Fara í efni

Skipulagsnefnd

30. fundur 11. júní 2025 kl. 16:30 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Austurgata 4

Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd leggur til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.

2.Tesla hleðslustöð

Málsnúmer 2506015Vakta málsnúmer

Tesla hefur fengið vilyrði fyrir uppsetningu á hleðslustöð við hlið Ísorku á bílaplaninu við Íþróttamiðstöðina. Tesla hefur sent drög að samningi og staðsetningu stöðva.
Lagt fram til kynningar. Skoða þarf framtíðarskipulag fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu.

3.Hleðslustöð Orkusölunar

Málsnúmer 2506014Vakta málsnúmer

Orkusalan hefur óskað eftir stað í Stykkishólmi fyrir hleðslustöðar fyrir rafmagnsbíla. Þeim hefur verið bent á bílastæðin við slökkvistöðina.
Lagt fram til kynningar. Skoða þarf framtíðarskipulag fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu.

4.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Til kynningar uppfærður viðaukasamningur mill Alta og Sveitarfélagsins Stykkishólmur og áform um að byrja vinnu.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins og málefnið tekið til umræðu í skipulagsnefnd varðandi áherslur aðalskipulagsins.

5.Aðalgata 8 - Tillaga að viðbyggingu

Málsnúmer 2505010Vakta málsnúmer

Lögð fram áform eiganda Aðalgötu 8, Stykkishólmur Inn, að stækkun/viðbyggingu á lóðinni. Um er að ræða nýbyggingu og tengibyggingu, stærð samtals 454 m2.
Skipulagsnefnd fór yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir um stækkun á hótelinu. Fyrir liggur deiliskipulag miðbæjar og samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum á lóðinni og því nauðsynlegt fyrir lóðarhafa að sækja um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á lóð Aðalgötu 8. Muni lóðarhafi óska eftir deiliskipulagsbreytingu þá er æskilegt að skoða aðra möguleika á staðsetningu og útfærslu byggingar. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við eiganda.

6.Borgarbraut 12 - fyrirspurn

Málsnúmer 2506013Vakta málsnúmer

Eigandi Borgarbrautar 12 óskar eftir að sækja um byggingu bílskúrs á lóð sinni eða nágrenni.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á gildandi lóðarleigusamning frá 1981 varðandi staðsetningu bílskúra.

7.Arnarborg - vegvísir

Málsnúmer 2506012Vakta málsnúmer

Félag lóðarhafa í Arnarborg óskar eftir leyfir bæjaryfirvalda til að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við veginn sem liggur að Arnarborgarhverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti til að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við aðkomuna að frístundasvæðinu Arnarborg. Mikilvægt er að staðsetning og útlit skiltis sé í samráði við skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?