Fara í efni

Kennslukvóti fyrir skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2402017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Heimir Eyvindarson kom á fund
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kemur til fundar við bæjarráð til þess að ræða um áherslur í starfi skólans á næsta skólaári.
Bæjarráð þakkar skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi fyrir yfirferð á starfi skólans og fyrirhuguðu skólastarfi á næsta skólaári. Við skipulag skólastarfs næsta skólaárs leggur bæjarráð áherslu á almennt aðhald í rekstri, í samræmi við umræður á fundinum.
Heimir Eyvindarson víkur af fundi

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Heimir Eymundarson skólastjóri Grunnskólans kom inn á fundinn.
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kemur til fundar við bæjarráð til þess að ræða um áherslur í starfi skólans á næsta skólaári og tillögu að kennslukvóta.
Heimir Eymundarson, skólastjóri, kom inn á fundinn og gerði grein fyrir ósk sinni um kennslukvóta fyrir skólaárið 2024-2025.

Bæjarráð samþykkir að kennslukvóti verði 463 tímar skólaárið 2024-2025.
Heimir vék af fundi.

Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024

Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kom til fundar við bæjarráð, á 20. fundi bæjarráðs, og kynnti áherslur í starfi skólans á næsta skólaári og tillögu að kennslukvóta.



Bæjarráð samþykkti að kennslukvóti yrðu 463 tímar skólaárið 2024-2025.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?