Fara í efni

Bæjarráð

19. fundur 22. febrúar 2024 kl. 14:30 - 19:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Dreifbýlisráð - 2

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá öðrum fundi dreifbýlisráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 11

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 11. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaráð - 4

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulagsnefnd - 19

Málsnúmer 2401005FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Lóðarumsóknir í Víkurhverfi

Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer

Lagðar fram þrjár lóðarumsóknir Skipavíkur í Víkurhverfi. Um er að ræða lóðirnar Imbuvík A,B og Ð.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum A, B og Ð samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi í Víkurhverfi til Skipavíkur ehf. í samræmi við fyrirliggjandi göngn með fyrirvara um frágang endanlegra lóðarblaða, hæðarkóta, og þeirra skipulagsbreytinga sem unnið er að í Víkurhverfi.

Sveitarfélagið vekur athygli lóðarhafa á því að samkvæmt verkáætlun eru verklok vegna jarðvinnu við götur í hinu nýja hverfi, ásamt lagningu rafmagns-, frárennslis-, vatns-, hitaveitu-, og fjarskiptalagna, áætluð 15. júní 2024.

6.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 941. fundar stjórnar sambandsins frá 12. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 220. fundar breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Slit á einkahlutafélagi

Málsnúmer 2401038Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um slit á einkahlutafélagi.
Lagt fram til kynningar.
Sigurbjartur Loftsson kom á fund

9.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson kemur til fundar við bæjarráð og ræðir lóðamál í Stykkishólmi.
Sigurbjartur Loftsson gerði grein fyrir sínum hugmyndum og tillögum og þakkar bæjarráð honum kærlega fyrir komuna og veita ráðinu innsýn inn í sínar hugmyndir og tillögur.
Sigurbjartur Loftsson víkur af fundi

10.Viljayfirlýsing vegna skipta á lóðum

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Isea ehf. vegna skipta á lóðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga frá félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt núgildandi reglum um akstursþjónustu aldraðara og gjaldskrá.Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að vísa reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með fulltrúum sveitarfélaga sem aðild eiga að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með það að markmiði að aðlaga, samræma og ná sameiginlegri sýn á þessi mál og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

12.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna úttektar á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa.
Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er að stað og lýsir yfir vilja sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í fyrirhuguðu samtali um áherslur og framtíðarsýn hvað varðar samvinnu ríkis og sveitarfélaga í starfsemi náttúrustofa.
Einar Strand kom á fund.

13.Eldvarnir og eldvarnareftirlit í stofnunun sveitarfélagsins

Málsnúmer 2402002Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri mætir til fundar og gerir grein fyrir stöðu brunavarnakerfa í stofnunum sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að eldvarnir- og eldvarnareftirlit uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til slíkra mála hjá sveitarfélaginu, sérstaklega í þeim mannvirkjum sem börn nýta hvað mest. Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að leggja tillögu að úrlausn þessara mála fyrir næsta fund bæjarráðs og eftir atvikum til næsta viðauka sé um að ræða kostnaðarauka sem er umfram núverandi fjárheimildir.
Einar Strand víkur af fundi

14.Gönguferðabók um Stykkishólm

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Guðjóni Friðrikssyni um gönguferðabók um Stykkishólm.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og vísar endanlegri afgreiðslu fjárheimilda til afgreiðslu í næsta viðauka.

15.Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna

Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Mílu ehf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara um Aðalgötu, Árnatún, Höfðagötu, Lágholt, Silfurgötu, Skólastíg og Sundabakka.
Bæjarráð samþykkir að veita Mílu framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um Aðalgötu, Árnatún, Höfðagötu, Lágholt, Silfurgötu, Skólastíg og Sundabakka og felur verkefnastjóra framkvæmda- og eigna og bæjarverkstjóra að fylgja á eftir málinu og hafa eftirlit með frágangi og framkvæmdum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

16.Ágangur búfjár

Málsnúmer 2302001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Matvælaráðuneytinu sem sent var á sveitarfélög 14. febrúar 2024. Þá er lagður fram úrskurður innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN2120135 sem gæti haft fordæmisgildi fyrir málsmeðferð sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu í Landbúnaðarnefnd og felur nefndinni eða fulltrúum úr landbúnaðarnefnd umboð til þess að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í þessum málaflokki og funda með öðrum sveitarfélögum sem aðild eiga að fjallskilasamþykkt til þess að samræma túlkun og afstöðu sveitarfélaganna vegna málsins.

17.Lántaka

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn sveitarfélagsins um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðrar lántöku:

Lánssamningur nr. 2403_07.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatnaframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lánssamningur nr. 2403_06.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atvkæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.

