Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH)
Dagskrá
1.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 852008 (háskólasamstæða)
Málsnúmer 2511002Vakta málsnúmer
Lögð verður fram umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008. Málið snýr að fyrirhuguðum breytingum á skipulagi háskólastigsins í heild og mögulegum sameiningum eða aukinni samhæfingu innan kerfisins. Slíkar breytingar geta haft víðtæk áhrif á starfsemi, þjónustu og aðgengi að námi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og því sérstaklega mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fylgjast náið með málinu og miðla afstöðu sinni.
Umsögn sveitarfélagsins er lögð fram til kynningar og umræðu.
Umsögn sveitarfélagsins er lögð fram til kynningar og umræðu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms umfjöllunar og styður framkomna afstöðu sveitarfélagsins um mikilvægi jafns aðgangs landsbyggðar að háskólastigi. Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið fylgi málinu áfram eftir.
2.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Kynnt verða nýjustu gögn og stöðumat á skipulagsvinnu við Agustsonreit. Vinnan er á lokametrum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur málið til umfjöllunar og ítrekar mikilvægi uppbyggingar á reitnum fyrir atvinnulíf í Stykkishólmi.
3.Samgönguáætlun - Skógarstrandarvegur
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun 2024-2028 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd. Uppfærð drög að samgönguáætlun eru væntanleg á haustþingi 2025 og brýnt að áætlunin endurspegli raunverulegan forgang vegarins.
Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.
Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.
Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoða færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
Bæjarráð óskaði, á 37. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi þverun Álftafjarðar. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ályktun varðandi Skógarstrandarveg.
Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekaði, á 41. fundi sínum, mikilvægi þess að uppbygging Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd verði sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og er lykilþáttur í samgöngum, búsetu, þjónustu, atvinnulífi og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, er óviðunandi og hamlar verulega framþróun svæðisins, auk þess sem það samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins hvað varðar uppbyggingu og fjármögnun.
Bæjarstjórn tók undir fyrirliggjandi afgreiðslu 34. fundar skipulagsnefndar og styður þá áherslu að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins og að ný veglína verði samþætt endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög.
Með hliðsjón af framangreindu krafðist bæjarstjórn þess að framkvæmdir á Skógarstrandarvegi, þar á meðal þverun Álftafjarðar, verði fullfjármögnuð í samgönguáætlun. Tryggja þarf fjármagn bæði til undirbúnings og framkvæmdar og hraða uppbyggingu vegarins í samræmi við markmið samgönguáætlunar um uppbyggingu grunnnets samgangna á Íslandi. Bæjarstjórn lagði jafnframt áherslu á að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á veginum eigi síðar en árið 2029, að undanskildri veglínu sem snýr að þverun og/eða brú yfir Álftafjörð, og að framkvæmdum við þverun eða brú yfir Álftafjörð verði lokið fyrir árið 2032. Í því sambandi þarf að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags frá Stykkishólmsvegi a.m.k. að Svelgsá á árinu 2026 eða að þeim kafla sem ný veglína tekur við. Minnt er á að uppbygging á umræddum kafla innan sveitarfélagsins var áherslumál í sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á árinu 2022.
Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að koma ályktun þessari á framfæri við innviðaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Dalabyggð og fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.
Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.
Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoða færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
Bæjarráð óskaði, á 37. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi þverun Álftafjarðar. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ályktun varðandi Skógarstrandarveg.
Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekaði, á 41. fundi sínum, mikilvægi þess að uppbygging Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd verði sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og er lykilþáttur í samgöngum, búsetu, þjónustu, atvinnulífi og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, er óviðunandi og hamlar verulega framþróun svæðisins, auk þess sem það samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins hvað varðar uppbyggingu og fjármögnun.
Bæjarstjórn tók undir fyrirliggjandi afgreiðslu 34. fundar skipulagsnefndar og styður þá áherslu að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins og að ný veglína verði samþætt endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög.
