Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

11. fundur 04. apríl 2022 kl. 12:15 - 13:20 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Magda Kulinska aðalmaður
  • Halldór Árnason formaður
  • Símon M.Sturluson aðalmaður
  • Kári Hilmarsson (KH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki

Málsnúmer 1905101Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um frásögn af seinni hluta heimsókna bæjarstjóra og atvinnu- og nýsköpunarnefndar á vinnustaði fyrirtækja og stofnana í Stykkishólmi dagana 28. febrúar - 2. mars sl. Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir heimsóknunum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim tæplega 40 heimsóknum sem fram fóru í vetur. Mikilvægt er að Stykkishólmsbær styðji eins og kostur er á við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.

2.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu. Formaður nefndarinnar og bæjarstjóri gera grein fyrir helstu tillögum starfshópsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur Stykkishólmsbæ að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

3.Ósk Asco Harvester um samstarf vegna atvinnuuppbyggingar

Málsnúmer 2202015Vakta málsnúmer

Asco-Harvester ehf. í Stykkishólmi hefur lagt fram umsókn um lóðina Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, ásamt ósk um samstarf um atvinnuuppbyggingu. Formaður nefndarinnar kynnir áform fyrirtækisins um vinnslu þörunga og fyrirhugaðan íbúafund þar sem fyrirtækið kynnir nánar áform sín.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með áhuga Asco Harvester ehf. á að efla og auka fjölbreytni atvinnulífs í Stykkishólmi.

4.Skipulag athafnarsvæðis við Kallhamar og stækkun atvinnusvæðis við Hamraenda

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Lögð hefur verið fram í bæjarráði skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með þá vinnu sem átt hefur sér stað um skipulag athafnarsvæðis við Kallhamar og stækkun atvinnusvæðis við Hamraenda, sérstaklega í ljósi þess að skortur er á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.

5.Þátttaka í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands

Málsnúmer 2203020Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur samþykkt þátttöku Stykkishólmsbæjar í stofnun sjálfseignastofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur fyrirtæki og frumkvöðla í Stykkishólmi að nýta sér þau tækifæri sem Nýsköpunarnet Vesturlands kann að bjóða upp á.

6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni).

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarpið. Stykkishólmsbær telur mikilvægt að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri atvinnufyrirtækja á sama tíma og lagðar eru skyldur á þá sem stunda þangslátt með nýtingaráætlun til þess að tryggja sjálfbærni. Þá er því fagnað að tekið hafi verið tillit til athugasemda landeigenda við Breiðafjörð í fyrirliggjandi frumvarpi um afnám veiðigjalds og að frumvarpsdrögin geri ráð fyrir að ekkert svæði eigi að njóta forgangs á kostnað annars svæðis eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir umsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarpið.

7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarráðs Stykkishólmsbæjar við frumvarpið þar sem lýst er vonbrigðum með þá ákvörðun að ákvæði er varðar grásleppuveiðar hafi verið felld út úr frumvarpinu. Bæjarráð telur brýnt að endurskoða fyrirkomulag grásleppuveiða sem fyrst og vísar til fyrri ályktana og umsagna vegna málsins. Jafnframt er lögð fra viðbótarumsögn Stykkishólmsbæjar vegna málsins.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir umsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni síðunnar?