Fara í efni

Bæjarráð

12. fundur 22. júní 2023 kl. 14:15 - 18:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Hafnarstjórn (SH) - 4

Málsnúmer 2306002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar hafnarstjórnar Stykkishólms.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28

Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 28. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 7

Málsnúmer 2305004FVakta málsnúmer

Lögð fram 7. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Safna- og menningarmálanefnd - 2

Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulagsnefnd - 12

Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 12. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulagsnefnd - 11

Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 11. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2305018Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá síðasta fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór 24. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir síðustu funda breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar FFS vegna rekstursársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 72. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Vakin er athygli á 3. tölulið fundargerðar er fjallar um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og annarra fyrirtækja í sjávarútvegi.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir almannavarnanefndar Vesturlands

Málsnúmer 2305019Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð síðasta fundar almannavarnanefndar Vesturlands ásamt minnisblaði SSV og leiðbeiningum um störf almannavarnanefnda.
Lagt fram til kynningar.

14.Vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 2211033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skipunarbréf fyrir Vatnasvæðanefnd 1 þar sem tilkynnt er um skipan Jakob Björgvins S. Jakobsson í nefndina.
Lagt fram til kynningar.

15.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2305017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

16.Undanþága fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur

Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna umsóknar um undanþágu fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Lagt fram til kynningar.

17.Málefni Arnarborgar

Málsnúmer 2306026Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt Guðbjartar Einarssonar og Einars I. Halldórssonar af fundi þeirra með fulltrúum sveitarfélagsins vegna málefna Arnarborgar, frágang á svæðinu og fleira.
Lagt fram til kynningar.

18.Úrgangsmál

Málsnúmer 2306028Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn sem Stefán Gíslason tók saman fyrir fyrir sveitarfélög á Vesturlandi. Annars vegar er um að ræða viðauka við minnisblað hans um förgun dýraleyfa og hins vegar er samantekt um og svör við algengustu fyrirspurnum sem hann hefur fengið frá sveitarfélögunum á Vesturlandi varðandi innleiðingu nýrra úrgangslaga.
Lagt fram til kynningar.

19.Samningur um refaveiðar

Málsnúmer 2306031Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um refaveiðar vegna endurgreiðslna ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir samning um refaveiðar og felur bæjarstjór að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

20.Niðurstöður kosningar um kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga og Kjalar

Málsnúmer 2306036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf með niðurstöðum kosningar um nýjan kjarasamning Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

21.Úthlutun stofnframlaga ríkisins 2023 - Niðurstaða

Málsnúmer 2306037Vakta málsnúmer

Lagt fram niðurstöðubréf vegna umsóknar Stykkishólmss, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Lagt fram til kynningar.

22.Samantekt um samrekstur og stjórnun Tónlistaskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2306040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla sem unnin var af Bjarna Ómari Haraldssyni um samrekstur og stjórnun Tónlistaskóla Stykkishólms, ásamt fjárkröfu tengdu málinu.
Bæjarráð vísar samantekt um samrekstur og stjórnar Tónlistarskóla Stykkishólms til umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.

Bæjarráð vísar fjárhagshluta til frekari vinnslu á næsta bæjarráðsfundi.

23.Umsögn um rekstrarleyfi - Birkilundur 8

Málsnúmer 2305013Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Frúarstígs 1 ehf kt.550508-1410 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, h, frístundahús, sem rekinn verður sem Birkilundur 8, að Birkilundi 8 (2335872) Helgafellssveit, í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfis vegna Birkilundar 8, en vekur athykli á umsögn skipulagsfulltrúa.

24.Umsögn um rekstrarleyfi - Aðalgata 20

Málsnúmer 2306034Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Draumahöll ehf kt. 670905-1010 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem rekinn verður sem Aðalgata 20, að Aðalgötu 20 (F2115701, 010101), 340 Stykkishólmi.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfis Aðalgötu 20.

