn um ytra mat á leikskólanum í Stykkishólmi.
Nefndin samþykkir erindið, sem er að Leikskólinn í Stykkishólmi sæki um þátttöku í ytra mati Menntamálastofnunar árið 2022, sbr. Lög nr. 910/2008 um leikskóla og gildandi reglur um mat og eftirlit.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?