Fara í efni

Bæjarráð

34. fundur 24. júní 2025 kl. 11:00 - 14:08 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH)
  • Haukur Garðarsson (HG) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrefna Gissurardóttir
  • Gyða Steinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hrefna Gissurardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 30

Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um lóð - Hjallatangi 36

Málsnúmer 2505046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ísaks Arnar Baldurssonar um lóðna Hjallatangi 36.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Ísak Arnari Baldurssyni lóðina Hjallatangi 36.

3.Umsókn um lóð - Nesvegur 14a

Málsnúmer 2505016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Þ.B. Borg ehf. fyrir hönd Útgerðarfélagsins Amilín ehf. um lóðina Nesvegur 14a.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Útgerðarfélaginu Amilín ehf. lóðina Nesvegur 14a.

4.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lög fram fundargerð 981. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. júní 2025 og fundargerð 982. fundar stjórnar Sambandsins frá 16. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir síðustu funda Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársfundur Brákar íbúðafélags

Málsnúmer 2506025Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags frá 11. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna

Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársskýrsla Rarik 2024

Málsnúmer 2505036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Rarik fyrir árið 2024 ásamt bréfi til bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um stöðuleyfi - Miðasala á hafnarsvæði

Málsnúmer 2506019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 4m rútu/kálf á hafnarsvæði.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið stöðuleyfi verði veitt og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

10.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu þar sem tíundaðar eru tillögur hópsins atvinnulífi í Stykkishólmi til framdráttar. Á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar benti nefndin á að starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi skilaði af sér skýrslu árið 2022. Þar sem m.a. er lögð áhersla á frekari nýtingu svæðisbundinna náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt og það verði gert með því að efla rannsóknir á lífríki sjávar. Til þess verði stofnað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila þannig að stuðla megi að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun á svæðinu, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Í sama streng tekur stýrihópur um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar í skýrslu frá júní 2024. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði stuðningi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við verkefnið og lagði áherslu á mikilvægi þess að það verði stofnað á vormánuðum 2025 í samræmi við stuðning ráðuneytisins þar um.



Bæjarstjórn staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Bjarni Jónsson, verkefnastjóri verkefnisins, kom til fundar á 5. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gerði grein fyrir stöðu málsins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkaði verkefnastjóra fyrir greinargóða kynningu og hvatti til þess að þekkingarnetið verði stofnað á þessu ári.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins og að verkefnastjóri muni gera bæjarráði nánari grein fyrir verkefninu.

11.Umsókn um námvist utan lögheimilssveitarfélags

Málsnúmer 2505014Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um námvist utan lögheimilssveitarfélags.
Bæjarráð telur sig ekki hafa nægar forsendur til að afgreiðslu erindisins og óskar því eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá umsækjenda um forsendur umsóknar. Með vísan til þessa er að svö stöddu ekki fallist á námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

12.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2505056Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og drög að reglum um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

13.Sveitarfélagsskilti

Málsnúmer 2505013Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga félags atvinnulífs í Stykkishólmi að nýju sveitarfélagsskilti, en á 33. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að afla kostnaðarmats á uppsetningu þriggja skilta á sveitarfélagamörkum. Fyrir bæjarráð er lögð fram tilboð að sveitarfélagaskiltum, ásamt öðrum skiltum.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að ganga til samninga við Fagform ehf.

14.Heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi

Málsnúmer 1907014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vegna Heilsueflingar eldra fólks í Stykkishólmi.
Bæjarráð sér, sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2506027Vakta málsnúmer

Á 24. fundi bæjarráðs var samþykkt að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags áður en umsóknir verði teknar til afgreiðslu. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að reglum Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og vísar þeim til staðfestinar í bæjarstjórn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr.750.000 fyrir haustönn 2025.





16.Umsóknir um tónlistanám utan lögheimilis

Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vegna umsókna frá nemendum með lögheimli í Stykkishólmi.
Bæjarráð óskar eftir rökstuðningi fyrir umsókn ásamt námsvottorði þar sem fram koma upplýsingar um ástundun og námsárangur ásamt umsögn kennara í viðkomandi aðalnámsgrein.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til reglur sveitarfélagsins um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags hafa verið settar.

