Fara í efni

Hrognkelsaveiðar - Staða og horfur

Málsnúmer 2208017

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár.
Hafnarvörður gerir grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.

Hafnarstjórn gerir alvarlegar athugasemd við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra hafði í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um 45% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár.

Á 1. fundi Hafnarstjórnar gerði hafnarvörður grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.

Hafnarstjórn gerði á fundi sínum alvarlegar athugasemdir við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs við kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um a.m.k. 37% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fylgiskjöl:

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár.

Á 1. fundi Hafnarstjórnar gerði hafnarvörður grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.

Hafnarstjórn gerði á fundi sínum alvarlegar athugasemdir við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs við kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um a.m.k. 37% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Bæjarráð tók, á 6. fundi sínum, undir afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?