18.Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer

Löfð fram kröfulýsingu ásamt tilkynningu frá óbyggðanefnda þar sem gert er tilkall til flestra eyja og skerja á Breiðafirði.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

19.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Alta að nálgun við gerð nýs aðalskipulags ásamt tilboði í verkið.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að semja við ráðgjafa á grundvelli fyrirliggjandi gagna í samræmi við umræður á fundinum sem miðuðu aðallega að því að afmarka nánar verkefnið, með fyrirvara um samþykki fyrir verkefninu í næsta viðauka og staðfestingu Skipulagsstofnunar á kostnaðarþátttöku.
Sigrún Þórsteinsdóttir kom á fund

20.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskólans í Stykkishólmi mætir til fundar við bæjarráð vegna undirbúnings skóladagatals 2024-2025.
Bæjarráð þakkar skólastjóra yfirferðina og lýsir ánægju yfir jákvæðum áhrifum sem vinna sveitarfélagsins við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi og fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem unnið er eftir hefur haft á starfsemi leikskólans. Bæjarráð samþykkir tvo undirbúningsfundi fyrir skólaárið 2024-2025 sem lið af aðgerðaráætlun sveitarfélagsins, en öðrum aðgerðum er þegar lokið eða í vinnslu. Aðgerð sem snýr að Ragnbogalandi þarfnast hins nánari skoðun og útfærslu hjá skóla- og fræðslunefnd. Bæjarráð vekur sérstaka athygli á því að það stendur til að leggja grunn að húsnæði í skógræktinni í sumar og byggja upp á næsta ári.
Sigrún Þórsteinsdóttir víkur af fundi
Heimir Eyvindarson kom á fund

21.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kemur til fundar við bæjarráð til þess að ræða um áherslur í starfi skólans á næsta skólaári.
Bæjarráð þakkar skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi fyrir yfirferð á starfi skólans og fyrirhuguðu skólastarfi á næsta skólaári. Við skipulag skólastarfs næsta skólaárs leggur bæjarráð áherslu á almennt aðhald í rekstri, í samræmi við umræður á fundinum.
Heimir Eyvindarson víkur af fundi

22.Starf skólastjóra - auglýsing

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, með þeirri breytingu að Ragnar Már Ragnarsson verði í stað Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur í hæfninefnd, og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

23.Starf bæjarritara - auglýsing

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að honum verði falið að leggja grunn að breytingum á áherslum í starfi bæjarritara og legg til drög að nýrri starfslýsingu fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

24.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein frá stöðu verkefnisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Kristín skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.

25.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem samþykkt var að auglýsa í janúar, ásamt kynningu fulltrúa lóðarhafa frá íbúafundi 6. febrúar 2024 og öðrum gögnum, en í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins breytt úr athafnasvæði í verslun og þjónustu þar sem einnig verður heimilað að vera með íbúðir. Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við bæjarráð til þess að fara yfir áherslur sveitarfélagsin við mótun vinnslutillögu og uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Einar Strand kemur á fundinn

26.Lausafjármunir sveitarfélagsins

Málsnúmer 2402020Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir um endurskipulag á tækjakosti sveitarfélagsins sem miðar að því að nýta mannauð og tækjakost sem best. Til fundar við bæjarráð kemur umsjónamaður bifreiða sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun að tækjakosti sveitarfélagsins í samræmi við umræðu á fundinum, en nauðsynlegt er að greina nánar fjárhagsleg áhrif breytinganna og verður tekin endanleg ákvörðun hvað þetta varðar í næsta viðauka.
Einar Strand víkur af fundi

27.Saurar 9 deiliskipulag (Vigraholt)

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lagðar fram vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.Á 19. fundi skipulagsnefndar kynntu landeigendur og skipulagsráðgjafar þeirra tillögurnar fyrir nefndinni. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.Nefndin kallaði einnig eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að vinnslutillaga vegna aðalskipulagsbreytingar verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 19. fundi sínum þann 30. nóvember sl að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundir voru haldnir 19. desember og 11. janúar.Á 19. fundi skipulagsnefndar var lögð fram samantekt af athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma vegna tillögunnar ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svörum og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum svörum og koma þeim á framfæri við viðeigandi aðila. Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og að ferlinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Afgreiðsla samþykkt með tveimur atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.

