Fara í efni

Reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2506027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 34. fundur - 24.06.2025

Á 24. fundi bæjarráðs var samþykkt að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags áður en umsóknir verði teknar til afgreiðslu. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að reglum Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og vísar þeim til staðfestinar í bæjarstjórn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr.750.000 fyrir haustönn 2025.





Bæjarstjórn - 38. fundur - 26.06.2025

Á 24. fundi bæjarráðs var samþykkt að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags áður en umsóknir verði teknar til afgreiðslu. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að reglum Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.



Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, uppfærðar reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.



Bæjarráð lagði jafnframt til við bæjarstjórn að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr.750.000 fyrir haustönn 2025.
Bæjarstjórn staðfestir reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu bæjarráðs um að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr. 750.000 fyrir haustönn 2025.

Báðar tillögur samþykktar samhljóða
Getum við bætt efni síðunnar?