Fara í efni

Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða - Samningur um afnot á landi

Málsnúmer 2204017

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Lögð fram viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða.
Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða og vísar vinnu að samkomulagi við félagið í samræmi við viljayfirlýsingu til bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,LÁH og EFBókun O-lista

Undirrituð fagna því að áhugi sé á nýsköpun í matvælaiðnaði í sveitarfélaginu. Steinbítur er náttúruleg tegund á svæðinu og ætti eldi sem þetta ekki að valda miklum skaða á náttúrunni. Þátttaka Matís í verkefninu er styrkur og telja undirrituð að Matís ætti að vera þriðji aðilinn í umræddu samkomulagi.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Stykkishólmur útvegi landsvæði án endurgjalds til tímabundinna afnota og aðstoði við undirbúning svæðisins.

Í samkomulaginu þarf að liggja fyrir um hvaða landsvæði er að ræða, hversu stórt það er og hvar það er staðsett. Einnig þarf að ákvarða til hversu langs tíma samkomulagið gildir. Ennfremur þarf að taka það fram hvaða kostnað sveitarfélagið komi til með að bera.

Í samkomulaginu þarf einnig að koma fram að Hólmurinn ehf. skuldbindi sig til þess að bera ábyrgð og kostnað af því að fjarlægja kvíar og annan búnað og ganga frá svæðinu með ásættanlegum hætti að tilraun lokinni ef ákveðið verður að binda endi á hana og ekki fara í frekari uppbyggingu.

Okkar Stykkishólmur

Haukur Garðarsson

Erla Friðriksdóttir

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Lögð er fram viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða sem bæjarstjórn staðfesti á 411. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð fram drög að samningi um afnot af landi við Hólm ehf. vegna landeldis á grunni viljayfirlýsingar um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða, dags. 28. apríl 2022, sem samþykkt var af hálfu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á 411. fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um viðræður við HEFST og nærliggjandi lóðarhafa sem og hugsanlega grenndarkynningu.
Getum við bætt efni síðunnar?