Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald
Málsnúmer 2504003
Vakta málsnúmerBæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025
Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (Mál nr. S-62/2025), sem atvinnuvegaráðuneyti kynnti til samráðs og umsagnar 25. mars til 3. apríl 2025, ásamt umsögn sveitarfélagsins. Þá eru lögð fram umsögn stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga við drög að frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi, en með umsögninni er einnig samantekt gagna frá KPMG og bókun stjórnar, ásamt umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Atvinnumálanefnd staðfesti, á 5. fundi sínum, umsögn sveitarfélagsins.
Atvinnumálanefnd staðfesti, á 5. fundi sínum, umsögn sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.