Fara í efni

Leiðrétting á skráningu - Hólar 5a

Málsnúmer 2305011

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 11. fundur - 10.05.2023

Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll Þórðarson sækja um að breyta skráningu Hóla 5a hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úr ræktunarlandi í landbúnaðarland. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landsspildan, sem er 3,2 ha, skilgreind sem landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísar málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll Þórðarson sækja um að breyta skráningu Hóla 5a hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úr ræktunarlandi í landbúnaðarland. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landsspildan, sem er 3,2 ha, skilgreind sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leiti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísaði málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll Þórðarson sækja um að breyta skráningu Hóla 5a hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úr ræktunarlandi í landbúnaðarland. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landsspildan, sem er 3,2 ha, skilgreind sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leyti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísaði málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.

Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.
Getum við bætt efni síðunnar?