Fara í efni

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2504020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 36. fundur - 08.05.2025

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028.



Bæjarráð samþykkti, á 32. fundi sínum, viðauka 1 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. bæjarfulltrúa H-listans.

Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Gísli Sveinn Gretarsson, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Til máls tóku: HG

Fyrsti viðauki ársins er fyrst og fremst millifærslur á milli liða og þar vegur mest hækkun launa kennara vegna kjarasamninga. Viðauki hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Í framkvæmdaáætlun eru verkefni brotin betur niður sem er til bóta og einnig er tilfærsla á fjármagni á milli verkefna vegna kaupa á færanlegum húseiningum og gámum ásamt fleiru.

Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 1 byggir á.

Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Gísli Sveinn Gretarsson


Getum við bætt efni síðunnar?