25.Nám við Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 2306035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn aðila með lögheimili í Stykkishólmi um hljóðfæranám við Tónlistarskólann á Akureyri. Skólinn leitast eftir því að lögheimilissveitarfélag nemanda greiði námið að fullu og sæki svo endurgreiðslur úr jöfnunarsjóði.
Erindinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

26.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt ársyfirliti 2022 um markaðsherfð félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 750.000 í markaðsstarf.

Bæjarráð hvetur FAS til þess að kynna og koma á framfæri verkefninu í auknum mæli við Svæðisgarðinn.

27.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá HLH Ráðgjöf, greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs hjá þremur sveitarfélögum á Snæfellsnesi og tillögur.
Bæjarráð sér sér ekki fært að samþykkja tillögu um fleiri stöðugildi.

28.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi en fulltrúi hugmyndarinnar kom á fund safna- og menningarmálanefndar og gerði grein fyrir hugmyndinni. Safna og menningarmálanefns tók á 2. fundi sínum jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og formanni safna- og menningarnefndar að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við fulltrúa rokkhátíðar og við FAS.

29.Kerfisáætlun Landsnets 2023-2032

Málsnúmer 2305024Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar drög að kerfisáætlun Landsnets 2023-2032 sem samanstendur af langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins, þriggja ára framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu. Frestur til að senda inn athugasemdir er til og með 30. júní 2023.
Bæjarráð fagnar hugmyndum Landsnets og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

30.Stytting vinnuviku í Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2210001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga skólastjóra að styttingu vinnuvikunnar í Tónlistarskóla Stykkishólms.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, enda hefur hún ekki aukin kostnað í för með sér.

31.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna dansleiks á Dönskum dögum

Málsnúmer 2306020Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Eflingar Stykkishólms kt.650895-2079 um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Stórdansleiks á Dönskum dögum sem halda á í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, Borgarbraut 4, 340 Stykkishólmi 24. júní 2023.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til áfengissölu vegna Danskra daga.

32.Sameining - Sveitarfélagið Stykkishólmur - Kosning í dreifbýlisráð

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um kosningu í dreifbýlisráð í Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 8. júní 2023. Lagt er til að boðað verði til kosning í dreifbýlisráð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að kosning verði 9. september og felur formanni kjörstjórnar í samvinnu við bæjarritara að útfæra nánar tilhögun kosninga og undirbúa hana að öðru leyti.
Fylgiskjöl:

33.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Stækkun golfskála

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samning við golfklúbbinn Mostra vegna sækkunar á golfskála og þjónustuhúsnæði tjaldsvæðis. Einnig er lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdana.
Bæjarráð veitir vilyrði fyrir greiðslu 20 milljóna, sem greiðsit á næstu tveimur árum og felur bæjarstjóra að útfæra það í samningi.

34.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2023-2026.
Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2023-2026 samþykktur og lagt til við bæjarstjórn að staðfesta hann.

35.Skipavík - deiliskipulag

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, með áorðnum breytingum, eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartímanum og drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við þeim. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega ny´tingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu.

Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fulltrúum H-lista afgreiðslur hafnarstjórnar og skipulagsnefndar og þar með samþykkir skipulagstillöguna með þeim breytingum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum H-lista samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Ragnheiður Harpa situr hjá.

36.Hafnsaga og önnur þjónusta við skip

Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer

Á 1. fundi hafnarstjórnar var lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa. Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn fól hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði eru og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi. Unnið hefur verið í samræmi við afgreiðslu hafnarstjórnar en nú þykir ljóst að erfiðlega hefur gengið að manna hafsögu. Vegna þessa er lögð til breyting á núgildandi reglugerð og lagt til að hún verði samþykkt sem tillaga til innviðaráðherra um breytingu á hafnarreglugerð Stykkishólmshafnar.

Á fjórða fundi sínum samþykkti hafnarstjórn tillöguna samhljóða.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á hafnsögu við Stykkishólmshöfn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

37.Hafnarstígur í norðuhluta hafnar við Súgandisey (umferðaröryggi)

Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugaðan hafnarstíg í norðuhluta hafnar við Súgandisey, en í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju. Fyrir liggur hönnun að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar til að bæta umferðaröryggi sem hugsað er sem samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í fyrirliggjandi hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju/Súgandiseyjargötu. Bæjarráð tók undir með skipulags- og bygginganefnd og vísaði málinu til vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur ítrekað bent á að brýnt sé að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hefur bæjarráð og bæjarstjórn tekið undir ákall hafnarstjórnar þar um.

