Fara í efni

Minnisblað vegna hafnarmála

Málsnúmer 2310037

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 5. fundur - 22.11.2023

Lagt fram minnisblað frá hafnadeild Vegagerðarinnar vegna hafnarmála í Stykkishólmi.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir og hvetur Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Bæjarráð óskar eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.

Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.



Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.



Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.



Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.



Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.



Bæjarstjórn staðfesti samhljóða á 23. fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?