Fara í efni

Stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar & Hvalfjarðarsveitar

Málsnúmer 2403002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lögð er fram tillaga til sveitarstjórna á Snæfellsnesi, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit að stofnuð verði sameiginleg Barnaverndarþjónusta Vesturlands, þar sem Borgarbyggð verður leiðandi sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir þátttöku sveitarfélagsins um samstarf um barnaverndarþjónustu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu sem felur í sér framsal á valdi í barnaverndarþjónustu til Borgarbyggðar.

Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024

Lögð er fram tillaga um að sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu með Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit og að gerður verði viðauki við samning Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar, sem birtur hefur verið í

Stjórnartíðindum nr. 121/2024, um leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.



Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, þáttöku sveitarfélagsins fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þáttöku sveitarfélagsins á grunni fyrirliggjandi gagna.



Fyrir bæjarstjórn er lögð fram tillaga að afgreiðslu erindisins.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um barnaverndarþjónustu, sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002, á Vesturlandi þar sem Borgarbyggð mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf.

Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Bæjarstjórn samþykkti, á 20. fundi sínum, að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um barnaverndarþjónustu, sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002, á Vesturlandi þar sem Borgarbyggð mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Bæjarstjórn samþykkti einnig að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra var falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir samning um samstarf og stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar og vísar honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Bæjarstjórn samþykkti, á 20. fundi sínum, að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um barnaverndarþjónustu, sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002, á Vesturlandi þar sem Borgarbyggð mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Bæjarstjórn samþykkti einnig að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra var falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, samning um samstarf og stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar og vísaði honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samning um samstarf og stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra frágang málsins í samráði og samvinnu við önnur sveitarfélög og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda.
Getum við bætt efni síðunnar?