Fara í efni

Umsókn um skilti

Málsnúmer 2305001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 11. fundur - 10.05.2023

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Huldu Hildibrands ehf. um skilti á grindverki sunnan við veitingahúsið Skipper, Þvervegi 2.

Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.
Skipulagsnefnd telur skiltið ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin telur jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Huldu Hildibrands ehf. um skilti á grindverki sunnan við veitingahúsið Skipper, Þvervegi 2.

Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.

Skipulagsnefnd taldi skiltið, á 11. fundi sínum, ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin taldi jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Huldu Hildibrands ehf. um skilti á grindverki sunnan við veitingahúsið Skipper, Þvervegi 2.

Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.

Skipulagsnefnd taldi skiltið, á 11. fundi sínum, ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin taldi jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.

Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn telur ekki þörf á sérstakri afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem skipulagsnefnd hefur umboð til ákvörðunar, eftir tillögur þar um frá skipulags- og byggingarfulltrúa, í samræmi við reglur um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta í sveitarfélaginu. Samkvæmt reglunum er heimilt að áfrýja niðurstöðu til skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?