Umsókn um skipulagsbreytingu Laufásvegur 4
Málsnúmer 2511016
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 37. fundur - 01.12.2025
Óskað er eftir því að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms er varðar Laufásveg 4, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á byggingarreit fyrir bílskúr og nýjan byggingarreit fyrir sólskála.
Skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir málsettum gögnum byggingarreits ásamt fjarlægð að lóðarmörkum.