Staða háls- og bakdeildar í Stykkishólmi
Málsnúmer 2504007
Vakta málsnúmerBæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025
Á St.Franciskusspítala í Stykkishólmi er starfrækt háls- og bakdeild sem annast greiningu og meðferð háls- og bakvandamála og þjónustar allt landið, en á deildinni starfa, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingur og aðrir starfsmenn. Um er að ræða mikilvæga þjónustu fyrir landsmenn alla og þar með gegnir deildin þýðingarmiklu þjóðhagslegu hlutverki, ásamt því að vera mikilvægur vinnustaður í Stykkishólmi. Í ljósi mikilvægi deildarinnar fyrir land og þjóð er nauðsynlegt að tryggja deildinni viðeigandi aðbúnað og fjármuni þannig að deildin geti vaxið og dafnað landinu til heilla.
Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarráð að haldinn verði sameiginlegur fundur atvinnumálanefndar og bæjarráðs með stjórnendum háls- og bakdeildar í Stykkishólmi þar sem farið verður yfir stöðu deildarinnar í Stykkishólmi og þá framtíðarmöguleika sem deildin hefur til eflingar og vaxtar.
Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarráð að haldinn verði sameiginlegur fundur atvinnumálanefndar og bæjarráðs með stjórnendum háls- og bakdeildar í Stykkishólmi þar sem farið verður yfir stöðu deildarinnar í Stykkishólmi og þá framtíðarmöguleika sem deildin hefur til eflingar og vaxtar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.