17.Skógarplöntur í Stykkishólmi

Málsnúmer 2506026Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulags- og umhverfisfulltrúa um útplöntun á birki, elri og furu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áform um gróðursetningu og leggur áherslu á að hafa samráð við íbúa þar sem við á.

18.Jarðvegs- og malbikunarframkvæmdir 2025

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um jarðvegs- og malbikunarframkvæmdir í sveitarfélaginu 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir. Skoða þarf að klára að malbika í Bauluvík og Daddavík.


19.Lóð R1 í Víkurhverfi

Málsnúmer 2506028Vakta málsnúmer

Lagt er til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki um til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðunum á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað er við 600 fm2 byggingarmagn (sem gatnagerðargjald tekur mið af), bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skal byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi og í kringum Móvík (aftan R1) sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun á grunni tillögunnar í framhaldinu.

20.Austurgata 4

Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd lagði til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

21.Tesla hleðslustöð

Málsnúmer 2506015Vakta málsnúmer

Á 30. fundi skipulagsnefndar var lagt fram eindi frá Teslu sem hefur fengið vilyrði fyrir uppsetningu á hleðslustöð við hlið Ísorku á bílaplaninu við Íþróttamiðstöðina. Tesla hefur sent drög að samningi og staðsetningu stöðva.



Skipulagsnefnd taldi að skoða þurfi framtíðarskipulag fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Teslu á grunni fyrirliggjandi samningsdraga sé ekkert því annað til fyrirstöðu.

Bæjarráð felur skipulagsnefnd að rýna og leggja grunn að framtíðarskipulagi fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu sem nýst gæti við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

22.Hleðslustöð Orkusölunar

Málsnúmer 2506014Vakta málsnúmer

Orkusalan hefur óskað eftir stað í Stykkishólmi fyrir hleðslustöðar fyrir rafmagnsbíla. Á 30. fundi skipulagsnefndar kom fram að þeim hafi í því sambandi verið bent verið bent á bílastæðin við slökkvistöðina.



Skipulagsnefnd taldi að skoða þurfi framtíðarskipulag fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Orkusöluna varðandi fyrirhugaða staðsetningu.

Bæjarráð felur skipulagsnefnd að rýna og leggja grunn að framtíðarskipulagi fyrir hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu sem nýst gæti við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

23.Borgarbraut 12 - fyrirspurn

Málsnúmer 2506013Vakta málsnúmer

Eigandi Borgarbrautar 12 óskar eftir að sækja um byggingu bílskúrs á lóð sinni eða nágrenni.



Skipulagsnefnd tók, á 30. fundi sínum, jákvætt í erindið og benti á gildandi lóðarleigusamning frá 1981 varðandi staðsetningu bílskúra.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og hvetur umsækjanda til samráðs við aðra eigendur Borgarbraut 14-20 varðandi fyrirhuguð áform.


24.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lagður fram uppfærður viðaukasamningur mill Alta og Sveitarfélagsins Stykkishólmur og áform um að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags.



Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins á 30. fundi skipulagsnefndar þar sem málefnið tekið til umræðu.
Bæjarráð staðfestir viðaukasamning um 1. áfanga endurskoðunar aðalskipulags Stykkishólms.

25.Arnarborg - vegvísir

Málsnúmer 2506012Vakta málsnúmer

Félag lóðarhafa í Arnarborg óskar eftir leyfir bæjaryfirvalda til að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við veginn sem liggur að Arnarborgarhverfinu.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, fyrir sitt leyti að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við aðkomuna að frístundasvæðinu Arnarborg. Mikilvægt er að staðsetning og útlit skiltis sé í samráði við skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar.

26.Beiðni um tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029

Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að umræðu og ákvörðunartöku með þeim sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði.

Fundi slitið - kl. 14:08.

Getum við bætt efni síðunnar?