Með hliðsjón af framangreindu krafðist bæjarstjórn þess að framkvæmdir á Skógarstrandarvegi, þar á meðal þverun Álftafjarðar, verði fullfjármögnuð í samgönguáætlun. Tryggja þarf fjármagn bæði til undirbúnings og framkvæmdar og hraða uppbyggingu vegarins í samræmi við markmið samgönguáætlunar um uppbyggingu grunnnets samgangna á Íslandi. Bæjarstjórn lagði jafnframt áherslu á að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á veginum eigi síðar en árið 2029, að undanskildri veglínu sem snýr að þverun og/eða brú yfir Álftafjörð, og að framkvæmdum við þverun eða brú yfir Álftafjörð verði lokið fyrir árið 2032. Í því sambandi þarf að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags frá Stykkishólmsvegi a.m.k. að Svelgsá á árinu 2026 eða að þeim kafla sem ný veglína tekur við. Minnt er á að uppbygging á umræddum kafla innan sveitarfélagsins var áherslumál í sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á árinu 2022.
Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að koma ályktun þessari á framfæri við innviðaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Dalabyggð og fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir fyrri ályktanir skipulagsnefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar. Þá ítrekar nefndin enn og aftur fyrri ályktanir nefndarinnar um mikilvægi þess að framkvæmdir við Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd verði settar í forgang í nýrri samgönguáætlun og leggur í þeim efnum áherslu á að tryggt verði fjármagn til undirbúnings og framkvæmda, þ.m.t. þverunar Álftafjarðar, að hraðað verði uppbyggingu bundins slitlags og að endanleg veglína verði samþætt aðalskipulagi og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og Dalabyggð. Áherslur þessar þurfa að endurspeglast í nýrri samgönguáætlun sem stefnt er að komi til afgreiðslu Alþingis á árinu 2026.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur jafnframt þunga áherslu á, þar sem afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til ársins 2026, að Alþingi samþykki fjárheimildir fyrir lok árs 2025 til handa Vegagerðinni vegna Skógarstrandarvegar. Slíkt er nauðsynlegt til þess að unnt verði að hefja áframhaldandi framkvæmdir við Skógarstrandarveg á árinu 2026, með sérstakri áherslu á uppbyggingu vegarins innan sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi áform.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur jafnframt þunga áherslu á, þar sem afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til ársins 2026, að Alþingi samþykki fjárheimildir fyrir lok árs 2025 til handa Vegagerðinni vegna Skógarstrandarvegar. Slíkt er nauðsynlegt til þess að unnt verði að hefja áframhaldandi framkvæmdir við Skógarstrandarveg á árinu 2026, með sérstakri áherslu á uppbyggingu vegarins innan sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi áform.
4.Sjávarútvegsstefna og skelbætur
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna skel- og rækjubóta og stöðu þeirra mála sem tengjast tillögum sem settar eru fram í skýrslunni Auðlindin okkar-Sjálfbær sjávarútvegur og eru til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu, ásamt ályktunum 23. fundar bæjarráðs þann 20. júní 2024 og 26. fundar bæjarstjórnar þann 27. júní 2024 þar sem minnt var á að bæjarstjórn Stykkishólms hafur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Í því sambandi var vísað til fyrri ályktana bæjarstjórnar.
Í fyrrnefndum ályktunum var tekið fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafi sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafi talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bótalaust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi var ítrekuð afstaða sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður muni það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna og valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt. Matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins voru að lokum hvattir til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
Á 28. fundi sínum ítrekaði bæjarstjórn Stykkishólms fyrri ályktanir og lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að sanngjörn og farsæl niðurstaða fáist í þetta mikilvæga mál sem fyrst.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 4. fundi sínum, undir ályktun bæjarstjórnar Stykkishólms um að skelbætur verði veittar áfram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd ítrekaði jafnframt áherslu sína með að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.
Í fyrrnefndum ályktunum var tekið fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafi sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafi talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bótalaust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi var ítrekuð afstaða sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður muni það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna og valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt. Matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins voru að lokum hvattir til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
Á 28. fundi sínum ítrekaði bæjarstjórn Stykkishólms fyrri ályktanir og lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að sanngjörn og farsæl niðurstaða fáist í þetta mikilvæga mál sem fyrst.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 4. fundi sínum, undir ályktun bæjarstjórnar Stykkishólms um að skelbætur verði veittar áfram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd ítrekaði jafnframt áherslu sína með að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.
