Fara í efni

Bæjarráð

638. fundur 24. mars 2022 kl. 16:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulags- og bygginganefnd - 258

Málsnúmer 2203004FVakta málsnúmer

Lögð fram 258. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ungmennaráð - 19

Málsnúmer 2203002FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 191

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Lögð fram 191. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20

Málsnúmer 2202006FVakta málsnúmer

Lögð fram 20. fundargerð afgreiðslufunda byggingafulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar frá fundum 197, 198 og 199.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 906. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 166. og 167. fundar stjórnar SSV.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 18. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 199. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

10.Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla samráðshóps um öldrunarmál á Vesturlandi ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar.

11.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

12.Umsögn um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðbótarumsögn Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 2203019Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 2022.
Fundurinn verður á Hotel Nordica klukkan 15:00 föstudaginn 1. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021

Málsnúmer 2203023Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna hækkana lífeyrisskuldbindinga 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Endurskoðun forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1812022Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi mætir til fundar til þess að gera grein fyrir vinnu við endurskoðun á forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð felur Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa í samráði við æskulýðs - og íþróttanefnd og bæjarstjóra að vinna áfram í endurskoðun á forvarnarstefnu og leggja þá vinnu fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

16.Ársreikningur hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 2202021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 12. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)

Málsnúmer 2203014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Einnig er lögð fram umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambandsins.

18.Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.)

Málsnúmer 2203016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.

Málsnúmer 2203013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Áskorun til allra sveitarfélaga á landinu er varðar Suðurnesjalínu 2

Málsnúmer 2203012Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga samþykkt þann 02.03.2022, sem er áskorun til allra sveitarfélaga í landinu er varðar Suðurnesjalínu 2.

Bókunin óskast tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn, sem og að hún verði send öllum kjörnum fulltrúum til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

21.Kjör í þjóðhátíðarnefnd 2022

Málsnúmer 2203008Vakta málsnúmer

Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhaldanna á 17. júní 2022.
Bæjarráð vísar tilnefningum og skipun í þjóðhátíðarnefnd til næsta bæjarráðs eða bæjarstjórnarfundar.

22.Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Berserkja

Málsnúmer 2202003Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá björgunarsveitinni Berkerkjum koma til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir hugmyndum sínum og tillögum að framtíðarskipan húsnæðismála sveitarinnar.
Bæjarráð þakkar fullrúa Björgunarsveitarinnar Berserkja fyrir kynningu á hugmyndum sínum og tillögum. Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

23.Staða hafnarvarðar

Málsnúmer 2203022Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing á stöðu hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn.
Samkvæmt starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna fer bæjarstjórn með ráðningu Hafnarvarðar. Nýverið var auglýst laust til umsóknar starf hafnarvarðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að annast ráðningaferli vegna starfsins fyrir sína hönd, í samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar. Bæjarstjóri annast mat á umsóknum, boðun í viðtöl, viðtöl og loka mat í kjölfar viðtala að undasngengnu samráði við oddvita allra lista og formann hafnarstjórnar og gerir að því loknu rökstudda tillögu um ráðningu sem lögð verði fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.

24.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður. Bæjarráð óskaði, á 633. fundi sínum, eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin.

Að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa, er málið tekið til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnu í bæjarráði.Bæjaráð óskar eftir fulltrúum frá Grunnskólanum og gera grein fyrir húsnæðisþörf Grunnskólans.

25.Samstarf um uppbyggingu aðstöðu - Skógræktarfélag Stykkishólms

Málsnúmer 2203009Vakta málsnúmer

Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að bæta aðstöðu Skógræktarfélags Stykkishólms í samstarfi við félagið með áherslu á að koma upp salernisaðstöðu og inniaðstöðu á fyrirliggjandi byggingarreitum þar sem m.a. verði horft til þess að koma til móts við núverandi þarfir þeirra stofnana og félagasamtaka sem nýta skógræktina í sinni starfsemi, þ.m.t. Leikskólann í Stykkishólmi, Grunnskólann í Stykkishólmi, Royal Rangers Stykkishólmi, Aftanskin og önnur félagasamtök.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

26.Þátttaka í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands

Málsnúmer 2203020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Stykkishólmsbæjar í stofnun sjálfseignastofnun um Nýsköpunarnet Vesturlands og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

27.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000 hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000 samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi og viðauka.

28.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu áætlunarinnar þar til öll viðbrögð frá samráðshópi liggja fyrir.

29.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.

Af þeim þremur valkostum sem kynntir voru fyrir mögulega útfærslu á Borgarbrautar (6m gata með gangstétt öðru/báðum megin) og Bauluvík (5m, 5,5m, eða 6m gata með gangstétt öðru/báðum megin). Nefndin telur ákjósanlegast að Borgarbraut verði "tengibraut" með 2x3m akgreinum og 1,5m gangstéttum beggja vegna götu, sérstaklega þar sem gatan gæti orðið aðkomuleið baðaðstöðu sem skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að rísi í Sundvík. Þá telur nefndin ákjósanlegt að Bauluvík verði "safngata" með 2x2,75 akgreinum og 1,5m gangstéttum báðum megin götu. Nefndin vill einnig að skoðaður verði möguleiki á að hafa gangstéttir meðfram Bauluvík í sömu hæð og gatan þ.e. malbikað með skýrri afmörkun milli götu og gangstígs og hvort til greina komi að nota vatnsrásir fyrir yfirborðsvatn á milli götu og gangstíga.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leiti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Nefndin fól einnig skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum fyrir auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og felur bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

30.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Skipavík ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 12. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2 og brúttórúmmál er 3.828 m2. Um er að ræða 12 bil, hvert um sig um 50 m2 að stærð að grunnfleti. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré. Lóðin er 1.920 m2. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísaði nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

31.Skipulag athafnasvæðis við Kallhamar og stækkun atvinnusvæðis við Hamraenda

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Tillögur þessar eru í samræmi við tillögu bæjarstjóra og afgreiðslur fastanefnda Stykkishólmsbæjar.

Skipulags- og byggingarnefnd tók á 258. fundi sínum jákvætt í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

32.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og vísar tillögunum til umræðu á næsta bæjarráðsfundi.

33.Styrkumsóknir - 2022

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 25. febrúar til 21. mars sl. Alls bárust 2 umsóknir sem lagðar eru fram til úthlutunar.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?