Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Landbúnaðarnefnd - 4
Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer
Lögð fram 4. fundargerð Landbúnaðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Skóla- og fræðslunefnd - 21
Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer
Lögð fram 21. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Skipulagsnefnd - 33
Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer
Lögð fram 33. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Bæjarráð - 36
5.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti, á 39. fundi sínum, að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Einnig var nefndarmönnum skipulagsnefndar boðið til fundar.
Bæjarráð þakkaði fulltrúum Skipavíkur fyrir greinargóða kynningu og fagnaði áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Einnig var nefndarmönnum skipulagsnefndar boðið til fundar.
Bæjarráð þakkaði fulltrúum Skipavíkur fyrir greinargóða kynningu og fagnaði áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku: RMR og JBSJ.
Til máls tóku: RMR og JBSJ.
Ragnar Már Ragnarsson vék af fundi.
6.Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2509015Vakta málsnúmer
Lóðarhafar Höfðagötu 9 óska eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða vegna Höfðagötu 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir íbúum Höfðagötu 4 og 9a.
Bæjarráð staðfesti á 36. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða vegna Höfðagötu 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir íbúum Höfðagötu 4 og 9a.
Bæjarráð staðfesti á 36. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða með 6 greiddum atkvæðum.
Ragnar Már Ragnarsson mætti aftur á fund.
7.Beiðni um breytingar á stoppistöð
Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Vegagerðarinn varðandi breytingar á stoppistöðvum strætisvagna í sveitarfélaginu. Þann 1. janúar 2026 mun nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og er hluti af því að gera breytingar á einstökum stoppistöðvum víðs vegar um landið.
Til stendur að færa stoppistöðina frá Olís að íþróttamiðstöðinni.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Nefndin gerði ekki athugasemdir við breytinguna.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 36. fundi sínum.
Til stendur að færa stoppistöðina frá Olís að íþróttamiðstöðinni.
Málið var tekið til umræðu á 33. fundi skipulagsnefndar. Nefndin gerði ekki athugasemdir við breytinguna.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 36. fundi sínum.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á stoppistöð strætisvagna í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Ragnar Már Ragnarsson vék af fundi
8.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og nýju deiliskipulagi í landi Hóla 5a.
Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi lagði fram, á 33. fundi skipulagsnefndar, umsagnir og athugasemdir og bókun að svari við athugasemdum. Nefndin samþykkti svör við umsögnum og athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarráð staðfesti, á 36. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi lagði fram, á 33. fundi skipulagsnefndar, umsagnir og athugasemdir og bókun að svari við athugasemdum. Nefndin samþykkti svör við umsögnum og athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarráð staðfesti, á 36. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulag og tillögu að aðalskipulagsbreytingu að lokinni auglýsingu og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku fyrirliggjandi mála og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.
Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.
Ragnar Már Ragnarsson mætti inná fundinn.
9.Stefnumörkun í sjávarútvegi og skelbætur
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna óvissu um áframhaldandi úthlutun skelbóta. Endurskoðun innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins stendur enn yfir og hefur leitt af sér mikla óvissu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum fengið úthlutað skel- og rækjubótum.
Bæjarráð lýsti, á 36. fundi sínum, yfir þungum áhyggjum af stöðunni og vísaði málinu, í ljósi alvarleika þess,til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð lýsti, á 36. fundi sínum, yfir þungum áhyggjum af stöðunni og vísaði málinu, í ljósi alvarleika þess,til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Hér er um að ræða lykilhagsmunamál fyrir fyrirtæki sem stunda útgerð og fiskvinnslu í bænum og hafa byggt rekstrargrundvöll sinn á þeim aflaheimildum sem skelbótum hafa fylgt.
Sjávarútvegur hefur lengi verið hryggjarstykkið í atvinnulífi Stykkishólms og stærsti hluti útsvarstekna sveitarfélagsins kemur frá fyrirtækjum sem reiða sig á skelbætur. Þær hafa því verið lykilforsenda byggðafestu í Stykkishólmi. Með því að skerða eða afnema þær er jafnframt verið að veikja rekstrargrundvöll sveitarfélagsins og samfélagsins í heild.
