Fara í efni

Forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029

Málsnúmer 2509017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 36. fundur - 18.09.2025

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi forsendur og vísar forsendum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 40. fundur - 25.09.2025

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.



Bæjarráð samþykkti, á 36. fundi sínum, fyrirliggjandi forsendur og vísaði forsendum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur og vísar vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029 til vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku: JBSJ, HG,
Samþykkt samhljóða.

Bókun Í lista
Forsendur fjárhagsáætlunar:
Í forsendum fjárhagsáætlunar eru settur fram rammi um rekstur og fjárfestingar. Eftir miklar fjárfestingar undanfarið eru lagðar fram hóflegar fjárfestingarhreyfingar á næstu árum sem eru skynsamlegt ef menn vilja lækka skuldabyrði og tryggja sjálfbærni í rekstri til framtíðar.
Í ljósi þess að á næsta ári virkjast aftur ákvæði um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga þarf að setja markmið fjárhagsáætlunar þannig að þau standi undir þeim viðmiðum.
Uppgefin skuldaviðmið í lok árs eru frá því í fyrra og í raun ótímabær á þessu stigi þar sem að þau geta breyst við áætlunargerð og ættu því að koma inn á seinni stigum.
Veltufé frá rekstri af heildartekjum er sett 9% en við teljum að markmiðið ætti að vera að veltufé standi a.m.k. undir afborgunum lána og teljum óvíst að 9% dugi til en það kemur þó betur í ljós við gerð áætlunarinnar.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?