Atvinnu- og nýsköpunarnefndar ítrekar fyrri afstöðu sína og bæjarstjórnar um að skelbætur séu ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðafestu í Stykkishólmi og verði áfram veittar fyrirtækjum við Breiðafjörð og að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma. Nefndin hafnar alfarið öllum áformum um að skelbætur verði skertar eða lagðar niður, enda væri slíkt verulega skaðlegt fyrir atvinnulíf sveitarfélagsins, tekjur þess og samfélagið í heild.
Nefndin lýsir alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hefur enn ekki verið gefin út og telur óásættanlegt að málið hafi dregist svo lengi. Þá bendir nefndin á að ráðherra hefur ekki átt samráð við sveitarfélagið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, þótt um sé að ræða eitt mikilvægasta byggðamál sem snertir sveitarfélagið, þar sem tugir starfa eru í húfi.
Nefndin áréttar að þingmenn kjördæmisins, og sérstaklega ráðherra sem jafnframt er þingmaður Norðvesturkjördæmis, verði að standa vörð um hagsmuni samfélagsins í Stykkishólmi og láta sig málið varða. Ef ætlunin er, eins og framganga ríkisins gefur sterklega til kynna, að fella skelbæturnar niður, verður ráðherra að horfast í augu við alvarleika þeirrar ákvörðunar. Það er óhugsandi og í raun algjörlega óásættanlegt að slík aðgerð yrði framkvæmd á ráðherravakt þingmanns kjördæmisins.
Nefndin skorar á innviðaráðherra, sem fer með málaflokkinn, og þingmenn kjördæmisins að bregðast tafarlaust við, tryggja útgáfu reglugerðar án frekari tafa og vinna að farsælli og sanngjarnri niðurstöðu sem tryggir að skelbætur haldist áfram í Stykkishólmi og rekstraröryggi fyrirtækja og samfélags verði ekki stefnt í hættu.
Nefndin lýsir alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hefur enn ekki verið gefin út og telur óásættanlegt að málið hafi dregist svo lengi. Þá bendir nefndin á að ráðherra hefur ekki átt samráð við sveitarfélagið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, þótt um sé að ræða eitt mikilvægasta byggðamál sem snertir sveitarfélagið, þar sem tugir starfa eru í húfi.
Nefndin áréttar að þingmenn kjördæmisins, og sérstaklega ráðherra sem jafnframt er þingmaður Norðvesturkjördæmis, verði að standa vörð um hagsmuni samfélagsins í Stykkishólmi og láta sig málið varða. Ef ætlunin er, eins og framganga ríkisins gefur sterklega til kynna, að fella skelbæturnar niður, verður ráðherra að horfast í augu við alvarleika þeirrar ákvörðunar. Það er óhugsandi og í raun algjörlega óásættanlegt að slík aðgerð yrði framkvæmd á ráðherravakt þingmanns kjördæmisins.
Nefndin skorar á innviðaráðherra, sem fer með málaflokkinn, og þingmenn kjördæmisins að bregðast tafarlaust við, tryggja útgáfu reglugerðar án frekari tafa og vinna að farsælli og sanngjarnri niðurstöðu sem tryggir að skelbætur haldist áfram í Stykkishólmi og rekstraröryggi fyrirtækja og samfélags verði ekki stefnt í hættu.
