Fara í efni

Dreifbýlisráð

3. fundur 29. apríl 2024 kl. 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ragnar Ingi Sigurðsson formaður
  • Lára Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Álfgeir Marinósson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
  • Guðrún Reynisdóttir varamaður
  • Guðmundur Hjartarson varamaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Ingi Sigurðsson formaður
Dagskrá

1.Bjarnarhöfn - Uppskipting lands

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um, f.h. Brynjar Hildibrandssonar og Hrefnu Garðarsdóttur, landeiganda Bjarnarhafnar (L-136926, skráð 2209,9 ha) uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingu og breytingar á skráningum. Auk hnitsettra uppdrátta eru einnig lögð fram undirrituð og þinglýst jarðamörk Bjarnarhafnar og Selja (L-136957). 1. Bjarnarhöfn 4: 720,8 ha skiki. Var áður Bjarnarhöfn. (lögbýlið) 2. Bjarnarhafnarkirkja: 3712 m2 lóð. 3. Bjarnarhöfn 3: 694,2 ha skiki 4. Geldinganes: 83,6 ha skiki. 5. Stóra Hraun: 663,5 ha skiki. Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum. Bæjarráð staðfesti, á 19. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu dreifbýlisráðs. Bæjarstjórn saðfesti afgreiðsluna á 22. fundi sínum.
Dreifbýlisráð samþykkir fyrirhugaða uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum.

2.Áningarhólf fyrir hesta við Skjöld

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu færsla á girðingu við áningarhólf fyrir hesta í landi Skjaldar.
Dreifbýlisráð samþykkir samstarf við félagið um áningahólf í samræmi við erindi félagsins og færslu girðingar, með því skilyrði að um sé að ræða áningarhólf en ekki beitarhólf, en óskar eftir samráði við ráðið vegna fyrirhugaðrar færslu girðingar.

3.Samningur um refaveiðar

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu samningur um refaveiða fyrir árin 2023 - 2025.
Dreifbýlisráð óskar eftir umboði til viðræðna fyrir hönd sveitarfélagsins við veiðimenn vegna samninga um refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu og eftir atvikum gerð tillagna að reglum um veiðar á refum og minkum innan sveitarfélagsmarka.

4.Félagsheimilið Skjöldur

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af endurbótum á salerni í Félagsheimilinu Skildi.
Dreifbýlisráð fagnar þeirri uppbyggingu og þeim endurbótum sem eru hafnar af hálfu sveitarfélagsins á Félagsheimilinu Skildi og samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir um þau áform. Ráðið telur að með endurbótunum skapist forsendur til þess að geta nýtt þau tækifæri sem húsið býður upp á og glæða húsið aftur lífi með fjölbreyttu menningar- og viðburðastarfi.

5.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins

Málsnúmer 2310038Vakta málsnúmer

Lagðar fram á ný leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga, en með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Á 18. fundi sínum, fól bæjarráð bæjarstjóra að taka málefnið upp á vettvangi dreifbýlisráðs og óska eftir megináherslum frá ráðinu. Dreifbýlisráð vísaði málinu, á 2. fundi sínum, til frekari vinnslu í ráðinu.
Dreifbýlisráð vísar málinu til frekari vinnslu í ráðinu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?