Fara í efni

Sæmundarreitur 10 - fyrirspurn um dsk br.

Málsnúmer 2310021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.11.2023

Lagt fram til afgreiðslu fyrirspurn Baldurs Hans Úlfarssonar um breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Sæmundarreitar 10 (L-175955, F-2226621), skráð sem 100 m2 iðnaðar- og athafnalóð við Reitarveg 8a (einnig í vefsjá).



Fyrirhuguð skipulagsbreyting felst í að breyta hjalli í gisti- og starfsaðstöðu fyrir listafólk, stækkun á lóð úr 100 m2 í 200 m2 til norðurs og stækkun á húsnæði úr u.þ.b. 50 m2 í allt að 90 m2 (skráð 32 m2). Gert er ráð fyrir að húsið verði að lágreist viðbygging (einlyft með risi) samhliða akfæra göngustígnum og falli vel að gamaldags byggðinni og landslagi við Sæmundarreit. Á lóðinni er gert ráð fyrir heitum potti sem felldur verður að klettum á staðnum en verður hulinn frá stíg með snyrlegri grjóthleðslu. Hugmyndin er að lýsing verði knúin áfram með sólarsellum á þaki og lítilli vindrellu. Húsið verður tengt hita- og vatns- og fráveitulögnum Stykkishólms.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu fyrirspurnarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kanna betur forsendur málsins með umsækjanda.

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 04.12.2023

Lögð fram að nýju fyrirspurn Baldurs Hans Úlfarssonar um breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Sæmundarreitar 10 ásamt uppfærðum gögnum.



Lóðin er í dag skráð sem 100 m2 iðnaðar- og athafnalóð við Reitarveg 8a (einnig í vefsjá). Uppfærð tillaga að breytingu felst í að breyta hjalli í gisti- og starfsaðstöðu fyrir listafólk.



Gert er ráð fyrir að húsið stækki úr 32 m2 í allt að 60 m2 og verði eftir breytingu einlyft með risi og kvisti í gamaldags byggingarstíl í samræmi við önnur hús á Sæmundarreit. Gert er ráð fyrir að um 14 m2, 2,5 m breiðri viðbyggingu að framanverðu.



Gert er ráð fyrir að lóð stækki úr 100 m2 í hlutfallslegu í samræmi við stækkun húsnæðis. Á lóðinni er gert ráð fyrir heitum potti og jafnvel sauna og verði það fellt að klettum á staðnum og hulið frá stíg með snyrlegri grjóthleðslu. Hugmyndin er að lýsing verði knúin áfram með sólarsellum á þaki og lítilli vindrellu. Húsið verður tengt hita- og vatns- og fráveitulögnum Stykkishólms. ekki er gert ráð fyrir bílastæði á lóðinni.



Á 15. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað og skipulagsfulltrua falið að kanna betur forsendur málsins með umsækjanda.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að skoða betur skipulagsforsendur og viðeigandi reglugerðir er viðkoma breytingu úr athafna- og iðnaðarlóð í íbúðarlóð.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæmundarreits 10 (L175955) um heimild til þess að vinna óv. br. á deiliskipulagi Reitarvegs.

Fyrirhuguð breyting felst í stækkun á lóð úr 100 m2 í 130 m2 til norðurs og breytingu á 32 m2 hjalli í allt að 50 m2 íbúðarhús (listamannaskála).

Gert er ráð fyrir að húsið verði með svipuðu sniði og framlagðir uppdrættir frá Húsasmiðjunni en með lægri mænishæð eða svipaðri og núv. hjallur. Á lóðinni er gert ráð fyrir timburpalli og heitum potti.

Málið var áður á dagskrá 15. og 16. fundar skipulagsnefndar og var afgreiðlu þess frestað í bæði skiptin og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir nákvæmari gögnum til skoðunar.
Skipulagsnefnd telur umsókn um breytingu á hjalli í íbúðarhús ekki vera í samræmi við þá stefnu sem sett er fram í gildandi deiliskipulagi og leggur áherslu á að á lóðinni verði áfram hjallur enda falli sú notkun vel að framtíðarhugmyndum um útivistarsvæði á Ytri höfða.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæmundarreits 10 um heimild til þess að vinna óv. br. á deiliskipulagi Reitarvegs. Fyrirhuguð breyting felst í stækkun á lóð úr 100 m2 í 130 m2 til norðurs og breytingu á 32 m2 hjalli í allt að 50 m2 íbúðarhús, listamannaskála.



Gert er ráð fyrir að húsið verði með svipuðu sniði og framlagðir uppdrættir frá Húsasmiðjunni en með lægri mænishæð eða svipaðri og núv. hjallur. Á lóðinni er gert ráð fyrir timburpalli og heitum potti.



Málið var áður á dagskrá 15. og 16. fundar skipulagsnefndar og var afgreiðlu þess frestað í bæði skiptin og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir nákvæmari gögnum til skoðunar.



Skipulagsnefnd taldi, á 18. fundi sínum, umsókn um breytingu á hjalli í íbúðarhús ekki vera í samræmi við þá stefnu sem sett er fram í gildandi deiliskipulagi og lagði áherslu á að á lóðinni verði áfram hjallur enda falli sú notkun vel að framtíðarhugmyndum um útivistarsvæði á Ytri höfða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?