Fara í efni

Skipulagsnefnd

11. fundur 10. maí 2023 kl. 16:30 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) formaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Lyngholt

Málsnúmer 2305002Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.
Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða viðkvæmt svæði hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

2.Fyrirspurn - Áskinn 6

Málsnúmer 2301029Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá Erlu Friðriksdóttur varðandi breytingar á lóðinni Áskinn 6. Við grenndarkynningu barst umsögn frá lóðarhöfum Ásklifs 7.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn Erlu Friðriksdóttur um breytingu á lóðinni við Áskinn 6 úr þremur íbúðareiningum í fjórar með vísun í framkomnar athugasemdir er varða ósamræmi við byggðarmynstur sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Samkvæmt samþykktu lóðarblaði er heimilað að byggja einbýli, parhús eða þriggja eininga raðhús á einni hæð á lóðinni. Þar segir jafnframt að grenndarkynna þurfi hönnun húss á þessari lóð. Hafi lóðarhafi í hyggju að sækja um byggingarleyfi fyrir þriggja eininga raðhúsi þarf að grenndarkynna breytta uppdrætti. Nefndin mælist jafnframt til þess að hönnun húss taki mið af uppbroti í ásýnd sem m.a. er hægt að gera með uppbroti í klæðningu, skyggni eða bíslagi, millivegg utanhúss eða öðru sambærilegu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
GDP situr hjá vegna tengsla

3.Leiðrétting á skráningu - Hólar 5a

Málsnúmer 2305011Vakta málsnúmer

Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll Þórðarson sækja um að breyta skráningu Hóla 5a hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úr ræktunarlandi í landbúnaðarland. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landsspildan, sem er 3,2 ha, skilgreind sem landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísar málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.

4.Umsókn um breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 3

Málsnúmer 2303014Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Frímúrarastúkunnar Borgar um breytingu á lóðarmörkum Smiðjustígs 3, sem m.a. er tilkomin vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við bygginguna.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Smiðjustígs 3 og Smiðjustígs 4. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að ræða við lóðarhafa um mögulegar aðkomuleiðir að Smiðjustíg 4 að ofanverðu eða neðanverðu og leggja tillöguna að því búnu fyrir bæjarstjórn.

5.Umsókn um stöðuleyfi - á hafnarsvæði

Málsnúmer 2305003Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæðinu frá 15. maí 2023 til 30. september 2023 og vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.

6.Umsókn um stöðuleyfi - við Hólmgarð

Málsnúmer 2305004Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Kristínar Helgadóttur um stöðuleyfi fyrir pylsuvagni framan við Hólmgarð.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á plani framan við Hólmgarð frá 1. júní 2023 til 1. október 2023.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Hólar 5a

Málsnúmer 2305008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Bryndísar Stefánsdóttur og Hannesar Páls Þórðarsonar um stöðuleyfi vegna 15 m2 bjálkakofa á landi Hóla 5a.

Um er að ræða ósamsettann bjálkakofa sem hefur áður verið settur upp og tekinn aftur niður. Þar sem að kofinn liggur undir skemmdum ósamsettur, er óskað eftir stöðuleyfi til að stilla honum upp til að koma í veg fyrir skemmdir.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir samsettan bjálkakofa á landi Hóla 5a frá 15. maí 2023 til 15. maí 2024 (12 mán.).

8.Umsókn um skilti

Málsnúmer 2305001Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Huldu Hildibrands ehf. um skilti á grindverki sunnan við veitingahúsið Skipper, Þvervegi 2.

Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.
Skipulagsnefnd telur skiltið ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin telur jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.

9.Landfyllingar, jarðmótun og manir

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Lagar eru fram til kynningar tillögur að landfyllingum, jarðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti á 11. fundi fyrirliggjandi tillögur að landfyllingum, jaðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins og vísaði málinu til frekari vinnslu og útfærslu hjá skipulagsfulltrúa. Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest af bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögu um staðsetningar á efni. Skipulagsnefnd telur umfangið vera minniháttar og kalli ekki á grenndarkynningu.

10.Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og standast kröfur fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs.
Í samræmi við umræður á fundinum felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að kanna betur staðsetningu móttökustöðva og kynningu til íbúa.

11.Átaksverkefni - óleyfisframkvæmdir

Málsnúmer 2305010Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs gerir grein fyrir fyrirhuguðu átaksverkefni vegna óleyfisframkvæmda í sveitarfélaginu þ.m.t. skort á byggingarleyfum eða heimildum, stöðuleyfum og framkvæmdaleyfum.
Skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari gagna varðandi óleyfisframkvæmdir í sveitarfélaginu og leggja fram tillögu að viðbrögðum.

12.Átaksverkefni - svæði fyrir frístundarbúskap

Málsnúmer 2305009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs gerir grein fyrir fyrirhuguðu átaksverkefni á svæði fyrir frístundabúskap þ.m.t. almennri umhirðu og snyrtimennsku, óleyfisframkvæmdum og öðrum skipulagsskilmálum sem settir eru fram í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari gagna varðandi stöðu mála á svæðinu og leggja fram tillögu að viðbrögðum.

13.Yfirferð sviðsstjóra

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Áfangastaðir ferðamfólks: gönguleið á Drápuhlíðarfjall, gönguleið á Helgafell, gönguleiðir um Stykkishólm og áningarstaður á Vatnaleið.


Sviðstjóri gerði grein fyrir verkefnum sviðsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?