Fara í efni

Birkilundur 49 - fyrirspurn um deiliskipulag

Málsnúmer 2308014

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 16.08.2023

Gunnar Þór Kjartansson og Kristín Pálsdóttir, eigendur Birkilunds 49, íbúðarhúsalóðar í Sauraskógi, óska eftir að sveitarfélagið greiði hlut þeirra í kostnaði við gerð deiliskipulags sem nýstofnað félag lóðarhafa í Birkilundi vinnur nú að og tekur til bæði frístundahúsalóða og íbúðarlóða.



Deiliskipulagstillagan sem nú er í vinnslu er unnin á grunni deiliskipulagstillögu frá 2006 (Landlínur) sem var árituð af þáverandi oddvita og skipulags- og byggingarfulltrúa en tók aldrei lögformlega gildi. Tillagan frá 2006 og önnur stimpluð tillaga frá 2003 (Teiknistofunni Eik), hafa í einhverjum tilvikum fylgt þinglýstum kaupsamningum og lýsa lóðarhafar því yfir að það hafi komið þeim á óvart að deiliskipulagið hafi lögformlega ekki tekið gildi.



Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er Birkilundur 49 á svæði sem skilgreint er sem íbúðarbyggð (9,6 ha). Samkvæmt deiliskipulagstillögunni frá 2006 eru 13 íbúðarhúsalóðir á skipulagssvæðinu og eru 11 þeirra byggðar.
Vísað er til afgreiðslu skipulagnefndar vegna máls nr. 2209002 "Birkilundur - Nýtt deiliskipulag". Sjá lið 10.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Gunnar Þór Kjartansson og Kristín Pálsdóttir, eigendur Birkilunds 49, íbúðarhúsalóðar í Sauraskógi, óska eftir að sveitarfélagið greiði hlut þeirra í kostnaði við gerð deiliskipulags sem nýstofnað félag lóðarhafa í Birkilundi vinnur nú að og tekur til bæði frístundahúsalóða og íbúðarlóða.



Skipulagsnefnd vísaði, á 13. fundi sínum, til afgreiðslu skipulagnefndar vegna máls nr. 2209002 "Birkilundur - Nýtt deiliskipulag".
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu lið 16 á þessum fundi (Birkilundur - Nýtt deiliskipulag - málsnr. 2209002).
Getum við bætt efni síðunnar?