Bæjarráð
1.Hafnarstjórn (SH) - 8
Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer
2.Skóla- og fræðslunefnd - 20
Málsnúmer 2504005FVakta málsnúmer
3.Ungmennaráð - 8
Málsnúmer 2504007FVakta málsnúmer
4.Bæjarstjórn unga fólksins - 2
Málsnúmer 2505001FVakta málsnúmer
5.Fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf. og ársreikningur 2024
Málsnúmer 2505011Vakta málsnúmer
6.Umsókn um stöðuleyfi - Skrifstofa Ferjuleiða
Málsnúmer 2504026Vakta málsnúmer
Bæjarráð fól, á 32. fundi sínum, hafnarstjórn fullnaðarumboð til ákvörðunar á staðsetningu. Bæjarráð fól jafnframt byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins í kjölfarið. Þá hvatti bæjarráð Ferjuleiðir ehf. að finna framtíðarlausn sem fellur betur að umhverfinu.
Hafnarstjórn tók, á 5. fundi, undir með bæjarráði varðandi mikilvægi þess að finna viðunandi framtíðarlausn.
Hafnarstjórn hafði efasemdir um að sú staðsetning sem lögð er til í erindinu sé heppileg út frá umferðaröryggi og öðrum þáttum miðað við umfang starfsemi hafnarinnar á þessu svæði á sumrin. Hafnarstjórn gat því ekki samþykkt þá staðsetningu.
Hafnarstjórn taldi fara best á því að staðsetja skrifstofugám á bílastæðum norðanmegin við Smiðjustíg 3, gegn því að fundið verði sanngjarnt verð fyrir leigu á aðstöðu til viðbótar stöðuleyfisgjald þar sem það liggur fyrir að sveitarfélagið verður af tekjum af þeim bílastæðum sem fara undir skrifstofuhúsnæðið. Einnig þarf fyrirtækið að standa undir þeim kostnaði sem þarf til að nýta megi svæðið. Að öðrum kosti taldi hafnarstjórn að nýta þurfi núverandi skilgreint þjónustusvæði undir skrifstofugám. Á þessum forsendum samþykkti hafnarstjórn staðsetningu fyrir stöðuleyfi á hafnarsvæðinu út september 2025.
Hafnarstjórn fól formanni að taka samtal við ferjuleiðir og byggingarfulltrúa varðandi niðurstöðu hafnarstjórnar og eftir atvikum heimild til færslu á skrifstofugám innan svæðanna ef framangreindar staðsetningar eru með öllu óásættanleg með tilliti til ytri þátta.
7.Sjálfbærnistefna Snæfellsness
Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu.
8.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer
Farið var yfir hugmyndir af framtíðarnýtingu húsnæðis Grunnskólans á 20. fundi skóla- og fræðslunefndar. Nefndin styður tillögur á nýtingu húsnæðis skólans en taldi jafnframt kominn tíma á að fara í úrbætur á heimilisfræðistofu.
9.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer
Á 20. fundi nefndarinnar voru lagðar fram tillögur að kennslukvóta og úrbótum fyrir skólaárið 2025-2026.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026.
10.Skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2403023Vakta málsnúmer
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, skóladagatal Grunnskólans fyrir sitt leyti.
11.Skóladagatal Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2303044Vakta málsnúmer
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, skóladagatal Leikskólans fyrir sitt leyti.
12.Skóladagatal Tónlistarskóla Stykkishólms
Málsnúmer 2505009Vakta málsnúmer
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, skóladagatal tónlistarskólans fyrir sitt leyti.
13.Aðalgata 8 - Tillaga að viðbyggingu
Málsnúmer 2505010Vakta málsnúmer
14.Bátar í Maðkavík
Málsnúmer 2208021Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn taldi að starfsfólk áhaldahúss og vinnuskóla, í samstarfi við starfsfólk eignasjóðs eða hafnarsjóðs, sé vel til þess fallið til að mála og ditta að þeim bátum sem þar liggja í sumar.
15.Umsókn um stöðuleyfi - Agnið
Málsnúmer 2505005Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn gerði, á 5. fundi sínum, ekki athugasemd við umbeðið stöðuleyfi og vísaði málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
16.Umsókn um stöðuleyfi - Fish and Chips
Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn gerði, á 5. fundi sínum, ekki athugasemd við umbeðið stöðuleyfi og vísaði málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
17.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn samþykkti tillöguna á 5. fundi sínum.
18.Umsókn um byggingarheimild - Nesvegur 12
Málsnúmer 2405030Vakta málsnúmer
19.Skólamál
Málsnúmer 2405008Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn unga fólksins taldi matarverð í mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga of hátt og að maturinn skorti fjölbreytileika. Bæjarstjórn unga fólksins hvatti bæjarstjórn til þess að beita sér fyrir lækkun á verði máltíða til nemenda í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og auknum fjölbreytileika í matarvali.
20.Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins
Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer
21.Samgöngumál
Málsnúmer 2505001Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn unga fólksins hvatti bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að ferðum í skólaakstri Fjölbrautarskóla Snæfellinga verði fjölgað, m.a. til að auka valmöguleika nemenda til þess að komast heim, og að verð rútumiða verði lækkað.
22.Knattspyrnuvellir
Málsnúmer 2505002Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn unga fólksins lagði til að nýtt gervigras verði sett á sparkvöllinn og að hafinn verði undirbúningur að lagningu tartans á hlaupabraut á íþróttavelli, en tartan mun koma til með að auka nýtingu allra bæjarbúa til heilsueflingar.
23.Umsóknir um tónlistanám utan lögheimilis
Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer
Málefnið tekið til umfjöllunar í bæjarráði.
24.Gangstéttir
Málsnúmer 2505003Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn unga fólksins vakti athygli á að gangstéttar í sveitarfélaginu geta skapað víða hættu og torveldað eldra fólki og fötluðum einstaklingum að nýta gangstéttar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn unga fólksins taldi brýnt, sérstaklega í því ljósi, að flýta endurnýjun gangstétta í sveitarfélaginu.
25.Ástand gatnakerfis
Málsnúmer 2505004Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn unga fólksins hvatti bæjarstjórn til þess að herða á uppbyggingu á þeim götum sveitarfélagsins sem eru holóttar og að þrýst verði á Vegagerðina að malbika Aðalgötu frá Bónus og út úr bænum sem fyrst.
26.Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034
Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer
27.Sala á húsnæði - Skúlagata 9
Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn veitti, á 35. fundi sínum, bæjarráði fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.
Lagt fram kauptilboð til samþykktar.
28.Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna
Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer
Áætlaður verktími eru 15-20 vinnudagar og gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir um mánaðarmót júlí/ágúst 2025.
29.Sveitarfélagsskilti
Málsnúmer 2505013Vakta málsnúmer
30.Sameiginlegar reglur um stuðningsþjónustu á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2412005Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn vísarði reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
31.Ársreikningur 2024
Málsnúmer 2504019Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti á 36. fundi sínum að vísa ársreikningi sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.
32.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
33.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna Sátunar 205
Málsnúmer 2505015Vakta málsnúmer
Fundi slitið.