Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

22. fundur 15. júní 2022 kl. 11:00 - 12:00 Á skrifstofu byggingarfullrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á einni hæð með milliloftum yfir hluta hússins.Lóðin er 3700m2 og stærð hússins er 34x24,2 að grunnfleti.
Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Einnig bendir slökkvilið á að skoða þarf vel afkastagetu vatnsveitu á svæðinu.

2.Höfðagata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2205004Vakta málsnúmer

Sótt er um að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Nýjir skjólveggir og pallur stækkaður til að koma fyrir heitum potti.

Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar

3.Ægisgata 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2205003Vakta málsnúmer

Sótt er um að taka niður burðarveggi að hluta milli eldhús/stofu og koma fyrir stálbita í staðinn.

Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá W7 slf dagsettum 04.05.2022 og verkfræðiteikningum frá verkfræðistofu Þráinns og Benedikts dagsettum maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

4.Tilkynningaskyld framkvæmd

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi zink klæðningu.
Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.

Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni síðunnar?