Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 852008 (háskólasamstæða)
Málsnúmer 2511002
Vakta málsnúmerBæjarráð - 38. fundur - 13.11.2025
Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi mætti á fundinn.
Lögð fram til staðfestingar umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða).
Forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi kemur til fundar.
Forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi kemur til fundar.
Bæjarráð staðfestir umsögn sveitarfélagsins.
Jón Einar vék af fundi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 6. fundur - 26.11.2025
Lögð verður fram umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008. Málið snýr að fyrirhuguðum breytingum á skipulagi háskólastigsins í heild og mögulegum sameiningum eða aukinni samhæfingu innan kerfisins. Slíkar breytingar geta haft víðtæk áhrif á starfsemi, þjónustu og aðgengi að námi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og því sérstaklega mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fylgjast náið með málinu og miðla afstöðu sinni.
Umsögn sveitarfélagsins er lögð fram til kynningar og umræðu.
Umsögn sveitarfélagsins er lögð fram til kynningar og umræðu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms umfjöllunar og styður framkomna afstöðu sveitarfélagsins um mikilvægi jafns aðgangs landsbyggðar að háskólastigi. Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið fylgi málinu áfram eftir.