29.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsnefndar var lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillaga að svörum nefndarinnar.Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og var því hvorki kynnt skipulagslýsing né vinnslutillaga í samræmi við 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 13.12.2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundur var haldinn 19. desember sl.Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum, m.a. að lágmarka rask á náttúrulegu yfirborði, þ.m.t. birkiskógi og kjarri, votlendi og sjávarfitjum og huga að mótvægisaðgerðum reynist nauðsynlegt að fjarlægja birkiskóg/kjarr. Þá lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja að deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og að ferlinu verði lokið í samræmi við 1.mgr.42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

30.Bjarnarhöfn - Uppskipting lands

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um, f.h. Brynjar Hildibrandssonar og Hrefnu Garðarsdóttur, landeiganda Bjarnarhafnar (L-136926, skráð 2209,9 ha) uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingu og breytingar á skráningum. Auk hnitsettra uppdrátta eru einnig lögð fram undirrituð og þinglýst jarðamörk Bjarnarhafnar og Selja (L-136957).1. Bjarnarhöfn 4: 720,8 ha skiki. Var áður Bjarnarhöfn. (lögbýlið)

2. Bjarnarhafnarkirkja: 3712 m2 lóð.

3. Bjarnarhöfn 3: 694,2 ha skiki

4. Geldinganes: 83,6 ha skiki.

5. Stóra Hraun: 663,5 ha skiki.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu dreifbýlisráðs.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

31.Viti í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Lárussonar um mögulega endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann. Hjálagt er lýsing af vitanum ásamt teikningum.Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

32.Hólar 5a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um heimild sveitarfélags til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og deiliskipulag fyrir Hóla 5a, sem er 3,2 ha spilda í landi Hóla. Spildan er í dag skráð sem landbúnaðarland og fylgja byggingarheimildir heimildum Hólajarðarinnar skv. skipulagsskilmálum aðalskipulags.Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti að heimila landeigendum Hóla 5a að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a í samræmi við 40-42. gr. laganna.Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð og fyrirhuguð deiliskipulagsgerð feli í sér heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús á Hólum 5a.Nefndin gerði jafnframt kröfu um að deiliskipulagið verði í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á Hólajörðinni í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi fyrir landbúnaðarsvæði, íbúðarbyggð og frístundabyggð. Jafnframt gerði nefndin kröfu um að framtíðarskipulag fyrir jörðina taki mið af heildarsamhengi uppbyggingar þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

33.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.Þá er lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati áumhverfisáhrifum ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um málið, ásamt öðrum gögnum sem tengjast málinu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallast á umsögn/tillögu skipulagsfulltrúa, dags. 21. febrúar 2024, um útgáfu framkvæmdaleyfis, og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Kristín Vék af fundi.
Rannveig forstöðumaður Höðaborgar kom inn á fundinn.

34.Gjaldskrá - Höfðaborg

Málsnúmer 2402021Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir þjónustu Höfðaborgar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá með þeirri breytingu að almennt gjald hækki um 500 kr. og leggur til við bæjarstjórn samþykkja gjaldskránna með áorðnum breytingum.
Rannveig vék af fundi.

35.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.

36.Sjálfbærnistefna Snæfellsness

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Lögð fram sjálfbærnistefna Snæfellsness sem jafnframt verður lögð fram til samþykktar hjá öllum sveitarstjórnum meðlima Byggðasamlags Snæfellinga.
Bæjarráð samþykkir stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

37.Sala á ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Helgafellssveitar

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Lagt er fram kauptilboð frá Mílu hf. og drög kaupsamningi vegna áforma um sölu á ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Helgafellssveitar til Mílu hf. í kjölfar viðræðna við félagið undanfarna mánuði ásamt öðrum gögnum sem tengjast umræddri sölu. Gert er ráð fyrir að Míla hf. taki yfir réttindi og skyldur gagnaveitunnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Lagt er til að salan verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi gagna og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá sölunni í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þar með talið að fara með hluthafavald sveitarfélagsins á hluthafafundi Gagnaveitu Helgafellssveitar ehf., kt. 650414-1520.
Bæjarráð samþykkir sölu á Gagnaveitu Helgafellssveit í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við bæjarstjórn samþykkja hana og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá sölunni í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þar með talið að fara með hluthafavald sveitarfélagsins á hluthafafundi Gagnaveitu Helgafellssveitar ehf., kt. 650414-1520.

38.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi.
Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga á samstarfi og fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir kynningum frá Parka lausnum og Green parking.

39.Staða byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Á 21. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að skipa aðalmenn í bæjarráð í hæfninefnd vegna ráðningar byggingarfulltrúa. Lagt er til breyting á skipan hæfninefndar þannig að Ragnar Már Ragnarsson, varamaður í bæjarráði, taki sæti Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur, sem er aðalmaður í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?