Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Lögð fram niðurstaða í útboði Vegagerðarinnar um rekstur Breiðafjarðarferju 2025-2028.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd bauð, á 5. fundi sínum, nýjan rekstraraðila velkominn í Stykkishólms og óskaði honum velfarnaðar við rekstur ferjunnar, enda skiptir það samfélagið hér höfuðmáli að vel takist til við rekstur ferjunnar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti til þess að rekstur Særúnar haldi áfram í Stykkishólmi, enda verið burðarstoð í ferðaþjónustu í Stykkishólmi um áratugaskeið.
Atvinnu og nýsköpunarnefnd beindi því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vegagerðarinnar að nauðsynlegt sé að ríkið fjárfesti í þjónustuaðstöðu í Stykkishólmshöfn í tengslum við starfsemi ferjunnar. Slík aðstaða í Stykkishólmshöfn er nauðsynleg til að tryggja samfellu í þjónustu og myndi hún fylgja með í útboði ríkisins hverju sinni.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd bauð, á 5. fundi sínum, nýjan rekstraraðila velkominn í Stykkishólms og óskaði honum velfarnaðar við rekstur ferjunnar, enda skiptir það samfélagið hér höfuðmáli að vel takist til við rekstur ferjunnar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti til þess að rekstur Særúnar haldi áfram í Stykkishólmi, enda verið burðarstoð í ferðaþjónustu í Stykkishólmi um áratugaskeið.
Atvinnu og nýsköpunarnefnd beindi því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vegagerðarinnar að nauðsynlegt sé að ríkið fjárfesti í þjónustuaðstöðu í Stykkishólmshöfn í tengslum við starfsemi ferjunnar. Slík aðstaða í Stykkishólmshöfn er nauðsynleg til að tryggja samfellu í þjónustu og myndi hún fylgja með í útboði ríkisins hverju sinni.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
2.Ríkisstörf í Stykkishólmi
Málsnúmer 2411031Vakta málsnúmer
Störf á vegum ríkisins í Stykkishólmi voru tekin til umræðu á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd krafðist þess að ríkið standi vörð um störf á vegum ríkisins í Stykkishólmi en þeim hefur fækkað á síðustu 10 árum þrátt fyrir að ríkisstörfum hafi fjölgað á Vesturlandi sem og á landsvísu. Nefndin taldi ljóst að ríkið hafi ekki staðið sig sem skyldi í að fjölga ríkisstörfum á landsbyggðinni, a.m.k. ekki í Stykkishólmi. Vísaði nefndin að öðru leyti til fyrri ályktana og umsagna sveitarfélagsins vegna þessa. Bæjarstjórn staðfesti, 30. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Á 5. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefnd komu Páll S. Bryjanrsson og Vífill Karlsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi til að ræða þróun starfa á vegum ríkisins í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnti enn og aftur á að meðan að íbúum hefur fjölgað umtalsvert í Stykkishólmi á síðustu 10 árum hefur ríkisstörfum fækkað á sama tíma. Atvinnu- og nýsköpurnarnefnd taldi brýnt að snúa þessari þróun við án tafar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði að öðru leyti til fyrri ályktana um málið.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Á 5. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefnd komu Páll S. Bryjanrsson og Vífill Karlsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi til að ræða þróun starfa á vegum ríkisins í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnti enn og aftur á að meðan að íbúum hefur fjölgað umtalsvert í Stykkishólmi á síðustu 10 árum hefur ríkisstörfum fækkað á sama tíma. Atvinnu- og nýsköpurnarnefnd taldi brýnt að snúa þessari þróun við án tafar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði að öðru leyti til fyrri ályktana um málið.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu atvinnu og nýsköpunarnefndar og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Berserkjahraun Sjávarhús
Málsnúmer 2503016Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir frístundahús "sjávarhús" í landi Berserkjahrauns. Húsið er eitt rými með aflokaðri snyrtingu, byggt inn í landhalla. Aðkoma er frá Helgafellssveitarvegi.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 29. fundi sínum, að afla umsagnar frá Minjastofnun og Náttúruverndarstofnun. Enn fremur benti skipulagsnefnd á að þörf er á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veg að húsinu.
Skipulagsnefnd bendir á að byggingarreitur skal ekki vera nær en 50 metrum frá fjöruborði miðað við stórstraumsflæði.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 29. fundi sínum, að afla umsagnar frá Minjastofnun og Náttúruverndarstofnun. Enn fremur benti skipulagsnefnd á að þörf er á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veg að húsinu.