Hafnarstjórn lagði á fjórða fundi sínum þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.

Hafnarstjórn benti í þessu sambandi á og tók undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir ályktun hafnarstjórnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

38.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.

Á fjórða fundi sínum lagði hafnarstjórn þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Hafnarstjórn taldi ljóst er að lagfæra þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun í samræmi við þetta.

Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð tekur undir umsögn hafnarstjórnar og felur bæjarstjóra að skrifa og senda umsögn.
Hilmar Hallvarðsson formaður skipulagsnefndar kom inn á fundinn.

39.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi í fl. 2- Lyngholt

Málsnúmer 2305002Vakta málsnúmer

Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.

Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.

Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Hilmar vék af fundi.

40.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi (fl. 1) - Skúlagata 23

Málsnúmer 2306003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Litalausna ehf. um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði við Borg vegna fyrirhugaðrar byggingar bílskúrs við Skúlagötu 23.

Byggingarreitur bílskúrs er skv. skipulagi norðan við hús sótt er um að færa hann sunnan við hús. Sótt er um að færa byggingareitinn samanber meðfylgjandi teikningu.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 12. fundi sínum, fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði við Borg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir skal grenndarkynna hana fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Skúlagata 21, 25, 26 og Laufásvegi 17 og óbyggðri lóð við Laufásveg 19.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

41.Saurar 9 deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar og Henning Lehmann fyrir hönd Vigraholts ehf. um gerð deiliskipulags fyrir Saura 9 (Vigraholt) og breytingu á landnotkun og/eða mörkum landnotkunarreita í aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.

Á 12. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Steinunn vék af fundi.

42.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2306002Vakta málsnúmer

Þ.B.Borg sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð sinni við Nesvegi 2 frá 25. maí 2023 til 31. desember 2024 og undanþágu frá 261 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um 12 mánuða hámarkstíma.

Á 12. fundi sínum samþykkri skipulagsnefnd að veita Þ.B. Borg stöðuleyfi til loka árs 2024 og þar með undanþágu frá 261. gr. byggingarreglugerðar.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar, en áréttar að stöðuleyfi séu einungis til 12 mánaða að jafnaði og um er að ræða undantekningartilvik með afgreiðslu þessari.
Steinunn kom aftur inn á fundinn.

43.Laufásvegur 21-31 afmörkun á lóð

Málsnúmer 2306019Vakta málsnúmer

Lögð beiðni Ágústs Hafsteinssonar, f.h. Eflingar stéttarfélags eiganda íbúða 21 og 23 í raðhúsi við Laufásveg 21-31, um liðsinni sveitarfélagsins er varðar lausn að hönnun lóðar framan við raðhúsið.

Á 12. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með hluthafandi aðilum.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

44.Skúlagata 7 - Klæðning

Málsnúmer 2306032Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að klæða Skúlagötu 7 (norðurhluti húss). Um er að ræða klæðningu úr lágrétt liggjandi báruáli. Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, óskar lóðarhafi eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort grenndarkynna skuli útlitsbreytingu í samræmi við gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð og 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 12. fundi sínum, fyrir sitt leyti að grenndarkynna útlitsbreytingu í samræmi við gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð fyrir lóðarhöfunm Skúlagötu 5, 6. 7a og 10. Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagssviði að grenndarkynna erindið í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar þegar fullnægjandi gögn hafi borist.

45.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar (R1)

Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu vestan Borgarbrautar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Brákar íbúðarfélagsi hses. á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, en markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.

Skipulagsnefnd samþykkri á 12. fundi sínum að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi vestan Borgarbrautar (R1) fyrir íbúðir fyrir Brák íbúðafélag hses. í kjölfar samþykktar umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar, þó að þannig að skoða skipulagsbreytingar austan Borgarbrautar í þessu sambandi.

