Fara í efni

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald

Málsnúmer 2504003

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 5. fundur - 10.04.2025

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (Mál nr. S-62/2025), sem atvinnuvegaráðuneyti kynnti til samráðs og umsagnar 25. mars til 3. apríl 2025, ásamt umsögn sveitarfélagsins. Þá eru lögð fram umsögn stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga við drög að frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi, en með umsögninni er einnig samantekt gagna frá KPMG og bókun stjórnar, ásamt umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Atvinnumálanefnd staðfestir umsögn sveitarfélagsins.

Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars Geirs Diego Ævarssonar og Viktoríu Líf Ingibergsdóttir, fulltrúa H-listans.

Lárus Ástmar Hannesson og Heiðrún Höskuldsdóttir, fulltrúar Í-listans, sitja hjá við afgreiðslu málsins.


Bókun fulltrúa Í-lista:
Á Íslandi eru öflugar útgerðir sem er stjórnað af metnaði og framsýni. Rekstrarniðurstaða útgerðanna sýnir að svo er. Eigið fé hefur aukist verulega, hagnaður er mikill og eigendur hafa getað greitt út arð af starfseminni auk þess að fjárfesta í óskildri starfsemi sem er hvorutveggja jákvætt. Til að reka samfélag þarf tekjur. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um arð af auðlindum þjóðarinnar til eigenda. Við teljum það sjálfsagða og jákvæða þróun að stjórnvöld stefni á að innheimta aukin og sanngjarnan arð af auðlindum og styðjum því þessar fyrirætlanir. Þessi aðgerð er liður í því að aukin sátt verði um þessa mikilvægu starfsemi. Við teljum það einnig mjög jákvætt að fyrirhugað er að nýta þetta aukna fjármagn til uppbyggingar á innviðum svo sem vegakerfi landsins og er ekki vanþörf á.
Lárus Ástmar Hannesson
Heiðrún Höskuldsdóttir

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (Mál nr. S-62/2025), sem atvinnuvegaráðuneyti kynnti til samráðs og umsagnar 25. mars til 3. apríl 2025, ásamt umsögn sveitarfélagsins. Þá eru lögð fram umsögn stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga við drög að frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi, en með umsögninni er einnig samantekt gagna frá KPMG og bókun stjórnar, ásamt umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.



Atvinnumálanefnd staðfesti, á 5. fundi sínum, umsögn sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.
Getum við bætt efni síðunnar?