Skipulagsnefnd bendir á að byggingarreitur skal ekki vera nær en 50 metrum frá fjöruborði miðað við stórstraumsflæði.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku RMR og JBSJ
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku RMR og JBSJ
4.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 7. febrúar til og með 7. mars sl. Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá íbúum í nágrenni skipulagssvæðisins.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi skv. 41 gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykki, á 29. fundi sínum, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Enn fremur heimilaði skipulagsnefnd að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð lagði, á 32. fundi sínum, til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Jafnframt er lagt til að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi skv. 41 gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykki, á 29. fundi sínum, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Enn fremur heimilaði skipulagsnefnd að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð lagði, á 32. fundi sínum, til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar, um að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis
Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna Bauluvíkur 1. Óskað er eftir breytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Breytingin felur í ser eftirfarandi:
1. Íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir
2. Byggingarreitir breytast þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina.
3. Bílastæðum er fjölgað úr 7 í 13.
Að öðru leyti gilda aðrir skilmálar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 29. fundi sínum að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd benti þó á að göngustígur að íbúðum þurfi að vera það breiður að sjúkrabíll komist að. Enn fremur að setja þurfi inn mælingar frá byggingarreit að lóðarmörkum við eldra hverfi.
Bæjarráð lagði, á 32. fundi sínum, til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Breytingin felur í ser eftirfarandi:
1. Íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir
2. Byggingarreitir breytast þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina.
3. Bílastæðum er fjölgað úr 7 í 13.
Að öðru leyti gilda aðrir skilmálar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 29. fundi sínum að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd benti þó á að göngustígur að íbúðum þurfi að vera það breiður að sjúkrabíll komist að. Enn fremur að setja þurfi inn mælingar frá byggingarreit að lóðarmörkum við eldra hverfi.
Bæjarráð lagði, á 32. fundi sínum, til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 35. fundi vísaði bæjarstjórn málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar, um að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar bæjarfulltrúa H-listans.
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Gísli Sveinn Gretarsson, bæjarfulltrúar Í-lista, greiða atkvæði á móti.
Til máls tóku: RMR JBSJ, SIM, HG
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Vegna mikillar fjölgunar íbúða í Víkurhverfinu frá því að deiliskipulagið var samþykkt fyrst árið 2007, þá sérstaklega á lóðunum sem teknar voru undir íbúðir Brákar og Bríetar, þá telja undirritaðir ekki frekara svigrúm til fjölgunar íbúða og bílastæða á lóðinni og eru því á móti fyrirliggjandi tillögu.
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Gísli Sveinn Gretarsson
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar bæjarfulltrúa H-listans.
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Gísli Sveinn Gretarsson, bæjarfulltrúar Í-lista, greiða atkvæði á móti.
Til máls tóku: RMR JBSJ, SIM, HG
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Vegna mikillar fjölgunar íbúða í Víkurhverfinu frá því að deiliskipulagið var samþykkt fyrst árið 2007, þá sérstaklega á lóðunum sem teknar voru undir íbúðir Brákar og Bríetar, þá telja undirritaðir ekki frekara svigrúm til fjölgunar íbúða og bílastæða á lóðinni og eru því á móti fyrirliggjandi tillögu.
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Gísli Sveinn Gretarsson
6.Sameiginlegar reglur um stuðningsþjónustu á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2412005Vakta málsnúmer
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga félags- og skólaþjónusu Snæfellinga að sameiginlegum reglum sveitarfélaga á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu.
Bæjarstjórn vísar reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Á fundinn mættu Halldóra Ágústa Pálsdóttir og Sigurjón Örn Arnarson frá KPMG
7.Ársreikningur 2024
Málsnúmer 2504019Vakta málsnúmer
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísaði, á 32. fundi sínum, ársreikningi 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísaði, á 32. fundi sínum, ársreikningi 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
KPMG kynnir niðurstöðu ársreikning sveitarfélgsins 2024 og í kjölfar þess gerir bæjarstjóri grein fyrir helstu lykiltölum ársreiknings Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024:
Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 2.540 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.305 millj. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 286 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 180 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 22 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 11 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta var hinsvegar neikvæð um 62 milljónir en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu um 89 milljónir. Skýrist jákvæðari niðurstaða í A hluta einna helst af lægri gjaldfærslu í lífeyrisskuldbindingu en gert var ráð fyrir til LSR.Rekstrartekjur A og B hluta jukust um 4,6% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 5% milli ára og eru einnig 5% hærri en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir.
Veltufé frá rekstri nam á árinu 2024 206 millj. kr. samanborið við 307 millj. kr. árið áður. Handbært fé í árslok nam 73 millj. kr. og lækkaði um 24 millj. kr. á árinu.
Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2024 námu 307 millj. kr. Lántökur á árinu námu 280 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr.
Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2024 var 109% en rekstrarjöfnuður A og B hluta síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 98 millj. kr. Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir því að rekstrarjöfnuður nái jafnvægi í árslok 2025.
Áherslur bæjarstjórnar á árinu 2024 og á yfirstandandi ári eru áfram þær sömu. Það er að skapa áfram eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki, standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks, og sækja af ábyrgð fram með samfélagslega mikilvægum fjárfestingum innviða sem komi til með að skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka markvisst á tímabilinu. Þessar áherslur og markmið bæjarstjórnar endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi og samþykktum áætlunum, en það er alltaf áskorun frá degi til dags að tryggja að þessi markmið nái fram að ganga.
Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga ber bæjarstjórn að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Samkvæmt niðurstöðu ársreiknings og áætlana sveitarfélagsins er ekkert bendir til þess að sú skylda bæjarstjórnar sé ekki uppfyllt.
Áfram þarf að leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa verði eins og best verður á kosið. Það þarf að huga að því og vinna markvisst að því að ná enn meira upp veltufé frá rekstri, sem þarf að standa undir afborgunum skulda og skuldbindinga. Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins þurfa áfram að vera og eru vakandi fyrir ákveðnum þáttum í rekstri sem endurspeglast í þessum ársreikningi.
Helstu fjárfestingar 2024:
-Gatnagerð 165 milljónir
-Fráveituframkvæmdir 63 milljónir
-Sundlaug og íþróttahús 32 milljónir
-Endurbætur á Höfðaborg 28 milljónir
-Endurbætur á Skildi 11 milljónir
-Skólahúsnæði við Grensás 5 milljónir
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 2.540 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.305 millj. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 286 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 180 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 22 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 11 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta var hinsvegar neikvæð um 62 milljónir en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu um 89 milljónir. Skýrist jákvæðari niðurstaða í A hluta einna helst af lægri gjaldfærslu í lífeyrisskuldbindingu en gert var ráð fyrir til LSR.Rekstrartekjur A og B hluta jukust um 4,6% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 5% milli ára og eru einnig 5% hærri en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir.
Veltufé frá rekstri nam á árinu 2024 206 millj. kr. samanborið við 307 millj. kr. árið áður. Handbært fé í árslok nam 73 millj. kr. og lækkaði um 24 millj. kr. á árinu.
Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2024 námu 307 millj. kr. Lántökur á árinu námu 280 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr.
Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2024 var 109% en rekstrarjöfnuður A og B hluta síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 98 millj. kr. Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir því að rekstrarjöfnuður nái jafnvægi í árslok 2025.
Áherslur bæjarstjórnar á árinu 2024 og á yfirstandandi ári eru áfram þær sömu. Það er að skapa áfram eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki, standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks, og sækja af ábyrgð fram með samfélagslega mikilvægum fjárfestingum innviða sem komi til með að skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka markvisst á tímabilinu. Þessar áherslur og markmið bæjarstjórnar endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi og samþykktum áætlunum, en það er alltaf áskorun frá degi til dags að tryggja að þessi markmið nái fram að ganga.
Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga ber bæjarstjórn að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Samkvæmt niðurstöðu ársreiknings og áætlana sveitarfélagsins er ekkert bendir til þess að sú skylda bæjarstjórnar sé ekki uppfyllt.
Áfram þarf að leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa verði eins og best verður á kosið. Það þarf að huga að því og vinna markvisst að því að ná enn meira upp veltufé frá rekstri, sem þarf að standa undir afborgunum skulda og skuldbindinga. Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins þurfa áfram að vera og eru vakandi fyrir ákveðnum þáttum í rekstri sem endurspeglast í þessum ársreikningi.
Helstu fjárfestingar 2024:
-Gatnagerð 165 milljónir
-Fráveituframkvæmdir 63 milljónir
-Sundlaug og íþróttahús 32 milljónir
-Endurbætur á Höfðaborg 28 milljónir
-Endurbætur á Skildi 11 milljónir
-Skólahúsnæði við Grensás 5 milljónir
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Halldóra og Sigurjón véku af fundi.
8.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028
Málsnúmer 2504020Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkti, á 32. fundi sínum, viðauka 1 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarráð samþykkti, á 32. fundi sínum, viðauka 1 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. bæjarfulltrúa H-listans.
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Gísli Sveinn Gretarsson, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: HG
Fyrsti viðauki ársins er fyrst og fremst millifærslur á milli liða og þar vegur mest hækkun launa kennara vegna kjarasamninga. Viðauki hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.
Í framkvæmdaáætlun eru verkefni brotin betur niður sem er til bóta og einnig er tilfærsla á fjármagni á milli verkefna vegna kaupa á færanlegum húseiningum og gámum ásamt fleiru.
Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 1 byggir á.
Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Gísli Sveinn Gretarsson
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. bæjarfulltrúa H-listans.
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Gísli Sveinn Gretarsson, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: HG
Fyrsti viðauki ársins er fyrst og fremst millifærslur á milli liða og þar vegur mest hækkun launa kennara vegna kjarasamninga. Viðauki hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.
Í framkvæmdaáætlun eru verkefni brotin betur niður sem er til bóta og einnig er tilfærsla á fjármagni á milli verkefna vegna kaupa á færanlegum húseiningum og gámum ásamt fleiru.
Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 1 byggir á.
Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Gísli Sveinn Gretarsson
Fundi slitið - kl. 18:24.
Samþykkt samhljóða.