Fara í efni

Skipulagsnefnd

15. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson (ÁGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30

Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 30. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 31

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 31. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Bæring Bjarnar Jónsson kom til fundar.

3.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæðis við Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt kynnir vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Hamraenda.
Lagt fram til kynningar.

4.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna íbúða fyrir Brák íbúðafélag hses. eftir uppfærslu í samræmi við afgreiðslu á 12. fundi skipulagsnefndar 19. júní sl. sem staðfest var í bæjarráði, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, 22. júní sl.



Í tillögunni er lóðum E3-R, E3-I og E1-H breytt og felst breytingin í:

- Breytingu á E3-R í E4-H.

- Sameiningu lóða E3-I og E1-H í E4-I.

- Byggingarreitum á E4-I er fjölgað úr tveimur í þrjá.

- Fjölgun íbúða á lóðunum úr 8 í 16.

- Heimild til að hafa fjórar íbúðir í hverju húsi.

- Heimild til þess að hafa öll húsin á tveimur hæðum.

- Innkeyrslum frá Bauluvík fjölgar um eina.
Skipulagsnefnd telur að um verulega skipulagsbreytingu sé að ræða og samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna.
Bæring Bjarnar Jónsson yfirgaf fund.

5.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi: Helgafell þrjú frístundahús

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristín Hjartardóttir sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells (L-136934) ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Samkvæmt Aðalskipuagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum sem eru 10 ha eða stærri. Fjöldi þegar byggðra stakra frístundahúsa dregst frá heimildinni. Húsin verða að standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum og mælst til þess að þau séu í nágrenni við hvort annað. Framkvæmdir eru deiliskipulagsskyldar.



Helgafell er 94 ha jörð. Fyrir eru tvö íbúðarhús og lóðir fyrir þrjú frístundahús.

Skipulagsfulltrúi leggur til að unnið verði deiliskipulag fyrir Helgafellssvæðið í heild sinni þ.e. upprunajarðarinnar Helgafells, í samræmi við skipulagsskilmála fyrir landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024. Horft verði til heildarskipulags jarðarinnar, landnýtingarmöguleika, verndunar landslags og menningarsögulegra verðmæta. Jafnframt leggur skipulagsfulltrúi til að samhliða deiliskipulagi verði unnin hverfisverndaráætlun sem taki til fellsins og næsta nágrennis þess í samræmi við 6. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Fjórir greiða atkvæði á móti, Aron Bjarni situr hjá.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn Jóhönnu Hjartardóttur um byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að stofnuð verði lóð. Horfir skipulagsnefnd meðal annars til afgreiðslu 1. fundar dreifbýlisráðs og til þess að fyrir liggur undirritað skjal frá öllum hagaðilum á svæðinu sem samþykkja áfromin. Horfir skipulagsnefnd einnig til afgreiðslu 15. fundar bæjarstjórnar vegna sambærilegs máls við Lyngholt í landi Helgafells sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjón. Telur skipulagsnefnd ekki forsendur til þess að fara gegn þeirri stefnumörkun bæjarstjórnar og bókun deilfbýlisráðs.

Á þessum grunni vísar skipulagsnefnd erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að felld verði út eftirfarandi setning í kafla 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024: "Framkvæmdir skv. liðum eru allar deiliskipulagsskyldar", vegna óskýrleika ákvæðisins eins og dreifbýlisráðið hefur bent á, og á meðan unnið er að því að fella setninguna úr aðalskipulagi verði ný mál ekki tekin til afgreiðslu án deiliskipulags frá og með samþykkt bæjarstjórnar á tillögu þessari.

Eftir að kvöðin verður felld úr aðalskipulagi gefst ráðrúm til að vinna með íbúum í dreifbýli og dreifbýlisráði að endurskoðun byggingarheimilda samkvæmt aðalskipulagi.

Samþykkti með fjórum greiddum atkvæðum, Aron Bjarni situr hjá.

6.Umsókn um byggingarheimild/leyfi: Vatnsás 18

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Golfklúbburinn Mostri sækir um vegna breytingu á golfskála og viðbyggingu við hann samkv. uppdráttum frá W7, dags. 05.10.2023.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð byggingaráform. Nefndin telur grenndaráhrif vera lítil sem engin og því þurfi ekki að grenndarkynna áformin sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

7.Sæmundarreitur 10 - fyrirspurn um dsk br.

Málsnúmer 2310021Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu fyrirspurn Baldurs Hans Úlfarssonar um breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Sæmundarreitar 10 (L-175955, F-2226621), skráð sem 100 m2 iðnaðar- og athafnalóð við Reitarveg 8a (einnig í vefsjá).



