Fara í efni

Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms

Málsnúmer 2209011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms þar sem félagið fer þess á leit við sveitarfélagið að fá umsjón með áningarhólfi við Skjöld og sjá um endurbætur á því og færslu girðingar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Vegna þröngs tímaramma felur bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn HEFST vegna málsins, afla viðeigandi umsagna vegna þess og umboð til þess að afgreiða erindið í samráði við oddvita beggja lista í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms þar sem félagið fer þess á leit við sveitarfélagið að fá umsjón með áningarhólfi við Skjöld og sjá um endurbætur á því og færslu girðingar.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið á 3. fundi sínum. Vegna þröngs tímaramma fól bæjarráð bæjarstjóra að funda með stjórn HEFST vegna málsins, afla viðeigandi umsagna vegna þess og umboð til þess að afgreiða erindið í samráði við oddvita beggja lista í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?