Fara í efni

Hafnarstjórn (SH)

5. fundur 22. nóvember 2023 kl. 16:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigurður Páll Jónsson formaður
  • Eydís Jónsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Ingi Auðunsson aðalmaður
  • Unnur María Rafnsdóttir aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
  • Árni Ásgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Kjartan J. Karvelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Siguður Páll Jónsson formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir hafnasambands Íslands

Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 456. fundar hafnarsambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 74. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Minnisblað vegna hafnarmála

Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá hafnadeild Vegagerðarinnar vegna hafnarmála í Stykkishólmi.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir og hvetur Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.

4.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík - Átak í samvinnu með Heilbrigðiseftirliti Vesturlands

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.



Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.



Lagt er til að hafnarstjórn leyti formlega eftir samstarfi við Heilbrigðiseftir Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð undanfarin ár séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.
Hafnarstjórn samþykkir að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Stykkishólmshöfn 2024.



Þá eru lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá með áorðnum breytingum.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðrar fyrirliggandi gjaldskrár.

6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi rekstraráætlun hafnarinnar samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

7.Samningur við Sæferðir vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, en í samningnum er sérstaklega tiltekið að hann gildir fyrir ferju sem var tekin í notkun í nóvember 2014.
Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við Sæferðir ehf. um endurskoðun á samningi við Sæaferðir ehf. vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, dags. 31. desember 2014, m.a. vegna breyttra forsendna eftir að nýtt skip í eigu ríkisins hóf siglingar um Breiðafjörð.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?