Fara í efni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Málsnúmer 2304026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsögn sveitarfélagsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Lagt fram til kynningar.

Bókun Í-lista:
Undirritaður telur að það þjóni ekki hagsmunum sveitarfélagsins til langs tíma að kvótasetja grásleppuveiðar.

Lárus Ástmar Hannesson

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál.

Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fyrri umsagna og ályktana sveitarfélagsins um málið.
Getum við bætt efni síðunnar?