Fara í efni

Hafnsaga og önnur þjónusta við skip

Málsnúmer 2208020

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi.

Hafnarstjórn (SH) - 4. fundur - 15.06.2023

Á 1. fundi hafnarstjórnar var lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa. Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn felur hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi. Unnið hefur verið í samræmi við afgreiðslu hafnarstjórnar en nú þykir ljóst erfiðlega hefur gengið að manna hafsögu. Vegna þessa er lögð til breyting á núgildandi reglugerð og lagt til að hún verði samþykkt sem tillaga til innviðaráðherra um breytingu á hafnarreglugerð Stykkishólmshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Á 1. fundi hafnarstjórnar var lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa. Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn fól hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði eru og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi. Unnið hefur verið í samræmi við afgreiðslu hafnarstjórnar en nú þykir ljóst að erfiðlega hefur gengið að manna hafsögu. Vegna þessa er lögð til breyting á núgildandi reglugerð og lagt til að hún verði samþykkt sem tillaga til innviðaráðherra um breytingu á hafnarreglugerð Stykkishólmshafnar.

Á fjórða fundi sínum samþykkti hafnarstjórn tillöguna samhljóða.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á hafnsögu við Stykkishólmshöfn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Á 1. fundi hafnarstjórnar var lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa. Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn fól hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði eru og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi. Unnið hefur verið í samræmi við afgreiðslu hafnarstjórnar en nú þykir ljóst að erfiðlega hefur gengið að manna hafsögu. Vegna þessa er lögð til breyting á núgildandi reglugerð og lagt til að hún verði samþykkt sem tillaga til innviðaráðherra um breytingu á hafnarreglugerð Stykkishólmshafnar.

Á fjórða fundi sínum samþykkti hafnarstjórn tillöguna samhljóða.

Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, tillögu að breytingu á hafnsögu við Stykkishólmshöfn og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarráðs um breytingu á núgildandi reglugerð hafnarstjórnar.
Getum við bætt efni síðunnar?