Fara í efni

Bugur - Stækkun á jörð

Málsnúmer 2207008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 15.08.2022

Sótt er um leyfi fyrir 4,4 ha stækkun á jörðinni Bug (L-219848). Stækkunin verður tekin úr landi Kljáar (L-136952). Eftir stækkunina mun Bugur liggja að sjó og vera samtals 9,7 ha. Meðfylgjandi er hnitsett lóðarblað, unnið af Landlínum, dags. 07.04.2022. Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á jörðinni Bug með kaupum á spildu af jörðinni Kljá.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Sótt er um leyfi fyrir 4,4 ha stækkun á jörðinni Bug (L-219848). Stækkunin verður tekin úr landi Kljáar (L-136952). Eftir stækkunina mun Bugur liggja að sjó og vera samtals 9,7 ha. Meðfylgjandi er hnitsett lóðarblað, unnið af Landlínum, dags. 07.04.2022. Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum.

Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti stækkun á jörðinni Bug með kaupum á spildu af jörðinni Kljá.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?