5.Innviðagjald á skemmtiferðaskip
Málsnúmer 2411027Vakta málsnúmer
Undir lok síðasta árs voru samþykktar lagabreytingar á Alþingi sem gerir m.a. ráð fyrir að leggja 2.500 króna innviðagjald á hvern farþega skemmtiferðaskipa fyrir hvern sólarhring sem siglt er við Íslands strendur. Ljóst er að álagt innviðagjald hefur þegar leitt af sér færri komur skemmtiferðaskipa til landsins og þá sérstaklega minni skipanna, sem hafa sótt heim minni byggðir á borð við Stykkishólm. Komur skemmtiferðaskipa til Stykkishólms hafa hríðlækkar í kjölfar lagabreytingarinnar sem hefur sett sjálfbærni Stykkishólmshafnar í hættu sem er alvarleg staða fyrir atvinnulíf í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagðist, á 4. fundi sínum, gegn þeim álögum sem boðuð eru í frumvarpinu, enda fyrirvarinn of skammur fyrir slíka gjaldtöku. Nefndin taldi að ef umrædd gjöld yrðu að veruleika væru verulegar líkur á stoðunum verði kippt undan lífæð Stykkishólmshafnar með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi nauðsynlegt að slík gjöld skili sér til nærsamfélaganna, þ.e. sveitarfélaganna.
Málið tekið til umræðu að nýju í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir varðandi komur skemmtiferðaskipa í kjölfar lögfestingar innviðagajalds á skemmtiferðarskipum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagðist, á 4. fundi sínum, gegn þeim álögum sem boðuð eru í frumvarpinu, enda fyrirvarinn of skammur fyrir slíka gjaldtöku. Nefndin taldi að ef umrædd gjöld yrðu að veruleika væru verulegar líkur á stoðunum verði kippt undan lífæð Stykkishólmshafnar með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi nauðsynlegt að slík gjöld skili sér til nærsamfélaganna, þ.e. sveitarfélaganna.
Málið tekið til umræðu að nýju í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir varðandi komur skemmtiferðaskipa í kjölfar lögfestingar innviðagajalds á skemmtiferðarskipum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur málið til umræðu í ljósi nýrra gagna. Ljóst er að neikvæð áhrif innviðagjaldsins eru staðfest og umtalsverð. Nefndin kallar eftir því að þingmenn axli pólitíska ábyrgð á málinu, bæði þeir sem stóðu að samþykkt gjaldsins og þeir sem hingað til hafa ekki náð fram nauðsynlegum breytingum á Alþingi. Ábyrgðin er mikil í ljósi þeirra alvarlegu áhrifa sem gjaldið hefur nú þegar haft á atvinnulíf í Stykkishólmi, líkt og nefndin varaði við á síðasta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd staðfestir að öðru leyti fyrri afstöðu sína og afstöðu sveitarfélagsins um að innviðagjaldið hafi verulega neikvæð áhrif á komur skemmtiferðaskipa og þar með á sjálfbærni hafnarinnar og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Nefndin krefst þess að gjaldið verði endurskoðað án tafar.
Nefndin telur jafnframt að verði slík gjaldtaka áfram viðhöfð þá eigi hún að renna til viðkomandi sveitarfélaga en ekki ríkisins. Það eru íbúar og innviðir þeirra svæða sem skipin koma til sem bera hitann og þungann af umferð skemmtiferðaskipa og því er réttlátt að tekjur fylgi þeim skyldum og þeirri ábyrgð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd staðfestir að öðru leyti fyrri afstöðu sína og afstöðu sveitarfélagsins um að innviðagjaldið hafi verulega neikvæð áhrif á komur skemmtiferðaskipa og þar með á sjálfbærni hafnarinnar og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Nefndin krefst þess að gjaldið verði endurskoðað án tafar.
Nefndin telur jafnframt að verði slík gjaldtaka áfram viðhöfð þá eigi hún að renna til viðkomandi sveitarfélaga en ekki ríkisins. Það eru íbúar og innviðir þeirra svæða sem skipin koma til sem bera hitann og þungann af umferð skemmtiferðaskipa og því er réttlátt að tekjur fylgi þeim skyldum og þeirri ábyrgð.
6.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga um heimild fyrir rekstraraðila á hafnarsvæðinu til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 í gegnum útfærslu Parka ehf. Meginmarkmiðið er að styðja ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu, efla þjónustu og bæta aðgengi gestum og viðskiptavinum.
Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.
Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.
Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur framlagða tillögu til umræðu. Nefndin tekur undir að gjaldtakan á hafnarsvæðinu sé mikilvægur þáttur í uppbyggingu og viðhaldi þeirra innviða sem þjónusta ferðamenn. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að styðja við heimild rekstraraðila til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði, enda sé slíkt úrræði skynsamleg leið til að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu í ljósi gjaldtökunnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir að nauðsynlegt sé að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Vegna bílastæðagjalda við hafnarsvæðið
Undirritaðir leggjast alfarið gegn þessari ákvörðun.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum á og við hafnarsvæðið hefur þessi ákvörðun haft neikvæð áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja sem þar starfa en það er öfugt við það sem er raunin þegar haldið er vestar á Snæfellsnesið.
Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum.
Í fyrsta lagi eru ferðir ferjunnar talsvert færri en í fyrra. Ef bara er horft til sumarsins þá eru það 9 ferðir vikulega í stað 14 áður. Þar til viðbótar eru tímasetningar í sumar talsvert óhagstæðar. Nú í sumar fór ferjan kl. 11:00 og kom aftur kl. 17:00. Farþegar ferjunnar voru því minna að skila sér á veitingahús eða kaffihús. Síðastliðin ár kom ferjan kl. 21:00 að kvöldi og margir notfærðu sér að borða þá og gistu mun frekar í bænum að því er virðist.
Farþegaskipið Særún sigldi ekkert og ekkert kom í staðinn auk þess sem komum skemmtiferðaskipa fækkaði verulega.
Sæferðir ráku áður kaffihús en ekki nú í sumar. Með lokun Sæferða versnar þjónustustigið hér í Hólminum ekki síst á veturna.
Breiðafjörður og umferð ferðamanna þar er líklegast til að vera forsenda viðsnúnings og vaxtar í ferðaþjónustu. Innheimta bílastæðagjalda vinnur þar á móti.
Það þarf að laða að nýja afþreyingu og þjónustu við höfnina og Breiðafjörð. Fá einhvern sem sér tækifæri í að vera með ferðir um svæðið til að fjárfesta og hefja starfsemi. Bílastæðagjald vinnur þar á móti.
Þau rök heyrast að þessi gjaldtaka sé vegna þeirra sem eru langdvölum í eyjunum. Ef svo er þá skítur skökku við að rukka fyrir bílastæði frá því snemma morguns til miðnættis.
Atvinnumálanefndin þarf að sýna að nefndin standi með atvinnurekstrinum. Það þarf að hlúa að þessari atvinnugrein ef undanhaldið og samdráttur á ekki að halda áfram.
Þegar það fer að verða fjölmenni og uppgangur aftur í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi verður mögulega rétt að skoða með bílastæðagjöld við höfnina en það er allavega ekki eins og staðan og þróunin er.
Okkar styrkur í ferðaþjónustu ætti að vera Breiðafjörður annars vegar og gamli bærinn og höfnin hins vegar. Höfnin og Súgandisey eru helstu ferðamannastaðir bæjarins. Við erum hins vegar ekkert að vinna með þetta og staða okkar versnar bara milli ára. Engin stefna er í gangi um hvernig við getum gert okkur gildandi með þessi verðmæti.
Undirritaðir telja nauðsynlegt að setja nú þegar af stað greiningu og stefnumótunarvinnu í málefnum ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi. Ferðaþjónustuaðilar verði kallaðir að borðinu og gerð verði áætlun um sókn í ferðaþjónustunni á næstu árum.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir að nauðsynlegt sé að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Vegna bílastæðagjalda við hafnarsvæðið
Undirritaðir leggjast alfarið gegn þessari ákvörðun.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum á og við hafnarsvæðið hefur þessi ákvörðun haft neikvæð áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja sem þar starfa en það er öfugt við það sem er raunin þegar haldið er vestar á Snæfellsnesið.
Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum.
Í fyrsta lagi eru ferðir ferjunnar talsvert færri en í fyrra. Ef bara er horft til sumarsins þá eru það 9 ferðir vikulega í stað 14 áður. Þar til viðbótar eru tímasetningar í sumar talsvert óhagstæðar. Nú í sumar fór ferjan kl. 11:00 og kom aftur kl. 17:00. Farþegar ferjunnar voru því minna að skila sér á veitingahús eða kaffihús. Síðastliðin ár kom ferjan kl. 21:00 að kvöldi og margir notfærðu sér að borða þá og gistu mun frekar í bænum að því er virðist.
