Bæjarráð
Dagskrá
1.Landbúnaðarnefnd - 4
Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer
Lögð fram 4. fundargerð Landbúnaðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Skóla- og fræðslunefnd - 21
Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer
Lögð fram 21. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Skipulagsnefnd - 33
Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer
Lögð fram 33. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Haustþing SSV 2025
Málsnúmer 2509010Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð fyrir Haustþing SSV 2025 sem fer fram á Garðavöllum á Akranesi 24. september n.k.
Lagt fram til kynningar.
5.Laxártorg við Aðalgötu
Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísar málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.
6.Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2509015Vakta málsnúmer
Lóðarhafar Höfðagötu 9 óska eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða vegna Höfðagötu 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir íbúum Höfðagötu 4 og 9a.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða vegna Höfðagötu 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir íbúum Höfðagötu 4 og 9a.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
7.Beiðni um breytingar á stoppistöð
Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Vegagerðarinn varðandi breytingar á stoppistöðvum strætisvagna í sveitarfélaginu. Þann 1. janúar 2026 mun nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og er hluti af því að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið.
Til stendur að færa stoppistöðina frá Olís að íþróttamiðstöðinni.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Nefndin gerði ekki athugasemdir við breytinguna.
Til stendur að færa stoppistöðina frá Olís að íþróttamiðstöðinni.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Nefndin gerði ekki athugasemdir við breytinguna.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
8.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025
Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað VSÓ sem unnið var úr niðurstöðum umferðagreinis sem settur var upp í Stykkishólmi í sumar.
Helstu niðurstöður sýna að hraðatakmarkandi aðgerðirnar á Silfurgötu hafa haft góð áhrif, en dregið hefur verulega úr hraðakstri í götunni.
Þá eru einnig lagðar fram tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í Stykkishólmi. Tillögurnar byggja m.a. á umferðaröryggisáætlun Stykkishólms sem unnin var af VSÓ árið 2022. Um er að ræða aðgerðir við Borgarbraut.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsfulltrúi lagði fram, á fundinum, tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í bænum. Skipulagsnefnd tók vel í þessar aðgerðir og taldi jákvætt að færa gangbrautir til á Borgarbraut.
Helstu niðurstöður sýna að hraðatakmarkandi aðgerðirnar á Silfurgötu hafa haft góð áhrif, en dregið hefur verulega úr hraðakstri í götunni.
Þá eru einnig lagðar fram tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í Stykkishólmi. Tillögurnar byggja m.a. á umferðaröryggisáætlun Stykkishólms sem unnin var af VSÓ árið 2022. Um er að ræða aðgerðir við Borgarbraut.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsfulltrúi lagði fram, á fundinum, tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í bænum. Skipulagsnefnd tók vel í þessar aðgerðir og taldi jákvætt að færa gangbrautir til á Borgarbraut.
Bæjarráð lýsi ánægju sinni með þann góða árangur sem mælingar sýna á bættu umferðaröryggi í sveitarfélaginu og samþykkir að vinna áfram að því að bæta umferðaröryggi í sveitarfélaginu.
9.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og nýju deiliskipulagi í landi Hóla 5a.
Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi lagði fram, á 33. fundi skipulagsnefndar, umsagnir og athugasemdir og bókun að svari við athugasemdum. Nefndin samþykkti svör við umsögnum og athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi lagði fram, á 33. fundi skipulagsnefndar, umsagnir og athugasemdir og bókun að svari við athugasemdum. Nefndin samþykkti svör við umsögnum og athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
10.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti, á 39. fundi sínum, að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Fulltrúar Skipavíkur ehf. koma til fundar og gera grein fyrir áætlunum sínum. Einnig koma til fundar nefndarmenn skipulagsnefndar.
Fulltrúar Skipavíkur ehf. koma til fundar og gera grein fyrir áætlunum sínum. Einnig koma til fundar nefndarmenn skipulagsnefndar.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Skipavíkur ehf. fyrir greinargóða kynningu og fagnar áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
11.Sjávarútvegsstefna og skelbætur
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna óvissu um áframhaldandi úthlutun skelbóta. Endurskoðun innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins stendur enn yfir og hefur leitt af sér mikla óvissu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum fengið úthlutað skel- og rækjubótum.
Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni og í ljósi alvarleika málsins er málinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
12.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrhugaða lántöku. Haukur Garðarsson fulltrúi Í lista situr hjá.
13.Forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029
Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi forsendur og vísar forsendum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
14.Heimild til greiðsludreifingar gatnagerðargjalda
Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi og tekin til umræðu heimild til greiðsudreifingar fyrir einstakling vegna fyrri hluta gatnagerðargjalds.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélaginu sé heimilt að skipta greiðslum fyrri 50% greiðslu gatnagerðargjalda hjá einstaklingum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis, þannig að helmingur fyrri greiðslu, sé greiddur á gjalddaga og skipta megi seinni hluta greiðslu til allt að fjögurra mánaða, þó þannig að fullnaðargreiðslu sé lokið fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Bæjarráð leggur jafnframt til að málið verði tekið til skoðunar að nýju á vettvangi bæjarráðs að ári liðnu, ef tilefni þykir til endurskoðunar ákvörðunarinnar.
Bæjarráð leggur jafnframt til að málið verði tekið til skoðunar að nýju á vettvangi bæjarráðs að ári liðnu, ef tilefni þykir til endurskoðunar ákvörðunarinnar.
Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri mætti á fundinn.
15.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi
Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Bjarna Jónssyni, verkefnastjóra, sem greinir frá stöðu verkefnisins Þekkingarnet Breiðafjarðar. Þá kemur Bjarni einnig til fundar og gerir grein fyrir stöðu máls.
Bæjarráð þakkar Bjarna Jónssyni fyrir góða yfirferð og hvetur til þess að unnið verði markvisst í málinu næstu mánuðina.
Bjarni Jónsson vék af fundi.
16.6 mánaða bráðabirgðauppgjör
Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer
Lagt fram 6 mánaða bráðabirgðauppgjör fyrir janúar - júní 2025.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að forstöðumenn haldi sig innan fyrirliggjandi fjárheimilda og minnir forstöðumenn á verklagsreglur sveitarfélagsins um samþykkt viðauka og heimildir vegna tilfærslu á milli deilda.
Fundi slitið - kl. 16:18.