Frumvarp til laga um sýslumann
Málsnúmer 2504002
Vakta málsnúmerBæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025
Lagt fram frumvarp til laga um sýslumann sem er til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Í frumvarpinu er lagt til að landið verði gert að einu þjónustuumdæmi. Markmiðið með sameiningu má í grófum dráttum flokka í þrennt. Í fyrsta lagi að gera þjónustu við almenning eins góða og hægt er. Í öðru lagi að hámarka nýtingu þess fjármagns sem ráðstafað er til reksturs sýslumanns og verkefna hans. Í þriðja lagi að vinna markvisst að þeim markmiðum sem stefnt er að í byggðaáætlun og stefnuáherslu ríkisstjórnar, þar á meðal að efla og standa vörð um grunnþjónustu hins opinbera.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti á 5. fundi sínum áhyggjum af því að störf muni með tímanum sogast á höfuðborgarsvæðið eins og sagan hefur margoft sýnt. Í ljósi þess vantraust sem ríkir í þessum efnum treystir atvinnu- og nýsköpunarnefnd sér ekki til þess að styðja við frumvarpið.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti á 5. fundi sínum áhyggjum af því að störf muni með tímanum sogast á höfuðborgarsvæðið eins og sagan hefur margoft sýnt. Í ljósi þess vantraust sem ríkir í þessum efnum treystir atvinnu- og nýsköpunarnefnd sér ekki til þess að styðja við frumvarpið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.