Farþegaskipið Særún sigldi ekkert og ekkert kom í staðinn auk þess sem komum skemmtiferðaskipa fækkaði verulega.
Sæferðir ráku áður kaffihús en ekki nú í sumar. Með lokun Sæferða versnar þjónustustigið hér í Hólminum ekki síst á veturna.
Breiðafjörður og umferð ferðamanna þar er líklegast til að vera forsenda viðsnúnings og vaxtar í ferðaþjónustu. Innheimta bílastæðagjalda vinnur þar á móti.
Það þarf að laða að nýja afþreyingu og þjónustu við höfnina og Breiðafjörð. Fá einhvern sem sér tækifæri í að vera með ferðir um svæðið til að fjárfesta og hefja starfsemi. Bílastæðagjald vinnur þar á móti.
Þau rök heyrast að þessi gjaldtaka sé vegna þeirra sem eru langdvölum í eyjunum. Ef svo er þá skítur skökku við að rukka fyrir bílastæði frá því snemma morguns til miðnættis.
Atvinnumálanefndin þarf að sýna að nefndin standi með atvinnurekstrinum. Það þarf að hlúa að þessari atvinnugrein ef undanhaldið og samdráttur á ekki að halda áfram.
Þegar það fer að verða fjölmenni og uppgangur aftur í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi verður mögulega rétt að skoða með bílastæðagjöld við höfnina en það er allavega ekki eins og staðan og þróunin er.
Okkar styrkur í ferðaþjónustu ætti að vera Breiðafjörður annars vegar og gamli bærinn og höfnin hins vegar. Höfnin og Súgandisey eru helstu ferðamannastaðir bæjarins. Við erum hins vegar ekkert að vinna með þetta og staða okkar versnar bara milli ára. Engin stefna er í gangi um hvernig við getum gert okkur gildandi með þessi verðmæti.
Undirritaðir telja nauðsynlegt að setja nú þegar af stað greiningu og stefnumótunarvinnu í málefnum ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi. Ferðaþjónustuaðilar verði kallaðir að borðinu og gerð verði áætlun um sókn í ferðaþjónustunni á næstu árum.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
7.Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta - Hamraendar
Málsnúmer 2510012Vakta málsnúmer
Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
Bæjarstjórn Stykkishólms lagði, á 41. fundi sínum, áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi. Bæjarstjórn taldi mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag. Bæjarstjórn Stykkishólms óskaði eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms lagði, á 41. fundi sínum, áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi. Bæjarstjórn taldi mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag. Bæjarstjórn Stykkishólms óskaði eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur framlagðar upplýsingar til umræðu og tekur undir ályktun bæjarstjórnar um að öruggt, fyrirsjáanlegt og nægjanlegt orkuframboð sé grundvallarforsenda atvinnuuppbyggingar á Hamraendum, þar á meðal fyrir áform ISEA um starfsemi í Stykkishólmi.
Nefndin áréttar að óvissa um afhendingargetu, sérstaklega á heitu vatni, sé bæði óásættanleg og óskiljanleg. Það er með öllu óviðunandi að sveitarfélagið og fyrirtæki í atvinnurekstri fái ekki skýr svör um hvaða afhendingu Veitur ohf. geti tryggt, ekki síst í ljósi þess að slík afhending var ekki vandamál fyrr á árinu. Nefndin telur óásættanlegt að Veitur geti ekki tilgreint hvaða magn heits vatns sé raunhæft að veita atvinnufyrirtækjum.
Nefndin telur jafnframt óeðlilegt og ósanngjarnt að umhverfisvænt nýsköpunarfyrirtæki, sem reiðubúið er að hefja starfsemi í Stykkishólmi, sé beðið um að taka þátt í fjármögnun innviðauppbyggingar upp á nærri 50 milljónir króna, á svæði þar sem gera þarf ráð fyrir að innviðir nýtist allri fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu á Hamraendum sem sveitarfélagið stefnir á að hefja á árunum 2026 og 2027. Sérstaklega er þetta óeðlilegt í ljósi þess að Veitur ohf. höfðu þegar yfirsýn yfir stöðu mála í janúar síðastliðnum og gátu því með réttu upplýst hagsmunaaðila fyrr.
