Fara í efni

Aðalgata 8 - Tillaga að viðbyggingu

Málsnúmer 2505010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 33. fundur - 12.05.2025

Lagðar fram tillögur að viðbyggingu við Aðalgötu 8 ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til þess að finna lausnir sem bæði falla að umhverfinu og mætir þörfum lóðarhafa og vísar málinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd - 30. fundur - 11.06.2025

Lögð fram áform eiganda Aðalgötu 8, Stykkishólmur Inn, að stækkun/viðbyggingu á lóðinni. Um er að ræða nýbyggingu og tengibyggingu, stærð samtals 454 m2.
Skipulagsnefnd fór yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir um stækkun á hótelinu. Fyrir liggur deiliskipulag miðbæjar og samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum á lóðinni og því nauðsynlegt fyrir lóðarhafa að sækja um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á lóð Aðalgötu 8. Muni lóðarhafi óska eftir deiliskipulagsbreytingu þá er æskilegt að skoða aðra möguleika á staðsetningu og útfærslu byggingar. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við eiganda.
Getum við bætt efni síðunnar?