Fara í efni

Tilkynningaskyld framkvæmd

Málsnúmer 2207005

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23. fundur - 10.08.2022

Diana Kirchgaessner á Skúlagötu 20 sækir um leyfi til að klæða tvær hliðar á húsinu hjá sér sem snúa í átt að Skúlagötu 22 og 15. Um er að ræða einangrun og lóðrétta timburklæðningu.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Skúlagötu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 15.08.2022

Sótt er um leyfi til að klæða tvær hliðar á Skúlagötu 20, sem snúa í átt að Skúlagötu 22 og 15. Um er að ræða einangrun og lóðrétta timburklæðningu.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn eiganda Skúlagötu 20 um nýja klæðningu og telur ekki vera þörf fyrir grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem margar ólíkar klæðningar er að finna á húsum við götuna. Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Sótt er um leyfi til að klæða tvær hliðar á Skúlagötu 20, sem snúa í átt að Skúlagötu 22 og 15. Um er að ræða einangrun og lóðrétta timburklæðningu.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum umsókn eiganda Skúlagötu 20 um nýja klæðningu og telur ekki þörf fyrir grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem margar ólíkar klæðningar er að finna á húsum við götuna. Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?