Nefndin undirstrikar að uppbygging atvinnu- og iðnaðarstarfsemi á svæðinu sé hagsmunamál allra ? sveitarfélagsins, íbúa og veitufyrirtækjanna sjálfra. Því verði að liggja skýrt fyrir hvaða jarðvarmi og afhendingargeta standi til ráðstöfunar fyrir slíka uppbyggingu og hvaða skref þurfi að taka til að tryggja hana til framtíðar.
Með vísan til framangreinds leggur nefndin til, vegna alvarleika málsins, að bæjarstjórn boði til fundar með Veitum ohf. hið fyrsta og kalli eftir skýrum og trúverðugum svörum, með tímasettum aðgerðum, um afhendingargetu og nauðsynlegar framkvæmdir.
Nefndin áréttar að óvissa um afhendingargetu, sérstaklega á heitu vatni, sé bæði óásættanleg og óskiljanleg. Það er með öllu óviðunandi að sveitarfélagið og fyrirtæki í atvinnurekstri fái ekki skýr svör um hvaða afhendingu Veitur ohf. geti tryggt, ekki síst í ljósi þess að slík afhending var ekki vandamál fyrr á árinu. Nefndin telur óásættanlegt að Veitur geti ekki tilgreint hvaða magn heits vatns sé raunhæft að veita atvinnufyrirtækjum.
Nefndin telur jafnframt óeðlilegt og ósanngjarnt að umhverfisvænt nýsköpunarfyrirtæki, sem reiðubúið er að hefja starfsemi í Stykkishólmi, sé beðið um að taka þátt í fjármögnun innviðauppbyggingar upp á nærri 50 milljónir króna, á svæði þar sem gera þarf ráð fyrir að innviðir nýtist allri fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu á Hamraendum sem sveitarfélagið stefnir á að hefja á árunum 2026 og 2027. Sérstaklega er þetta óeðlilegt í ljósi þess að Veitur ohf. höfðu þegar yfirsýn yfir stöðu mála í janúar síðastliðnum og gátu því með réttu upplýst hagsmunaaðila fyrr.
Nefndin undirstrikar að uppbygging atvinnu- og iðnaðarstarfsemi á svæðinu sé hagsmunamál allra ? sveitarfélagsins, íbúa og veitufyrirtækjanna sjálfra. Því verði að liggja skýrt fyrir hvaða jarðvarmi og afhendingargeta standi til ráðstöfunar fyrir slíka uppbyggingu og hvaða skref þurfi að taka til að tryggja hana til framtíðar.
Með vísan til framangreinds leggur nefndin til, vegna alvarleika málsins, að bæjarstjórn boði til fundar með Veitum ohf. hið fyrsta og kalli eftir skýrum og trúverðugum svörum, með tímasettum aðgerðum, um afhendingargetu og nauðsynlegar framkvæmdir.
8.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.
9.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Undirritaðir samþykkja ekki áætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2026. Ástæðan er ekki síst að inní tekjuáætlun er sala eigna sem nemur 50 milljónum en við teljum að það sé ekki rétt enda eru slíkir peningar “fugl í skógi en ekki í hendi?. Undanfarin ár hafa áætlanir verið talsvert frá niðurstöðu reikninga.
Vonandi seljast þær eignir sem fyrirhugað er að selja og áætlunin verður í námunda við það sem áætlað er.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Undirritaðir samþykkja ekki áætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2026. Ástæðan er ekki síst að inní tekjuáætlun er sala eigna sem nemur 50 milljónum en við teljum að það sé ekki rétt enda eru slíkir peningar “fugl í skógi en ekki í hendi?. Undanfarin ár hafa áætlanir verið talsvert frá niðurstöðu reikninga.
Vonandi seljast þær eignir sem fyrirhugað er að selja og áætlunin verður í námunda við það sem áætlað er.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Fundi slitið - kl. 22:45.