Fara í efni

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

6. fundur 24. nóvember 2022 kl. 17:00 - 20:05 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5

Málsnúmer 2211007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar bæjarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 3

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Safna- og menningarmálanefnd - 1

Málsnúmer 2211004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Steinun vék af fundi.

5.Skipulagsnefnd - 4

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBJ og RMR





Steinun kom aftur inn á fundi.

6.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram 914. fundargerð sjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 206. fundar Breiðafjarðarnefndar, haldinn 23. ágúst 2022, og 207. fundar Breiðafjarðarnefndar, haldinn 20. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar 2021

Málsnúmer 2211004Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfundar Náttúrustofu Vesturlands sem fram fóru föstudagana 16. september sl. og 28. október sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Ályktanir Haustþings SSV

Málsnúmer 2211007Vakta málsnúmer

Ályktanir Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2022 lagðar fram til kynningar ásamt umsögn um frumvarp til fjárlaga 2023.
Framlagt til kynningar.

11.Ágóðahlutagreiðsla 2022

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Brunabótafélagi Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ hafi verið samþykkt að áfram muni hluti hagnaðar af starfsemi félagsins vera greiddur út til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 2211016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Skýrslan skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er fjallað um álag, vinnufyrirkomulag og kjör kjörinna fulltrúa. Í öðru lagi er fjallað um beinan stuðning við kjörna fulltrúa og fræðslu þeirra. Í þriðja og síðasta lagi er fjallað um upplýsingamiðlun, þátttöku/íbúalýðræði og uppbyggileg samskipti.
Lagt fram til kynningar

13.Almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2211030Vakta málsnúmer

Lögð fram greining VSÓ um almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi.
Lagt fram til kynningar.

14.Áform um breytingu á lögum menningarminjar - aldursfriðun mannvirkja

Málsnúmer 2211010Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um menningarminjar (aldursfriðun mannvirkja), mál nr. 141/2022 og nr. S-171/2022, þar sem lagt er til að endurskoðað verði aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í ágúst 2022 ásamt umsögnum sambandsins, dags. 15. ágúst 2022 og 6. október 2022, og Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2022, til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.
Jakob vék af fundi vegna tengsla.

15.Úrskurður ÚUA vegna deiliskipulags miðbæjar Stykkishólms

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna deiliskipulags miðbæjar Stykkishólms - reits austan Aðalgötu.

Lóðarhafi Víkurgötu 5 kærði þá ákvörðun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 9. desember 2021 að samþykkja deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms - reitur austan Aðalgötu. Hann krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi en ella að sá hluti deiliskipulagsins sem lúti að tilfærslu á mörkum lóðanna Víkurgötu 3 og 5 yrði felldur úr gildi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Stykkishólms frá 9. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
Jakob kom aftur inn á fundinn.

16.Úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.

Fjórar kærur lágu fyrir frá lóðarhöfum við Nestún sem kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.

Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBJ,RIS og RMR

Bókun:
Undirrituð furða sig á því að ekki hafi verið boðað til sérstaks bæjarstjórnarfundar eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Málið hefur verið kynnt í nefndum bæjarins en er fyrst að koma á dagskrá bæjarstjórnar núna.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Fundarhlé.

Bókun H-lista

Í fyrirliggjandi úrskurði taldi nefndin að aðalskipulag sveitarfélagsins gerði ráð fyrir deiliskipulagningu athafnasvæða og hafnarsvæða áður en byggingarleyfisumsókn sé samþykkt og því sé ekki heimilt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn og aðaluppdrætti á þessum svæðum líkt og gert var í því tilviki. Fyrir liggur að sátt hefur verið um það að afgreiða mál með þessum hætti á öðrum svæðum í sveitarfélaginu þrátt fyrir fyrirliggjandi orðlag í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nú síðast í ágúst 2022, en einnig fyrr á þessu ári, þar sem samþykkt var að grenndarkynna lóðarumsóknir með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um. Hér er því ekki um að ræða áfellisdóm yfir málsmeðferð sveitarfélagsins í þessu einstaka máli heldur málsmeðferð sveitarfélagsins í þessum málum frá því að aðalskipulagið var samþykkt árið 2002. Á þessum mistökum verða núverandi og fyrrum bæjarfulltrúar, sem tekið hafa þátt í að samþykkja þessa málsmeðferð, sem og starfsmenn sveitarfélagsins að læra af og taka með sér og miða við þegar það horft er til framtíðar og til nýrra áforma sem munu koma á borð sveitarfélagins og varða uppbyggingu í sveitarfélaginu á athafnar- og hafnarsvæðum.
Gríðarleg tækifæri eru í dag og til lengri framtíðar til atvinnuuppbyggingu á svæðinu byggða á þeim möguleikum sem felast í þörungavinnslu og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða úr Breiðafirði. H-listinn vill að sveitarfélagið verði leiðandi í þeirri vegferð og vill koma til móts við framtíðina sem fyrst með því að koma á fót umhverfisvænni atvinnuuppbyggingu þörungavinnslu á svæðinu þannig að hægt sé að hefja framleiðslu á vörum með jákvæðum umhverfisáhrifum. Um það ríkir almenn sátt í samfélaginu.

