Fara í efni

Bætt umferðaröryggi við gangbrautir í Stykkishólmi - Gangbrautarlýsing og blikkljósakerfi

Málsnúmer 2211028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmyndunum unnið hefur verið að er varðar bætt umferðaröryggi gangbrauta í Stykkishólmi og leggur fram kostnaðarmat og tillögu að lýsingu og skiltum við Grunnskólann í Stykkishólmi sem fyrsta skref í þeirri uppbyggingu, en lausnin felur í sér uppsetningu blikkljósa og tveggja ljósastaura sem veita eigi mesta birtu á þeirri hlið óvarins vegfaranda sem snýr að umferðinni en einnig minnstu ofbirtu fyrir ökumenn. Sveitarfélagið stefnir í framhaldinu að því að bæta umferðaröryggi víðar í bæjarfélaginu með sambærilegum hætti, með áherslu á umferðaröryggi barna, og er þá aðallega verið að horfa sem næsta skref að bæta umferðaröryggi á a.m.k. þremur stöðum á Aðalgötu í samstarfi við Vegagerðina.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Á 5. fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir hugmyndum sem unnið hefur verið að er varðar bætt umferðaröryggi gangbrauta í Stykkishólmi og lagði fram kostnaðarmat og tillögu að lýsingu og skiltum við Grunnskólann í Stykkishólmi sem fyrsta skref í þeirri uppbyggingu, en lausnin felur í sér uppsetningu blikkljósa og tveggja ljósastaura sem veita eigi mesta birtu á þeirri hlið óvarins vegfaranda sem snýr að umferðinni en einnig minnstu ofbirtu fyrir ökumenn. Sveitarfélagið stefnir í framhaldinu að því að bæta umferðaröryggi víðar í bæjarfélaginu með sambærilegum hætti, með áherslu á umferðaröryggi barna, og er þá aðallega verið að horfa sem næsta skref að bæta umferðaröryggi á a.m.k. þremur stöðum á Aðalgötu í samstarfi við Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,ÞE,JBJ og RMR

Bókun H-lista

Á síðasta kjörtímabili hófst markviss vinna að bættu öryggi og samgöngum gangandi vegfarenda í sveitarfélaginu í samræmi við þær áherslur sem H-listinn stendur fyrir, m.a. með bættum göngustígum og gerð umferðaröryggisáætlunar sem kom út í apríl á þessu ári. H-listinn fagnar framlögðum tillögum að bættu umferðaröryggi með lýsingu, skiltum og blikkljósum við helstu gangbrautir bæjarins og leggur áherslu á mikilvægi þess að halda verkefninu áfram.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir

Bókun Í-lista

Undirrituð fagna því að umferðaröryggi verði bætt við Grunnskóla Stykkishólms. Bætt umferðaröryggi við grunnskólann hefur ítrekað verið til umræðu enda mikil hætta þarna á ferð m.a. vegna ónægrar lýsingar og því orðið tímabært að framkvæmdir hefjist. Þá benda undirrituð á mikilvægi þess að halda þessari vinnu áfram og forgangsraða aðgerðum í kjölfrið til að bæta umferðaröryggi við gangbrautir á Aðalgötu.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?