Ágangur búfjár
Málsnúmer 2302001
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023
Lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, ásamt leiðbeiningum þáverandi Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarstjórna um hvernig skyldi fara með beiðnir um smölun skv. IV. kafla laganna og álit Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að taka þyrfti fyrrgreindar leiðbeiningarnar til endurskoðunar þar sem ekki væri unnt að gera þær kröfur til landeiganda að þeir friði landsvæði sitt skv. ákvæðum laga um búfjárhald ef þeir væru ósáttir við ágang búfjár á landareign sinni. Þá er jafnframt lagður fram úrskurður Dómsmálaráðuneytisins sem byggði á áliti umboðsmanns þar sem gerð var krafa til lögreglustjóra að sinna slíkum beiðnum um smölun eignarlanda kæmu þær fram.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.