H-listinn
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir


18.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 2211033Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk Umhverfisstofnunar um tilnefningar í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Tilnefningar óskast eigi síðar en 21. nóvember n.k.

Bæjarráð tilefndi, á 5. fundi sínum, Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóra, sem aðalmann, og Steinunni Magnúsdóttur, sem varamann.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

19.Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins komu til fundar við bæjarráð á 5. fundi ráðsins og kynntu þær breytingar sem fyrir höndum eru ásamt væntanlegum þjónustubreytingum o.fl. hjá sveitarfélaginu vegna þessa.

Bæjarráð samþykkti að boðað verði til íbúafundar og kynntar breytingar á flokkun og endurvinnslu úrgangs. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni. Settar verða 2-3 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu fyrir textil, málma og gler. Jafnfræmt fól bæjarráð bæjarstjóra að ganga til samninga um að framlengja samning við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir að haldið verði íbúafundur um hringrásarhagkerfið. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni.

Bæjarstjórn samþykkir að setttar verði upp 2-3 grendarstöðvar fyrir málma, gler og textil.

Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri gangi til samninga við framlengingu samnings við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

20.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 178. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands. Sveitarstjórnir þurfa að samþykkja fjárhagsáætlun skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en gjaldskrá er gefin út af heilbrigðisnefnd.

Bæjarráð samþykkti á 5. fundi sínum, fyrirliggjandi fjárhagsramma sem fram kemur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

21.Skólastarf leikskólans um jólin 2022

Málsnúmer 2211002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög skólastjórnenda að bréfi til foreldra varðandi afslátt af gjöldum milli jóla og nýárs og þrjá daga fyrir jólin.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, fyrirkomulag opnunar skólans fyrir jól og milli jóla og nýárs í samræmi við erindi skólastjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

22.Þjóðhátíðarnefnd

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhalda 17. júní 2023. Bæjarráð vísaði kjöri í Þjóðhátíðarnefnd til bæjarstjórnarfundar.
Fulltrúar í þjóðhátíðarnefnd

Rebekka Rán Karlsdóttir formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Ólafur Ólafsson
Silja Sigurjónsdóttir
Bjarni Þormar Pálsson
Ingibjörg Edda Birgisdóttir
Kristján Hildibrandsson
Íris Fönn Pálsdóttir
Lilja Ýr Víglundsdóttir
Elvar Már Eggertsson

23.Umsögn vegna nýs lyfjasöluleyfis

Málsnúmer 2211021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þar sem Lyfjastofnun óskar eftir umsögn Stykkishólmsbæjar um umsókn um nýtt lyfsöluleyfi.

Bæjarráð gerði, á 5. fundi sínum, ekki athugasemdir við veitingu nýs lyfsöluleyfi fyrir Lyfju í Stykkishólmi.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

24.Víkurgata 7 - lóðaleigusamningur

Málsnúmer 2211022Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar lóðaleigusamningur við lóðarhafa Víkurgötu 7 bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Bæjarstjórn samþykkir lóðarleigusamning við lóðarhafa Víkurgötu 7.

25.Bætt umferðaröryggi við gangbrautir í Stykkishólmi - Gangbrautarlýsing og blikkljósakerfi

Málsnúmer 2211028Vakta málsnúmer

Á 5. fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir hugmyndum sem unnið hefur verið að er varðar bætt umferðaröryggi gangbrauta í Stykkishólmi og lagði fram kostnaðarmat og tillögu að lýsingu og skiltum við Grunnskólann í Stykkishólmi sem fyrsta skref í þeirri uppbyggingu, en lausnin felur í sér uppsetningu blikkljósa og tveggja ljósastaura sem veita eigi mesta birtu á þeirri hlið óvarins vegfaranda sem snýr að umferðinni en einnig minnstu ofbirtu fyrir ökumenn. Sveitarfélagið stefnir í framhaldinu að því að bæta umferðaröryggi víðar í bæjarfélaginu með sambærilegum hætti, með áherslu á umferðaröryggi barna, og er þá aðallega verið að horfa sem næsta skref að bæta umferðaröryggi á a.m.k. þremur stöðum á Aðalgötu í samstarfi við Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,ÞE,JBJ og RMR

