Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Skipulagsnefnd - 30
Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Bæjarráð - 34
Málsnúmer 2506003FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 34. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.
3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
Lög fram fundargerð 981. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. júní 2025 og fundargerð 982. fundar stjórnar Sambandsins frá 16. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lagðar fram fundargerðir síðustu funda Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku RMR og JBSJ
Til máls tóku RMR og JBSJ
5.Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna
Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar.
6.Ársskýrsla Rarik 2024
Málsnúmer 2505036Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Rarik fyrir árið 2024 ásamt bréfi til bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
7.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 2505056Vakta málsnúmer
Lagðar fram endurskoðaðar reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og drög að reglum um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð samþykkti reglurnar á 34. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti reglurnar á 34. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn vísar reglunum til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
8.Reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2506027Vakta málsnúmer
Á 24. fundi bæjarráðs var samþykkt að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags áður en umsóknir verði teknar til afgreiðslu. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að reglum Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, uppfærðar reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð lagði jafnframt til við bæjarstjórn að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr.750.000 fyrir haustönn 2025.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, uppfærðar reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð lagði jafnframt til við bæjarstjórn að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr.750.000 fyrir haustönn 2025.
Bæjarstjórn staðfestir reglur Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu bæjarráðs um að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr. 750.000 fyrir haustönn 2025.
Báðar tillögur samþykktar samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu bæjarráðs um að heildarupphæð niðurgreiðslna verði kr. 750.000 fyrir haustönn 2025.
Báðar tillögur samþykktar samhljóða
9.Skógarplöntur í Stykkishólmi
Málsnúmer 2506026Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað skipulags- og umhverfisfulltrúa um útplöntun á birki, elri og furu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi áform um gróðursetningu og lagði áherslu á að hafa samráð við íbúa þar sem við á.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi áform um gróðursetningu og lagði áherslu á að hafa samráð við íbúa þar sem við á.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Lóð R1 í Víkurhverfi
Málsnúmer 2506028Vakta málsnúmer
Lagt var til á 34. fundi bæjarráðs, að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki um til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn (sem gatnagerðargjald tekur mið af), bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi og í kringum Móvík (aftan R1) sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun á grunni tillögunnar í framhaldinu.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi og í kringum Móvík (aftan R1) sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun á grunni tillögunnar í framhaldinu.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við tillögu að breyttu deiluskipulagi á svæðinu.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku RMR, JBSJ, HG og SIM
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við tillögu að breyttu deiluskipulagi á svæðinu.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku RMR, JBSJ, HG og SIM
11.Austurgata 4
Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer
RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd lagði til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd lagði til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
12.Arnarborg - vegvísir
Málsnúmer 2506012Vakta málsnúmer
Félag lóðarhafa í Arnarborg óskar eftir leyfir bæjaryfirvalda til að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við veginn sem liggur að Arnarborgarhverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, fyrir sitt leyti að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við aðkomuna að frístundasvæðinu Arnarborg. Mikilvægt er að staðsetning og útlit skiltis sé í samráði við skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, erindið með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, fyrir sitt leyti að setja upp vegvísi/upplýsingaskilti við aðkomuna að frístundasvæðinu Arnarborg. Mikilvægt er að staðsetning og útlit skiltis sé í samráði við skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, erindið með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Ungmennaráð
Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer
Ráðið er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 14-24 ára og þremur til vara að fengnum tillögum frá nemendafélagi grunnskólans í Stykkishólmi, nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ungmennafélaginu Snæfelli og æskulýðs- og íþróttanefnd, sbr. erindisbréf ungmennaráðs.
Lagt er til að bæjarstjórn óski eftir tilnefningum í ungmennaráð þegar skólastarfsemi hefst í haust.
Lagt er til að bæjarstjórn óski eftir tilnefningum í ungmennaráð þegar skólastarfsemi hefst í haust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
14.Beiðni um tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029
Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029.
Bæjarráð fól, á 34. fundi sínum, bæjarstjóra umboð til umræðu og ákvörðunartöku með þeim sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð fól, á 34. fundi sínum, bæjarstjóra umboð til umræðu og ákvörðunartöku með þeim sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.
15.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar 2025-2026
Málsnúmer 2006056Vakta málsnúmer
Kosning forseta bæjarstjórnar og fyrsta og annan varaforseta bæjarstjórnar skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólms.
Bæjarstjórn samþykkir að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir verði kjörin forseti, Ragnar Ingi Sigurðsson fyrsti varaforseti og Haukur Garðarsson annar varaforseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
16.Kosningar í bæjarráð 2025-2026
Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn kýs þrjá bæjarfulltrúa og þrjá til vara í bæjarráð skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 26. gr. samþykktar þessarar. Eingöngu bæjarfulltrúar eru kjörgengir í bæjarráð sem aðalmenn og varamenn sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn kýs eftirtalda í bæjarráð:
Aðalmenn í bæjarráð:
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir (formaður)
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Haukur Garðarsson
Varamenn í bæjarráð:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Samþykkt samhljóða.
Aðalmenn í bæjarráð:
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir (formaður)
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Haukur Garðarsson
Varamenn í bæjarráð:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Samþykkt samhljóða.
17.Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar 2025
Málsnúmer 2006059Vakta málsnúmer
Forseti bæjarstjórnar gerir það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn 28. ágúst nk. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála fram til bæjarstjórnarfundar í samræmi við 5. mgr. 8 gr. og 1. og 8. mgr. 33 gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms, sbr. og 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
18.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 18:02.