Fara í efni

Skipulagsnefnd

2. fundur 15. ágúst 2022 kl. 16:30 - 20:39 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23

Málsnúmer 2208002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Saurar - Landuppskipting

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Sótt er um að skrá tvær nýjar landeignir úr landi Saura (L-136854), Saura 7 og Saura 8, ásamt stækkun á Norðurás. Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um uppskiptingu jarðarinnar Saura í Saura 7 og Saura 8 ásamt stækkun á Norðurás. Nefndin vill vekja á því athygli að svæðið þar sem Saurar 7 og 8 er fyrirhugaðir er skilgreint sem skógræktarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Helgfellsveitar 2012-2024 og er þar vísað til samstarfsverkefnis með Vesturlandsskógum.

3.Hólar 2 - Landuppskipting

Málsnúmer 2208012Vakta málsnúmer

Sótt er um að skrá nýja landeign, Hóla 7, úr landi Hóla 2 (L-215756). Meðfylgjandi er hnitsett lóðarblað, unnið af Sigurbjarti Loftssyni, dags. 25.07.2022. Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti uppskiptingu jarðarinnar Hóla 2 og skráningu Hóla 7.

4.Bugur - Stækkun á jörð

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir 4,4 ha stækkun á jörðinni Bug (L-219848). Stækkunin verður tekin úr landi Kljáar (L-136952). Eftir stækkunina mun Bugur liggja að sjó og vera samtals 9,7 ha. Meðfylgjandi er hnitsett lóðarblað, unnið af Landlínum, dags. 07.04.2022. Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á jörðinni Bug með kaupum á spildu af jörðinni Kljá.

5.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju byggingarleyfisumsókn vegna 958,9m2 atvinnuhúsnæðis að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.

Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.

Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.

Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust frá Skipavík ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. eftir grenndarkynningu og tillaga skipuagsfulltrúa að svörum við þeim. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum sem bárust frá íbúum og athugasemdum og/eða spurningum sem komu fram á kynningarfundinum með íbúum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum Skipavíkur og Íslenska kalkþörungafélagssins.

Tillaga ABV (Í):
ABV leggur til að byggingarleyfisumsókn verði hafnað og starfseminni fundinn annar staður.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Tillaga ABV (Í) til vara:
ABV ítrekar fyrri tillögu sína um að deiliskipuleggja eigi svæðið og fá með því umsagnaraðila að borðinu og aukið aðgengi íbúa að skipulagsferlinu.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Nefndin leggur áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.

Tillaga til viðbótar AIH (Í):
AIH leggur til að skipulagsnefnd leiti umsagnar Skipulagsstofnunar um það hvort að byggingarleyfið falli innan ramma laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Telji Skipulagsstofnun að framkvæmdin falli ekki undir mat á umhverfisáhrifum, leggur AIH til að skipulagsnefnd vísi málinu fyrir sitt leyti til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi tekur undir tillögu AIH.
Tillaga AIH felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.


6.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
-Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölga íbúðareiningum úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
-Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
-Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
-Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

7.Skúlagata 20 - klæðning

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að klæða tvær hliðar á Skúlagötu 20, sem snúa í átt að Skúlagötu 22 og 15. Um er að ræða einangrun og lóðrétta timburklæðningu.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn eiganda Skúlagötu 20 um nýja klæðningu og telur ekki vera þörf fyrir grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem margar ólíkar klæðningar er að finna á húsum við götuna. Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.

8.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Rjúkandi ehf. skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi hússins. Einnig þarf hæð hússins að vera þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8. Að auki felur nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8.

Að þessum skilyrðum uppfylltum verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.




Nefndin samþykkti tillögu að breyttum fundartíma. Hér eftir verða fundir nefndarinnar haldnir á miðvikudögum, vikuna fyrir fundi bæjarráðs, klukkan 16:30.

Fundi slitið - kl. 20:39.

Getum við bætt efni síðunnar?