Bókun H-lista

Á síðasta kjörtímabili hófst markviss vinna að bættu öryggi og samgöngum gangandi vegfarenda í sveitarfélaginu í samræmi við þær áherslur sem H-listinn stendur fyrir, m.a. með bættum göngustígum og gerð umferðaröryggisáætlunar sem kom út í apríl á þessu ári. H-listinn fagnar framlögðum tillögum að bættu umferðaröryggi með lýsingu, skiltum og blikkljósum við helstu gangbrautir bæjarins og leggur áherslu á mikilvægi þess að halda verkefninu áfram.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir

Bókun Í-lista

Undirrituð fagna því að umferðaröryggi verði bætt við Grunnskóla Stykkishólms. Bætt umferðaröryggi við grunnskólann hefur ítrekað verið til umræðu enda mikil hætta þarna á ferð m.a. vegna ónægrar lýsingar og því orðið tímabært að framkvæmdir hefjist. Þá benda undirrituð á mikilvægi þess að halda þessari vinnu áfram og forgangsraða aðgerðum í kjölfrið til að bæta umferðaröryggi við gangbrautir á Aðalgötu.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

26.Stofnun Safnaklasa Vesturlands

Málsnúmer 2211026Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sigursteins Sigurðssonar, menningar- og velferðarfulltrú SSV, vegna stofnunar Safnaklasa Vesturlands ásamt tengdum gögnum. En krafa um aukið samstarf safna kemur víða fram í opinberum stefnum og áætlunum.

Á 1. fundi safna- og menningarmálanefndar teldi nefndin mikilvægt að ná samstöðu um þessi mál á Vesturlandi og tók jákvætt í erindið. Safna- og menningarmálanefnd lagði jafnframt áherslu á að kynna þurfi málið vel fyrir bæjarstjórnum og forstöðumönnum safna á Vesturlandi.

Bæjarráð tók, á 5. fundi sínum, undir umsögn safna- og menningarmálanefndar og samþykkir aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

27.Stefnumótun í sjávarútvegi (sjávarútvegsstefna)

Málsnúmer 2211013Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlega aflahlutdeild án framsalsréttar, enda verði hún bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.

Bæjarráð tók, á 5. fundi sínum, undir og staðfesti afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar með þó með þeirri breytingu að framsalsréttur verði heimilaður innan svæðisins. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn hefur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu bæjarráðs.

Ragnar Már sat hjá.

Til máls tóku:HH,HG,JBJ,RMR og RHS

Fundarhlé.

28.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf stjórnar Bátafélagsins Ægis til matvælaráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2022.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 2. fundi sínum, undir sjónarmið Bátafélagsins Ægis sem fram koma í framlögðu bréfi til matvælaráðuneytis og hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að fylgja bréfinu eftir gagnvart matvælaráðherra og þingmönnum kjördæmisins.

Bæjarráð tók undir og staðfesti afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og RHS

Bókun:
Undirrituð taka undir bréfið sem Bátafélagið Ægir sendir til Stykkishólms og Helgafellsveitar og telja þörf á því að fundin verði lausn á því máli. Hins vegar teljum við að grásleppukvóti ætti að vera óframseljanlegur annars er hætt við að hann verði seldur af svæðinu.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

29.Hólar 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hannesar Páls Þórðarsonar um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022, ásamt afgreiðslu skipulagsnefndar vegna málsins sem bæjarráð samþykkti á 5. fundi sínum.

Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.

30.Hraunháls - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022, ásamt afgreiðslu skipulagsnefndar vegna málsins sem bæjarráð samþykkti á 5. fundi sínum.

Í samræmi við afgreislu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.

31.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða, á 4. fundi sínum, að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 5. fundi sínum. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.

Til máls tóku:HH,JBJ og RMR


Viðbótartillaga:
Undirrituð leggja til að leitað verði umsagnar hjá Heilbrigðseftirliti Vesturlands áður en deiliskipulagsvinnan hefst.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir

Fundarhlé.

Breytingartillaga bæjarstjóra við viðbótartillögu Í-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði samráðs við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands við vinnslu á lýsingu og tillögu deiliskipulags á hafnarsvæði Skipavíkur.

Samþykkt samhljóða.