Bæjarstjórn tekur fram að ekkert samráð hefur átt sér stað við sveitarfélagið vegna stefnumörkunar ráðherra og þeirra tafa sem orðið hafa á útgáfu skelbóta. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að tryggt verði fullt samráð við sveitarfélagið í þeirri stefnumótunarvinnu.
Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hafi ekki verið gefin út og svo virðist sem unnið sé að því að svipta skelútgerðir aflaheimildum með varanlegum afleiðingum fyrir atvinnulífið.
Bæjarstjórn leggur því þunga áherslu á að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar, þrátt fyrir þá stefnumörkunarvinnu sem ráðherra hefur hafið, og að leiðréttar verði úthlutanir vegna skelbóta á síðustu árum.
Samþykkt samhljóða.
Sjávarútvegur hefur lengi verið hryggjarstykkið í atvinnulífi Stykkishólms og stærsti hluti útsvarstekna sveitarfélagsins kemur frá fyrirtækjum sem reiða sig á skelbætur. Þær hafa því verið lykilforsenda byggðafestu í Stykkishólmi. Með því að skerða eða afnema þær er jafnframt verið að veikja rekstrargrundvöll sveitarfélagsins og samfélagsins í heild.
Bæjarstjórn tekur fram að ekkert samráð hefur átt sér stað við sveitarfélagið vegna stefnumörkunar ráðherra og þeirra tafa sem orðið hafa á útgáfu skelbóta. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að tryggt verði fullt samráð við sveitarfélagið í þeirri stefnumótunarvinnu.
Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hafi ekki verið gefin út og svo virðist sem unnið sé að því að svipta skelútgerðir aflaheimildum með varanlegum afleiðingum fyrir atvinnulífið.
Bæjarstjórn leggur því þunga áherslu á að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar, þrátt fyrir þá stefnumörkunarvinnu sem ráðherra hefur hafið, og að leiðréttar verði úthlutanir vegna skelbóta á síðustu árum.
Samþykkt samhljóða.
10.Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum
Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi og tekin til umræðu heimild til greiðsludreifingar fyrir einstakling vegna fyrri hluta gatnagerðargjalds.
Bæjarráð lagði, á 36. fundi sínum, til við bæjarstjórn að sveitarfélaginu sé heimilt að skipta greiðslum fyrri 50% greiðslu gatnagerðargjalda hjá einstaklingum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis, þannig að helmingur fyrri greiðslu, sé greiddur á gjalddaga og skipta megi seinni hluta greiðslu til allt að fjögurra mánaða, þó þannig að fullnaðargreiðslu sé lokið fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Bæjarráð lagði jafnframt til að málið verði tekið til skoðunar að nýju á vettvangi bæjarráðs að ári liðnu, ef tilefni þykir til endurskoðunar ákvörðunarinnar.
Bæjarráð lagði, á 36. fundi sínum, til við bæjarstjórn að sveitarfélaginu sé heimilt að skipta greiðslum fyrri 50% greiðslu gatnagerðargjalda hjá einstaklingum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis, þannig að helmingur fyrri greiðslu, sé greiddur á gjalddaga og skipta megi seinni hluta greiðslu til allt að fjögurra mánaða, þó þannig að fullnaðargreiðslu sé lokið fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Bæjarráð lagði jafnframt til að málið verði tekið til skoðunar að nýju á vettvangi bæjarráðs að ári liðnu, ef tilefni þykir til endurskoðunar ákvörðunarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
11.Forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029
Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð samþykkti, á 36. fundi sínum, fyrirliggjandi forsendur og vísaði forsendum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 36. fundi sínum, fyrirliggjandi forsendur og vísaði forsendum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur og vísar vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029 til vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku: JBSJ, HG,
Samþykkt samhljóða.
Bókun Í lista
Forsendur fjárhagsáætlunar:
Í forsendum fjárhagsáætlunar eru settur fram rammi um rekstur og fjárfestingar. Eftir miklar fjárfestingar undanfarið eru lagðar fram hóflegar fjárfestingarhreyfingar á næstu árum sem eru skynsamlegt ef menn vilja lækka skuldabyrði og tryggja sjálfbærni í rekstri til framtíðar.
