Skipulagsnefnd
Dagskrá
Kristborg Þráinsdóttir mætir á fund í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Endurskoðun aðalskipulags
Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer
Aðalskipulagsvinna til kynningar. Fulltrúi frá ráðgjafafyrirtækinu Alta mætir á fund og kynnir verkefnið.
Skipulagsnefnd þakkar Kristborgu fyrir kynninguna.
Kristborg Þráinsdóttir fer af fundi.
2.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br.)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma, ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkti á 35. fundi sínum þann 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Tillagan var auglýst frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar var farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Tillagan var auglýst frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar var farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist er við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við umsögnum og endanlegri tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna og að bæjarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við umsögnum og endanlegri tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna og að bæjarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
3.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar, ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkti á 35. fundi sínum þnn 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi annars vegar Kallhamar og hins vegar Hamraenda, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Tillögurnar voru auglýstar frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar var farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögurnar. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að boða til fundar með fulltrúum Hamraenda 3 og eftir tilvikum öðrum lóðarhöfum til að fara yfir fyrirliggjandi athugasemdir.
Tillögurnar voru auglýstar frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar var farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögurnar. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að boða til fundar með fulltrúum Hamraenda 3 og eftir tilvikum öðrum lóðarhöfum til að fara yfir fyrirliggjandi athugasemdir.
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist er við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við umsögnum og athugasemdir ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir endanlega deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og að það taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Ragnar og Aron sitja hjá vegna athugasemda Norlandair og óska eftir frekari upplýsingum varðandi lendingar- og flugtaksöryggi.
Skipulagsnefnd samþykkir endanlega deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og að það taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Ragnar og Aron sitja hjá vegna athugasemda Norlandair og óska eftir frekari upplýsingum varðandi lendingar- og flugtaksöryggi.
4.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma, ásamt tillögum að svörum nefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkti 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Tillögurnar voru auglýstar frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar mættu íbúar nærliggjandi lóða og sögðu nánar frá athugasemdum sínum og á 36. fundi nefndarinnar mætti Davíð Pitt, hönnuður skipulagsins, og kynnti fyrir nefndinni uppfærslur og breytingar til að koma til móts við íbúa.
Tillögurnar voru auglýstar frá 24. september til og með 5. nóvember 2025. Opið hús var haldið í Ráðhúsinu þann 21. október 2025.
Á 35. fundi skipulagsnefndar mættu íbúar nærliggjandi lóða og sögðu nánar frá athugasemdum sínum og á 36. fundi nefndarinnar mætti Davíð Pitt, hönnuður skipulagsins, og kynnti fyrir nefndinni uppfærslur og breytingar til að koma til móts við íbúa.
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist er við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Gerð var breyting á deiliskipulagi Agustsonreitar til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á auglýsingatíma. Vísast til fyrirliggjandi ganga í því sambandi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum ásamt uppfærðum og endanlegum skipulagsgögnum aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna og að bæjarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulag Agustsonreitar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og að það taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum ásamt uppfærðum og endanlegum skipulagsgögnum aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna og að bæjarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulag Agustsonreitar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og að það taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að svör við umsagnir og athugasemdir verði staðfest.
5.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Óskað er eftir því að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilundar í landi Saura er varðar Birkilund 37 og 38, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilundar i landi Saura er varðar Birkilund 37 og 38, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagsbreytingin er gerð til að samræma deiliskipulag og stofnskjöl lóðanna. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.
6.Umsókn um skipulagsbreytingu Laufásvegur 4
Málsnúmer 2511016Vakta málsnúmer
Óskað er eftir því að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms er varðar Laufásveg 4, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á byggingarreit fyrir bílskúr og nýjan byggingarreit fyrir sólskála.
Skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir málsettum gögnum byggingarreits ásamt fjarlægð að lóðarmörkum.
7.Þvervegur 12, lóð
Málsnúmer 2511015Vakta málsnúmer
Eigandi Þvergötu 12 stendur í því að hanna lóð sína og þá kom í ljós að stígur, sem í gildandi deiliskipulagi er utan lóðar, reynist vera innan hennar. Óskar eigandi eftir samvinnu við sveitarfélagið varðandi lóðina. Eigandi er viljugur til að gefa eftir hluta af lóð í brekku sem snýr að opnu svæði og fá í staðinn svæði sem snýr í norður.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að útbúa lóðarblað þar sem stígur er utan lóðarmarka.
Fundi slitið - kl. 21:45.