Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni).

Málsnúmer 2202012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja). Frumvarpið var gefið út 9. febrúar sl. af matvælaráðherra.
Stykkishólmsbær telur að mikilvægt sé að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri atvinnufyrirtækja á sama tíma og lagðar séu skyldur á þá sem stunda þangslátt með nýtingaráætlun til þess að tryggja sjálfbærni.

Stykkishólmsbær fagnar því tekið hafi verið tillit til athugasemda landeigenda við Breiðafjörð í fyrirliggjandi frumvarpi varðandi afnám veiðigjalds. Stykkishólmsbær leggur þunga áherslu á, líkt og frumvarpsdrög gera ráð fyrir, að ekkert svæði eigi að njóta forgangs á kostnað annars svæðis eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja). Frumvarpið var gefið út 9. febrúar sl. af matvælaráðherra.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar bókaði, á 636. fundi sínum eftirfarandi:

Stykkishólmsbær telur að mikilvægt sé að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri atvinnufyrirtækja á sama tíma og lagðar séu skyldur á þá sem stunda þangslátt með nýtingaráætlun til þess að tryggja sjálfbærni.

Stykkishólmsbær fagnar því tekið hafi verið tillit til athugasemda landeigenda við Breiðafjörð í fyrirliggjandi frumvarpi varðandi afnám veiðigjalds. Stykkishólmsbær leggur þunga áherslu á, líkt og frumvarpsdrög gera ráð fyrir, að ekkert svæði eigi að njóta forgangs á kostnað annars svæðis eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.

Bókun bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjartsjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lögð fram til kynningar viðbótarumsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lögð fram til kynningar viðbótarumsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).
Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11. fundur - 04.04.2022

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarpið. Stykkishólmsbær telur mikilvægt að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri atvinnufyrirtækja á sama tíma og lagðar eru skyldur á þá sem stunda þangslátt með nýtingaráætlun til þess að tryggja sjálfbærni. Þá er því fagnað að tekið hafi verið tillit til athugasemda landeigenda við Breiðafjörð í fyrirliggjandi frumvarpi um afnám veiðigjalds og að frumvarpsdrögin geri ráð fyrir að ekkert svæði eigi að njóta forgangs á kostnað annars svæðis eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir umsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarpið.
Getum við bætt efni síðunnar?