Fara í efni

Tilkynningaskyld framkvæmd

Málsnúmer 2206028

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22. fundur - 15.06.2022

Sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi zink klæðningu.
Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.

Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi panel álklæðningu og bæta við skyggni.

Þar sem einungis er minnst á skyggni og steinsteyptar/múrhúðaðar, standandi timburklæðningar, standandi báraðar málmklæðningar og listaðar pappaklæðningar í deiliskipulagi fyrir svæðið, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð er fram umsókn þar sem sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi zink klæðningu.

Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.

Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa á 1. fundi sínum að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lögð er fram umsókn þar sem sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi zink klæðningu.

Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.

Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa á 1. fundi sínum að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Í samræmi við afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna framangreindum lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23. fundur - 10.08.2022

Á 22. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var sótt um að fá að klæða Laufásveg 7 að utan með standandi zink klæðningu, þar sem hvergi var minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulagi vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi staðfestir að heimilt sé að klæða húsið að utan sbr við grein 2.3.6 í byggingarreglugerð með áorðnum breytingum þar sem engar athugasemdir við grenndarkynningu bárust.
Getum við bætt efni síðunnar?