32.Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf ungmennaráðs. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, fyrirliggjandi erindisbréf og samþykkti að ráðið geti hafið störf. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku: HH og RHS

Undirrituð fagna því að vel hafi verið tekið í erindi Snæfells og erindisbréfi ungmennaráðs breytt á þá vegu að ungmennaráð kjósi sér sjálft formann eins og áður var. Undirrituð vísa til tillögu Í-listann frá 4. bæjarstjórnarfundi þann 22. september 2022.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

33.Kjör nefnda í samræmi við samþykktir sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að kjósa þarf nýja fulltrúa í skipulagsnefnd og kjörstjórn.
Aðalmaður í skipulagsnefnd í stað Guðrúnar Svönu Pétursdóttur er Kári Geir Jensson.

Kjörstjórn
Guðrún Hauksdóttir formaður í stað Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar
Gísli Pálsson varamaður í stað Guðrúnar Hauksdóttur

34.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBJ,SIM,HG og RMR

Tillaga
Bæjarfulltrúar Í listans að verkið verði boðið út.
Í lIstinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Samþykkt að vísa tillögu til bæjarráðs.

35.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2211035Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínunm, viðauka 4 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Til máls tóku: HH og HG

Viðauki 4
Viðauki 4 kemur til vegna þess að taka þarf inn í bókhaldið samstarfsfélög sem gætu haft veruleg áhrif á reikninga sveitarfélagsins. Þessar aðgerðir hafa jákvæð áhrif á lykiltölur ársreiknings en er ekki fé í hendi. Endurskoðandi hefur farið yfir öll samstarfsfélög og eru tvö félög tekin inn, þ.e. Félags- og skólaþjónustan annars vegar og Náttúrustofa Vesturlands hins vegar. Báðar stofnanir eru reknar réttu megin við núllið og heildaráhrifin eru auknar rekstrartekjur upp á 93,8 milljón kr. og aukin gjöld upp á 92,6 milljón kr. sem skilar betri rekstrarniðurstöðu upp á ríflega 1,2 milljónir og hærra veltufé frá rekstri upp á ríflega 1,7 milljónir. Einnig verða áhrif af þessu á skuldahlutfall og skuldaviðmið sem gæti lækkað um 4-5%.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson


36.Viðauki 5 við Fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2211036Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, viðauka 5 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum, en þrír sátu hjá.

Til máls tóku: HH,JBJ og HG

Viðauki 5.
Viðauki 5 er með auknar rekstrartekjur upp á 53,1 milljón kr. að stærstum hluta vegna aukningar á útsvari og aukin gjöld upp á 31,4 milljón kr. sem skýrist af stærstum hluta af hækkun í skipulagsmálum upp á tæpar 8,3 milljón kr. og svo hækkun á sameiginlegum kostnaði upp á 8 milljón kr. þar af 4 milljón kr. í sérfræðiþjónustu, 2 milljón kr. í lögfræðiþjónustu og 2 milljón kr. í aukin laun bæjarstjórnar sem er tilkomin vegna sameiningar. Heildaráhrifin er betri rekstrarniðurstaða upp á tæpar 21,7 milljón kr. og er áætluð rekstrarniðurstaða ársins nú tap upp á 98,8 milljónir.
Í viðaukanum eru einnig nokkrar breytingar í heimildum til framkvæmda. Bætt er við heimildum upp á 26,5 milljónir kr. þar af 24,5 milljónum kr. á þau verk sem þegar eru hafin svo að hægt sé að ljúka þeim á árinu og vegur þar hæst breytingar á aðstöðu í kjallara grunnskólans upp á 10 milljón kr. Ef skoðuð er staða framkvæmda sem búið er að hefja á árinu, þá er búið að framkvæma fyrir 71,7 milljón kr. en heimild er upp á 174,2 milljónir og því eru heimild upp á 102,5 milljón kr. enn til staðar, þar vegur mest flutningur á Hjúkrunarrýmum þar sem er heimild upp á 50 milljónir og innan við milljón skráð. Framkvæmdir sem eru ekki hafnar eru með heimild upp á 17 milljónir og ekki ljóst hvernig þær þróast það sem eftir er ársins.
Einnig er gert ráð fyrir tekjum upp á 57,5 milljónir í formi Gatnagerðagjalda og styrkja og er það hækkun upp á 2,5 milljón kr. Af því er búið að innheimta 34,2 milljón kr. og eftirstöðvar þá 23,3 milljón kr. þar af 17,5 milljón kr. styrkir sem eru háðir framgangi verka.
Lántökur á árinu eru 100 milljón kr. og eru ekki frekari heimild til staðar, þær framkvæmdir sem farið verður í það sem eftir lifir ári munu því ganga á handbært fé.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

37.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum.

Fundi slitið - kl. 20:05.

Getum við bætt efni síðunnar?