Fara í efni

Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lögð fram tillaga KPMG að skipulagsbreytingum með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Í því felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir að breytingum með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.
Bæjarráð samþykkir drög að vinnu við breytinagr á skipulagsbreytingum.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lögð fram tillaga KPMG að vinnu vegna skipulagsbreytinga með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem samþykkt var á 15. fundi bæjarráðs. Markmið verkefnisins er að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir að breytingum með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð. Staða verkefnisins og næstu skref er tekin til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð telur mikilvægt að flýta þessari vinnu eins og hægt er og leggur áherslu á að drög að skipulagsbreytingum liggi fyrir næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Fulltrúar KPMG gera grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi er varða skipulagsbreytingar með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu.
Málinu vísað til frekari vinnslu.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lögð fram tillaga KPMG að breytingum á skipulagi með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu, ásamt drögum að starfslýsingum, en í verkefninu felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir og fyrirhugaðar breytingar með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð. Fulltrúar KPMG koma til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir tillögunni.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023

Lögð fram tillaga KPMG að breytingum á skipulagi með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu, ásamt drögum að starfslýsingum, en í verkefninu felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir og fyrirhugaðar breytingar með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.Fulltrúar KPMG komu til fundar við bæjarráð á 16. fundi og gerðu grein fyrir tillögunni.Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísar útfærslu 1 að skipulagsbreytingum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 20. fundur - 14.12.2023

Lögð fram tillaga KPMG að breytingum á skipulagi með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu, ásamt drögum að starfslýsingum, en í verkefninu felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir og fyrirhugaðar breytingar með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.Fulltrúar KPMG komu til fundar við bæjarráð á 16. fundi og gerðu grein fyrir tillögunni.Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.Bæjarráð vísaði, á 17. fundi sínum, útfærslu 1 að skipulagsbreytingum til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir útfærslu 1 að skipulagsbreytingum hjá sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra að aðlaga verkskiptingar á grunni nýs skipulags og ganga frá endanlegum starfslýsingum.
Getum við bætt efni síðunnar?