Fyrirhuguð skipulagsbreyting felst í að breyta hjalli í gisti- og starfsaðstöðu fyrir listafólk, stækkun á lóð úr 100 m2 í 200 m2 til norðurs og stækkun á húsnæði úr u.þ.b. 50 m2 í allt að 90 m2 (skráð 32 m2). Gert er ráð fyrir að húsið verði að lágreist viðbygging (einlyft með risi) samhliða akfæra göngustígnum og falli vel að gamaldags byggðinni og landslagi við Sæmundarreit. Á lóðinni er gert ráð fyrir heitum potti sem felldur verður að klettum á staðnum en verður hulinn frá stíg með snyrlegri grjóthleðslu. Hugmyndin er að lýsing verði knúin áfram með sólarsellum á þaki og lítilli vindrellu. Húsið verður tengt hita- og vatns- og fráveitulögnum Stykkishólms.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu fyrirspurnarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kanna betur forsendur málsins með umsækjanda.

8.Sæmundarreitur 8 - óv br deiliskipulag

Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer

Lögð er fram athugasemd sem barst úr grenndarkynningu vegna umsóknar Jóns Ragnars Daðasonar um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5).



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.Við breytinguna stækkar byggingarreiturinn um 3,5m x 5,5m.



Þar sem sólskáli telst vera viðbygging sem staðsetja þurfi innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum þann 16. ágúst 2023 að breytingin kallaði á óv. br. á deiliskipulagi sem grenndarkynna þyrfti fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi sínum þann 21. ágúst sl.



Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafrest til og með 6. nóvember.
Skipulagsnefnd telur innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnar nefndin framlagðri tillögu.

9.Úlfarsfell - framkvæmdaleyfi fyrir nýrri aðkomuleið

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lagt er fram til afgreiðslu umsókn Andrésar Þórs Hinrikssonar um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði.



Í lok ágúst sl. barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram.



Vettvangsskoðun fór fram 8. september sl. og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru mjög langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi. Skipulagsfulltrúi vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 berst. Skipulagsnefnd ítrekar að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist er í framkvæmdir.

10.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes (L-218239), Hamra (L-218176) og Gæsatanga (L-226251) í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (sjá einnig mál 2308002).



Áður, þ.e. 2017-2018, hafði sveitarfélagið heimilað landeigendum að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Þingskálaness í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigandi telur allar meginforsendur deiliskipulagstillögunnar vera í samræmi við í gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og óskar eftir undanþágu frá gerð skipulagsslýsingar sbr. gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr 90/2013 m.s.br. Með meginforsendum er átt við stefnu um áherslur og uppbyggingu landnotkunarreita svo sem varðandi nánari notkun á einstökum reitum, þéttleika og byggðamynstur eða umfang auðlindanýtingar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur allar meginforsendur tillögunnar vera í samræmi við aðalskipulag og kalli því ekki á skipulagslýsingu sbr. 2. mgr. 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og kynningu vinnslutillögu sbr.4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna með landeiganda/skipulagsráðgjafa að því að uppfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum, m.a. varðandi stærð bygginga, og auglýsa tillöguna að því búnu.

11.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og umsagnar vinnslutillaga að gjaldskrá fyrir skipulags-, framkvæmda- og lóðamál.
Skipulagsnefnd frestar málinu til næsta fundar.

12.Yfirferð sviðsstjóra

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

1. Vinnufundur skipulagsnefndar 5. desember:

a) Umræður um tillögu að DSK br. Reitarvegs/Sæmundarreits

b) Kynning á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Agustsonreit og vinnslutillögu.



2. Aðalgata 16- DSK br. grenndarkynning til 5. des.



3. Vigraholt- skipulagslýsing í kynningu til 5. des.



4. Íbúðarsvæði við Borg - óv. DSK br. v/færslu á byggingareit bílskúrs-tók gildi 10. nóvember.



5. Umsögn vegna ASK br. og DSK hafnarsvæðis norður í Grundarfirði. STH gerir ekki athugasemdir.



6. Lóðarblöð fyrir 1. áfanga Víkurhverfis í vinnslu.



7. Auglýsing á vefsíðu og í fjölmiðlum - vekja athygli á nýjum lóðum í Víkurhverfi, Hamraendum, Kallhamri ásamt öðrum lóðum innanbæjar.
Skipulagsnefnd hvetur bæjarstjórn til að halda áfram með skipulagsvinnu við annan áfanga Víkurhverfis m.t.t. vaxandi þörf á íbúðum í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?