46.Uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi - Stofnframlag

Málsnúmer 2306039Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. HMS óskar eftir því að bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti stofnframlag vegna umsóknar umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.

Þá er lagt fram erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði, sbr. lög nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag sveitarfélagsins til verkefnissins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

47.Uppbygging Víkurhverfis

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing og niðurstaða útboðs vegna Víkurhverfis, ásamt öðrum gögnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við BB og syni og aðra aðila og leggja fram tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Samþykkt með tveimur atkvæðum H-lista. Ragnheiður Harpa greiddi atkvæði á móti.

48.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu í bæjarstjórn verkefni um styrkingu leikskólastarfs. Farið yfir stöðu verkefnisins.
Erindinu vísað til næsta bæjarráðsfundaar.

49.Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 2306041Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði ásamt kynningarbréfi.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

50.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2306042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir erindið og þar með kostnaðarþátttöku í samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

51.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að lóðaleigusamningi fyrir Hamraenda 4. Áður hafði lóðarhafi Hamraenda 2-2A samþykkt breytingu á sinni lóð.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði og vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

52.Nýtt erindisbréf skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1902031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi Skóla- og fræðslunefndar Stykkishólms.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta það.

53.Fyrirspurn - Áskinn 6

Málsnúmer 2301029Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá Erlu Friðriksdóttur varðandi breytingar á lóðinni Áskinn 6. Við grenndarkynningu barst umsögn frá lóðarhöfum Ásklifs 7.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 11. fundi sínum, umsókn Erlu Friðriksdóttur um breytingu á lóðinni við Áskinn 6 úr þremur íbúðareiningum í fjórar með vísun í framkomnar athugasemdir er varða ósamræmi við byggðarmynstur sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Samkvæmt samþykktu lóðarblaði er heimilað að byggja einbýli, parhús eða þriggja eininga raðhús á einni hæð á lóðinni. Þar segir jafnframt að grenndarkynna þurfi hönnun húss á þessari lóð. Hafi lóðarhafi í hyggju að sækja um byggingarleyfi fyrir þriggja eininga raðhúsi þarf að grenndarkynna breytta uppdrætti. Nefndin mælist jafnframt til þess að hönnun húss taki mið af uppbroti í ásýnd sem m.a. er hægt að gera með uppbroti í klæðningu, skyggni eða bíslagi, millivegg utanhúss eða öðru sambærilegu.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

54.Hólar 5a - leiðrétting á skráningu

Málsnúmer 2305011Vakta málsnúmer

Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll Þórðarson sækja um að breyta skráningu Hóla 5a hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úr ræktunarlandi í landbúnaðarland. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landsspildan, sem er 3,2 ha, skilgreind sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leiti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísaði málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

55.Umsókn um stækkun lóðar Smiðjustígs 3

Málsnúmer 2303014Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Frímúrarastúkunnar Borgar um breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 3, sem m.a. er tilkomin vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við bygginguna.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leiti að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Smiðjustígs 3 og Smiðjustígs 4. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að ræða við lóðarhafa um mögulegar aðkomuleiðir að Smiðjustíg 4 að ofanverðu eða neðanverðu og leggja tillöguna að því búnu fyrir bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

56.Umsókn um stöðuleyfi - á hafnarsvæði

Málsnúmer 2305003Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæðinu frá 15. maí 2023 til 30. september 2023 og vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

57.Umsókn um stöðuleyfi - við Hólmgarð

Málsnúmer 2305004Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Kristínar Helgadóttur um stöðuleyfi fyrir pylsuvagni framan við Hólmgarð.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á plani framan við Hólmgarð frá 1. júní 2023 til 1. október 2023.
Bæjarráð samþykkir erindið.

58.Umsókn um skilti

Málsnúmer 2305001Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Huldu Hildibrands ehf. um skilti á grindverki sunnan við veitingahúsið Skipper, Þvervegi 2.

Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.

Skipulagsnefnd taldi skiltið, á 11. fundi sínum, ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin taldi jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?