Í ljósi þess að á næsta ári virkjast aftur ákvæði um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga þarf að setja markmið fjárhagsáætlunar þannig að þau standi undir þeim viðmiðum.
Uppgefin skuldaviðmið í lok árs eru frá því í fyrra og í raun ótímabær á þessu stigi þar sem að þau geta breyst við áætlunargerð og ættu því að koma inn á seinni stigum.
Veltufé frá rekstri af heildartekjum er sett 9% en við teljum að markmiðið ætti að vera að veltufé standi a.m.k. undir afborgunum lána og teljum óvíst að 9% dugi til en það kemur þó betur í ljós við gerð áætlunarinnar.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Til máls tóku: JBSJ, HG,
Samþykkt samhljóða.
Bókun Í lista
Forsendur fjárhagsáætlunar:
Í forsendum fjárhagsáætlunar eru settur fram rammi um rekstur og fjárfestingar. Eftir miklar fjárfestingar undanfarið eru lagðar fram hóflegar fjárfestingarhreyfingar á næstu árum sem eru skynsamlegt ef menn vilja lækka skuldabyrði og tryggja sjálfbærni í rekstri til framtíðar.
Í ljósi þess að á næsta ári virkjast aftur ákvæði um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga þarf að setja markmið fjárhagsáætlunar þannig að þau standi undir þeim viðmiðum.
Uppgefin skuldaviðmið í lok árs eru frá því í fyrra og í raun ótímabær á þessu stigi þar sem að þau geta breyst við áætlunargerð og ættu því að koma inn á seinni stigum.
Veltufé frá rekstri af heildartekjum er sett 9% en við teljum að markmiðið ætti að vera að veltufé standi a.m.k. undir afborgunum lána og teljum óvíst að 9% dugi til en það kemur þó betur í ljós við gerð áætlunarinnar.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
12.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 36. fundi sínum, að samþykkja fyrhugaða lántöku.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 36. fundi sínum, að samþykkja fyrhugaða lántöku.
Gögn lögð fram.
Lánssamningur nr. 2509_49
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á eldri lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakobi Björgvini Sigríðarsyni Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 060982-5549 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lánssamningur nr. 2509_48
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir og endurbætur á grunnskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakobi Björgvini Sigríðarsyni Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 060985-5549 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista. Bæjarfulltrúar Í-lista greiddu á móti.
Til máls tók: HG
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Lántaka ársins samkvæmt áætlun er 250 milljónir. Fyrir fundinum liggur önnur lántaka ársins upp á 100 milljónir en fyrsta lántaka ársins upp á 150 milljónir var í febrúar. Íbúalistinn hefur varað við of miklum lántökum sem undanfarið eru umfram afborganir eldri lána. Besta fjárfesting sveitarfélagsins er að greiða niður skuldir, fara hóflega í fjárfestingar og forgangsraða framkvæmdaverkum.
Undirrituð munu greiða atkvæði á móti afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Lánssamningur nr. 2509_49
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á eldri lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakobi Björgvini Sigríðarsyni Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 060982-5549 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lánssamningur nr. 2509_48
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir og endurbætur á grunnskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jakobi Björgvini Sigríðarsyni Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 060985-5549 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista. Bæjarfulltrúar Í-lista greiddu á móti.
Til máls tók: HG
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Lántaka ársins samkvæmt áætlun er 250 milljónir. Fyrir fundinum liggur önnur lántaka ársins upp á 100 milljónir en fyrsta lántaka ársins upp á 150 milljónir var í febrúar. Íbúalistinn hefur varað við of miklum lántökum sem undanfarið eru umfram afborganir eldri lána. Besta fjárfesting sveitarfélagsins er að greiða niður skuldir, fara hóflega í fjárfestingar og forgangsraða framkvæmdaverkum.
Undirrituð munu greiða atkvæði á móti afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
13.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 17:44.